Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 66

Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 66
12. NÓVEMBER 2011 LAUGARDAGUR10 ● góð ráð fyrir græn jól „Ágætis byrjun“ er verkefni sem Umhverfisstofnun stendur fyrir til þess að kynna Svaninn og hvetja foreldra til að nota umhverfismerki sem hjálpartæki við vöruval. Í daglegu lífi komast allir í snert- ingu við óteljandi efni sem mörg hver eru varasöm. Ekki ætti þó að láta sér fallast hendur því neytandi hefur alltaf val og það er ekki síst mikilvægt að nýta sér það þegar valdar eru vörur fyrir ungbörn og mjólkandi mæður. Með því að velja umhverfisvottaðar vörur fram yfir aðrar tekur maður sjálfur stjórn- ina og velur í auknum mæli hvaða efni maður kemst í snertingu við. Verkefnið Ágætis byrjun geng- ur út á að dreifa Svanspokum til nýbakaðra foreldra. Verkefnið er unnið að norskri fyrirmynd en þar hefur sambærilegt verkefni verið í gangi síðan árið 2005. Í pokun- um er bæklingur sem fjallar um umhverfismerkið Svaninn og mikilvægi þess að velja umhverf- isvottað fyrir ungbörn. Í pokan- um eru einnig vöruprufur en til- gangurinn er ekki að kynna ein- stök vörumerki heldur að varpa ljósi á að Svanurinn hefur vottað breitt úrval af ungbarnavörum og því hafa foreldrar raunverulegt val um vöru sem er betri fyrir umhverfi og heilsu. Verkefninu er ætlað að ná til alls landsins og er miðað við að öll börn fædd á Ís- landi á tímabilinu nóvember 2011 til nóvember 2012 fái pokann. Pokunum er dreift á fæðing- ardeildum á landsbyggðinni og heilsugæslu á höfuðborgarsvæð- inu. Starfsmaður Svansins, Elva Rakel Jónsdóttir, segir að hjúkrun- arfræðingar og ljósmæður taki vel í verkefnið. „Ég er þessa dagana að kynna verkefnið fyrir hjúkrun- arfræðingum á höfuðborgarsvæð- inu og mér er hvarvetna mjög vel tekið. Ég held að heilbrigðisstarfs- fólk sjái þörfina fyrir fræðslu af þessu tagi en með verkefninu er í raun verið að sameina umhverfis- mál og lýðheilsumál.“ Yfirhjúkr- unarfræðingur heilsugæslunn- ar í Miðbæ, Jóhanna Eiríksdóttir, telur verkefnið brýnt. „Hér tökum við því fagnandi að styðja við um- hverfishugsun, ekki veitir af.“ 5.000 börn um land allt fá Svanspoka! Svandís Svavarsdóttir afhendir nýbökuðum foreldrum fyrsta Svanspokann. Í honum er bæklingur sem fjallar um umhverfis- merkið Svaninn og mikilvægi þess að velja umhverfisvottað fyrir ungbörn. ● VEFNAÐARVARA Börn eru í sífelldri snertingu við vefnaðarvöru eins og fatnað, sængurföt eða handklæði. Vefnaðarvara getur innihald- ið leifar af varnar- og litarefnum eða öðrum efnum sem eru skaðleg umhverfi og heilsu. Svansmerktar vefnaðarvörur eru framleiddar á ábyrgan hátt. Þær eru án ofnæmisvaldandi litarefna og annarra heilsu- skaðlegra efna. Umhverfisá- hrif af framleiðslunni eru lítil, sérstaklega þegar miðað er við notkun á skordýraeitri og öðrum varasömum efnum. Svanurinn vinnur stöðugt að því að fá meira úrval af Svansmerktri vefnaðarvöru á markað- inn. Þú getur lagt þitt að mörkum – með því að velja Svansmerktan fatnað, sængurföt og handklæði þegar þú sérð þau. ● MÓÐIRIN Ákveðin efni í snyrtivörum, sápum og sjampói o.fl. geta borist með brjóstamjólkinni eða frá húð móður til blóðrásarinnar og þannig til barnsins. Því ættu ófrískar konur og mjólkandi mæður að huga vel að því hvaða vörur þær nota fyrir sjálfar sig. Það er oft erfitt að átta sig á innihaldslýsingum á umbúðum og upplýsingar um innihaldsefni geta verið misvísandi. Þumalputtareglan ætti því að vera sú að nota sem minnst af snyrtivörum á þessum mikilvæga tíma lífs þíns og velja Svans- merktar vörur þegar þær eru í boði. Sem dæmi má nefna að Svansmerkt brjósta- innlegg innihalda ekki ofnæmisvaldandi eða heilsuskaðleg efni. Það eru jafnframt lítil neikvæð umhverfisáhrif af framleiðslu þeirra. ● BÖRN OG EFNI Börn eru mun viðkvæmari fyrir skaðlegum efnum í umhverfinu heldur en fullorðnir. Þau eru lítil, með viðkvæma húð og ónæmiskerfið er ekki fullþroskað. Börn þola minna magn af skaðlegum efnum en fullorðnir. Börn komast í snertingu við meira magn af efnum en fullorðnir. Þau setja hluti upp í sig og skríða um á gólfinu þar sem eru leifar af efnum. Skaðleg efni geta leynst í öllum vörum og þess vegna er mikilvægt að vera meðvitaður um áhætturnar og velja skynsamlega. Með því að velja umhverfisvottaðar vörur tryggir þú að barnið þitt verði ekki fyrir neikvæðum áhrifum vegna hættulegra efna. Svanurinn auðveldar þér valið. ● BLEYJUR OG BLAUTÞURRKUR Hvert ár fæðast um það bil 5.000 börn á Íslandi. Samtals nota þessi börn líklega 50.000 bleyjur dag hvern! Bleyjur eru eitt af því mikilvægasta sem nýfædd börn nota. Þær eru í sífelldri snertingu við viðkvæm svæði á veigamesta þroskatímabili barnsins. Svansmerkt bleyja er mild fyrir húð barnsins. Hún inniheldur engin húðkrem eða ilmefni og í hana er notuð lífrænt ræktuð bómull. Svans- merkt bleyja er laus við PVC plast og er ekki bleikt með klórsamböndum. Græn jólagjafahugmynd! Gefðu áskrift. Þekkirðu sjónvarpssjúkling – gefðu honum áskrift að góðri sjónvarpsrás og tónlistarunnandinn fær áskrift að tónlistarvefverslun. „Mér er hvarvetna mjög vel tekið,” segir Elva Rakel Jónsdóttir sem nú kynnir verkefnið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ● HVAÐ ER UMHVERFISMERKI? Norræna umhverfismerkið Svanurinn og Evrópublómið eru dæmi um áreiðanleg umhverfismerki. Þessi merki byggja á ströngum umhverfis-, heilsu og gæðakröfum sem ná til alls lífsferils vörunnar frá framleiðslu til förgunar. Óháður aðili hefur vottað að kröfur umhverfismerkisins séu uppfylltar og eru kröfurnar endurskoðaðar og hertar reglulega. Framleiðendur hafa sjálfir frumkvæði að því að sækja um vottun og geta einungis þeir bestu uppfyllt kröfur og fengið vottun. Því er um- hverfisvottuð vara og þjónusta ávallt besti kosturinn fyrir umhverfið og heilsuna. Nánari upplýsingar um umhverfismerki er að finna á www. grænn.is. „Slow food“ er hugmyndafræði sem er upprunnin á Ítalíu og kom fram fyrir 25 árum. Hún varð til sem mótvægi við „fast food“ byltinguna þegar McDonalds- keðjan opnaði skyndibitastað við spænsku tröppurnar í Róm. Slow food-hreyfingin leggur áherslu á mat úr heimabyggð, af plöntum ræktuðum af innlendum fræj- um og bústofni sem er einkenn- andi fyrir heimahéraðið. Hreyfingin leggur áherslu á sjálf- bæra fæðu- framleiðslu og hvetur til neyslu framleiðsluvara frá framleiðendum heima í héraði, til mótvægis við hnattvædda landbúnaðarframleiðslu. „Slow food“ og „Fast food“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.