Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 62
12. NÓVEMBER 2011 LAUGARDAGUR6 ● góð ráð fyrir græn jól
www.grænn.is er ný
fræðslusíða Umhverfis-
stofnunar um grænan lífsstíl.
Þar má meðal annars finna
upplýsingar um varasöm
efni í neytendavörum og
hvernig hægt er að sniðganga
þau, ásamt umfjöllun um
öryggismál, samgöngur,
garðinn o.fl. Einnig er lögð
áhersla á endurvinnslu en
með því að flokka sorpið á
réttan hátt leggur þú þitt af
mörkum til að koma í veg
fyrir að hættuleg efni endi í
umhverfinu og hafi þannig
áhrif á þig síðar. Bergþóra
Hlíðkvist Skúladóttir er ritstjóri
www.grænn.is.
Hvert er markmiðið með nýju
síðunni?
Fyrst og fremst að bjóða al-
menningi upp á að fræðast um
hvað hægt er að gera, skref
fyrir skref til að tileinka sér um-
hverfisvænni lífsstíl. Við leggj-
um áherslu á að gefa góð ráð sem
auðvelt er að fara eftir í amstri
nútímans. Við vonum að fólk taki
vel í þessi ráð og að samfélagið
þokist í rétta átt, t.d. með aukinni
eftirspurn með umhverfisvottuð-
um vörum og þjónustu en slíkt
hefði í för með sér minni mengun
og þar með betri lífsgæði fyrir
okkur öll. Við viljum jú öll búa í
heilsusamlegu umhverfi.
Er þörf fyrir svona vef?
Já, það finnst okkur alveg
tv ímæla laust . T i l dæmis
hefur umræða um efni í
neytendavörum aukist gríðarlega
í nágrannalöndum okkar og fylgj-
um við í fótspor þeirra með www.
grænn.is. Fylgifiskur þess nægta-
samfélags sem við búum í er að í
kringum okkur er allt fullt af
vafasömum efnum eins og til
dæmis í snyrtivörum, raftækjum,
málningu, húsgögnum og fötum.
Reglulega berast síðan fréttir af
skaðlegum áhrifum þessara efna
eins og að geta valdið krabbameini
eða raskað hormónajafnvægi lík-
amans. Málið er flókið því að þó
svo eitt varasamt efni hafi lítil
áhrif á heilsu og umhverfi þá er
lítið vitað um samanlögð áhrif
efna í kringum okkur, svokölluð
kokteiláhrif. Ef ekki er hugað að
flokkun og endurvinnslu þá enda
þessi skaðlegu efni úti í nátt-
úrunni þegar við hættum að nota
vöruna og geta þannig haft áhrif
á okkur síðar.
Þetta hljómar ekki vel. Á
maður þá að sleppa jólagjöfunum
í ár fyrst allt er svona hættulegt?
Nei, það er nú ekki boðskapur
síðunnar. Hins vegar vonum við
að www.grænn.is auðveldi al-
menningi að velja það sem er
betra fyrir heilsuna og umhverfið.
Við getum tekið sem dæmi leik-
föng, sem því miður geta inni-
haldið skaðleg efni. Þar er hægt
að hafa sem viðmið að kaupa ekki
leikföng með sterka lykt því ilm-
efnin geta valdið ofnæmi, velja
eingöngu CE-merkt sem þýðir að
framleiðandinn uppfyllir grunn-
kröfur Evrópu og að sniðganga
óvönduð leikföng eða eftirlík-
ingar sem oftast eru framleidd í
risaverksmiðjum í Asíu undir litlu
eftirliti. En það má líka benda á
að hægt er að gleðja ástvini með
ýmsu öðru en hlutum sem oftast
enda í ruslinu og valda mengun.
Hægt er að gefa einhverja upp-
lifun eins og t.d. leikhúsmiða eða
nudd eða jafnvel eitthvað sem
gefandinn skipuleggur sjálfur.
Í hraða nútímans er oft mesta
gleðin fólgin í því að gera eitthvað
skemmtilegt saman.
Grænt og vænt – kíktu á
www.grænn.is
Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir er ritstjóri www.grænn.is sem er ný fræðslusíða
Umhverfisstofnunar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
EKTA TRÉ?
Þegar skoðuð er efnanotkun við
ræktun jólatrjáa og orku- og auð-
lindanotkun við flutning þeirra þá
kemur í ljós mikill munur á ís-
lenskum og innfluttum trjám.
Við ræktun íslenskra jóla-
trjáa er notað lítið sem ekkert
af varnarefnum, en víða er-
lendis eru bæði notuð illgres-
is- og skordýraeitur. Einnig
ber að nefna þá hættu sem
stafar af sjúkdómum sem
geta borist með trjám
þegar þau eru flutt
hingað til lands. Þegar
orkunotkun vegna
flutninga er skoð-
uð þá hefur íslenska
tréð augljóslega
forskot; því styttri
flutningsleið – því minni
eldsneytisnotkun og útblástur.
Íslensk jólatré hafa því yfirburði
fram yfir innflutt tré þegar horft
er á efna- og orkunotkun. Nú gefst
fjölskyldum kostur á að fara út í
skóg og höggva sér jólatré sem er
bæði góð og skemmtileg samvera.
PLASTTRÉ?
Við framleiðslu á plastjólatrjám er
notað mun meira af orku og auð-
lindum en við ræktun ekta trjáa.
Plastið er upphaflega fram-
leitt úr olíu og auk þess
er framleiðslan orku-
frek og vegalengd-
in löng frá fram-
leiðslu til markaðar,
þar sem langflest
plastjólatré eru
framleidd í Asíu.
Mikið af úrgangi
myndast síðan
þegar þessum
trjám er hent,
ef þau eru
ekki flokk-
uð og end-
urunnin. Ef
plasttré er
notað í mörg
ár má segja að nei-
kvæðu umhverfisá-
hrifin þynnist út.
Hins vegar þarf að
nota plastjólatréð í 20 ár svo það
verði að betri kosti en ekta tré.
Hvaða jólatré er
„grænast?”
● ÞÚ ÁTT RÉTT Á AÐ FÁ UPPLÝS
INGAR UM HÆTTULEG INNI
HALDSEFNI Samkvæmt nýjum evr-
ópskum reglum varðandi efni sem kall-
ast REACH þá hefur neytandinn rétt á að fá
upplýsingar um hvort viðkomandi vara inni-
haldi varasöm efni sem eru á svokölluðum
kandídatlista Efnastofnunar Evrópu. Varan
getur verið alls kyns, t.d. íþróttaskór, hús-
gögn eða leikföng. Hægt er að spyrja í
búðum og hjá framleiðanda og skal svarið
afhent án endurgjalds innan 45 daga. Þetta
á að gefa neytandanum betra tækifæri til
að taka upplýsta ákvörðun um sín innkaup
og setur aukna ábyrgð á seljandann að vita
hvað hann er með í höndunum. Á kandí-
datlistanum eru nú 53 efni sem geta verið
krabbameinsvaldandi, valdið stökkbreyting-
um, raskað frjósemi auk þess að brotna ekki
niður í náttúrunni en safnast í staðinn fyrir
og valda þannig skaða.
Græn jólagjafahugmynd!
Gefðu heimatilbúna gjöf! Hvar liggja hæfileikarnir? Í prjónaskap,
sultugerð eða listum?