Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 62

Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 62
12. NÓVEMBER 2011 LAUGARDAGUR6 ● góð ráð fyrir græn jól www.grænn.is er ný fræðslusíða Umhverfis- stofnunar um grænan lífsstíl. Þar má meðal annars finna upplýsingar um varasöm efni í neytendavörum og hvernig hægt er að sniðganga þau, ásamt umfjöllun um öryggismál, samgöngur, garðinn o.fl. Einnig er lögð áhersla á endurvinnslu en með því að flokka sorpið á réttan hátt leggur þú þitt af mörkum til að koma í veg fyrir að hættuleg efni endi í umhverfinu og hafi þannig áhrif á þig síðar. Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir er ritstjóri www.grænn.is. Hvert er markmiðið með nýju síðunni? Fyrst og fremst að bjóða al- menningi upp á að fræðast um hvað hægt er að gera, skref fyrir skref til að tileinka sér um- hverfisvænni lífsstíl. Við leggj- um áherslu á að gefa góð ráð sem auðvelt er að fara eftir í amstri nútímans. Við vonum að fólk taki vel í þessi ráð og að samfélagið þokist í rétta átt, t.d. með aukinni eftirspurn með umhverfisvottuð- um vörum og þjónustu en slíkt hefði í för með sér minni mengun og þar með betri lífsgæði fyrir okkur öll. Við viljum jú öll búa í heilsusamlegu umhverfi. Er þörf fyrir svona vef? Já, það finnst okkur alveg tv ímæla laust . T i l dæmis hefur umræða um efni í neytendavörum aukist gríðarlega í nágrannalöndum okkar og fylgj- um við í fótspor þeirra með www. grænn.is. Fylgifiskur þess nægta- samfélags sem við búum í er að í kringum okkur er allt fullt af vafasömum efnum eins og til dæmis í snyrtivörum, raftækjum, málningu, húsgögnum og fötum. Reglulega berast síðan fréttir af skaðlegum áhrifum þessara efna eins og að geta valdið krabbameini eða raskað hormónajafnvægi lík- amans. Málið er flókið því að þó svo eitt varasamt efni hafi lítil áhrif á heilsu og umhverfi þá er lítið vitað um samanlögð áhrif efna í kringum okkur, svokölluð kokteiláhrif. Ef ekki er hugað að flokkun og endurvinnslu þá enda þessi skaðlegu efni úti í nátt- úrunni þegar við hættum að nota vöruna og geta þannig haft áhrif á okkur síðar. Þetta hljómar ekki vel. Á maður þá að sleppa jólagjöfunum í ár fyrst allt er svona hættulegt? Nei, það er nú ekki boðskapur síðunnar. Hins vegar vonum við að www.grænn.is auðveldi al- menningi að velja það sem er betra fyrir heilsuna og umhverfið. Við getum tekið sem dæmi leik- föng, sem því miður geta inni- haldið skaðleg efni. Þar er hægt að hafa sem viðmið að kaupa ekki leikföng með sterka lykt því ilm- efnin geta valdið ofnæmi, velja eingöngu CE-merkt sem þýðir að framleiðandinn uppfyllir grunn- kröfur Evrópu og að sniðganga óvönduð leikföng eða eftirlík- ingar sem oftast eru framleidd í risaverksmiðjum í Asíu undir litlu eftirliti. En það má líka benda á að hægt er að gleðja ástvini með ýmsu öðru en hlutum sem oftast enda í ruslinu og valda mengun. Hægt er að gefa einhverja upp- lifun eins og t.d. leikhúsmiða eða nudd eða jafnvel eitthvað sem gefandinn skipuleggur sjálfur. Í hraða nútímans er oft mesta gleðin fólgin í því að gera eitthvað skemmtilegt saman. Grænt og vænt – kíktu á www.grænn.is Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir er ritstjóri www.grænn.is sem er ný fræðslusíða Umhverfisstofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON EKTA TRÉ? Þegar skoðuð er efnanotkun við ræktun jólatrjáa og orku- og auð- lindanotkun við flutning þeirra þá kemur í ljós mikill munur á ís- lenskum og innfluttum trjám. Við ræktun íslenskra jóla- trjáa er notað lítið sem ekkert af varnarefnum, en víða er- lendis eru bæði notuð illgres- is- og skordýraeitur. Einnig ber að nefna þá hættu sem stafar af sjúkdómum sem geta borist með trjám þegar þau eru flutt hingað til lands. Þegar orkunotkun vegna flutninga er skoð- uð þá hefur íslenska tréð augljóslega forskot; því styttri flutningsleið – því minni eldsneytisnotkun og útblástur. Íslensk jólatré hafa því yfirburði fram yfir innflutt tré þegar horft er á efna- og orkunotkun. Nú gefst fjölskyldum kostur á að fara út í skóg og höggva sér jólatré sem er bæði góð og skemmtileg samvera. PLASTTRÉ? Við framleiðslu á plastjólatrjám er notað mun meira af orku og auð- lindum en við ræktun ekta trjáa. Plastið er upphaflega fram- leitt úr olíu og auk þess er framleiðslan orku- frek og vegalengd- in löng frá fram- leiðslu til markaðar, þar sem langflest plastjólatré eru framleidd í Asíu. Mikið af úrgangi myndast síðan þegar þessum trjám er hent, ef þau eru ekki flokk- uð og end- urunnin. Ef plasttré er notað í mörg ár má segja að nei- kvæðu umhverfisá- hrifin þynnist út. Hins vegar þarf að nota plastjólatréð í 20 ár svo það verði að betri kosti en ekta tré. Hvaða jólatré er „grænast?” ● ÞÚ ÁTT RÉTT Á AÐ FÁ UPPLÝS INGAR UM HÆTTULEG INNI HALDSEFNI Samkvæmt nýjum evr- ópskum reglum varðandi efni sem kall- ast REACH þá hefur neytandinn rétt á að fá upplýsingar um hvort viðkomandi vara inni- haldi varasöm efni sem eru á svokölluðum kandídatlista Efnastofnunar Evrópu. Varan getur verið alls kyns, t.d. íþróttaskór, hús- gögn eða leikföng. Hægt er að spyrja í búðum og hjá framleiðanda og skal svarið afhent án endurgjalds innan 45 daga. Þetta á að gefa neytandanum betra tækifæri til að taka upplýsta ákvörðun um sín innkaup og setur aukna ábyrgð á seljandann að vita hvað hann er með í höndunum. Á kandí- datlistanum eru nú 53 efni sem geta verið krabbameinsvaldandi, valdið stökkbreyting- um, raskað frjósemi auk þess að brotna ekki niður í náttúrunni en safnast í staðinn fyrir og valda þannig skaða. Græn jólagjafahugmynd! Gefðu heimatilbúna gjöf! Hvar liggja hæfileikarnir? Í prjónaskap, sultugerð eða listum?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.