Fréttablaðið - 12.11.2011, Side 68

Fréttablaðið - 12.11.2011, Side 68
12. NÓVEMBER 2011 LAUGARDAGUR12 ● góð ráð fyrir græn jól Dagatalakubbarnir vinsælu hafa verið framleiddir hjá GuðjónÓ í rúman áratug. Hefðin er sterk og útlit kubbsins hefur haldist eins frá því að elstu menn muna. Hægt er að velja milli átta spjalda sem öll skarta landslagsljósmyndum. Einnig bjóðum við upp á mánaðartöl og borðalmanök. Okkur finnst við hæfi að bjóða upp á umhverfisvænni jólapappír. Pappírinn er prent- aður báðumegin. Á annarri hliðinni skoppar jólakötturinn um örkina og vitnað er í vísur Jóhannesar úr Kötlum um Jólaköttinn. Hin hliðin skartar litríkum teikningum af fatnaði og minnir á að sá fer í jólaköttinn sem ekki fær nýja flík! Stærð: 50x70 sm Hönnun: Reykjavík Letterpress Við elskum umhverfið - allan ársins hring Sv an sm erk tir síð an árið 2000 Þ ve r h o l t i 13 • S ími 511 12 3 4 • gudj o n o @ g u d j o n o . i s • w w w. g u d j o n o . i s Þverholti 13 • Sími 511 1234 • gudjono@gudjono.is • www.gudjono.is Þverholti 13 105 Reykjavík sími 511 1234 gudjono@gudjono.is www.gudjono.is Norræna umhverfismerkið Svanurinn var stofnað árið 1989 og hefur náð gífurlegum árangri. Alls er búið að veita yfir 2.000 Svansleyfi fyrir 6.000 vörur, sem þýðir að úrvalið af umhverfisvænni vörum er orðið mjög gott. Íslenskar verslanir bjóða sífellt breiðara úrval af Svansmerktum vörum, enda fer eftirspurnin vaxandi. En hvað gerir Svansmerkta vöru betri fyrir umhverfið og heilsuna? Anne Maria Sparf frá Umhverfisstofnun stendur fyrir svörum. VIÐ GETUM HAFT ÁHRIF Það getur verið vandasamt að finna upplýsingar um hvernig vörur eru framleiddar og hvort þær innihaldi vafasöm efni. En hvernig getur hinn almenni neyt- andi lagt sitt af mörkum í um- hverfismálum og valið skað- lausar vörur? „Ein leið er að velja umhverfis- vottað. Með því að velja Svans- merktar vörur og þjónustu lág- mörkum við mengun, tryggjum betri hráefnis- og orkunýtingu og verndum náttúruna. Svansmerkta varan er öruggt val fyrir umhverf- ið og heilsuna,“ segir Anne bros- andi. STRANGAR KRÖFUR Svanurinn hefur þróað kröfur fyrir meira en 60 mismunandi vöru- og þjónustuflokka, allt frá hreinsiefnum og hjólbörðum til hótela og prentsmiðja. Kröfurn- ar ná ávallt yfir allan lífsferil vörunnar, allt frá hráefnum yfir í framleiðsluferlið, notkun og úr- gang. Til að mynda þarf viður í Svansmerktum vörum að vera úr sjálfbærri ræktun, lágmarka þarf orkunotkun við framleiðslu, notk- un hættulegra efna er takmörkuð og tryggja þarf rétta meðhöndlun úrgangs. „Svansmerktar vörur og þjónusta hafa farið í gegnum óháð vottunarferli sem tryggir að þær uppfylla ströngustu mögulegu um- hverfis- og heilsukröfur. Einung- is þær bestu geta fengið vottun,“ lofar Anne. AF HVERJU ER SVANSMERKTA TÖLVAN BETRI? Oft heyrist spurt af hverju um- hverfismerkta varan sé betri en önnur. Getur vara, svo sem tölva eða dekk, verið umhverfisvæn? „ Í sjálfu sér er ekkert sem við fram- leiðum beinlínis umhverfisvænt, en umhverfismerktar vörur hafa minnstu mögulegu áhrifin á um- hverfið. Svansmerktar tölvur nota minni orku, eru endurvinnanleg- ar og án hættulegra eldvarnar- efna. Svansmerkt dekk eru ending- argóð, hljóðlaus og menga minna. Strangar kröfur Svansins tryggja að varan er ávallt besti mögu- legi kosturinn fyrir umhverfið og heilsuna.“ ER UMHVERFISMERKTA VARAN DÝRARI? Margir halda að umhverfismerkt- ar vörur séu dýrari en aðrar sam- bærilegar vörur, er það rétt? „ Nei, Svansmerktar vörur eiga ekki að vera dýrari, þvert á móti. Könn- un sem Neytendasamtökin gerðu árið 2010 sýndi fram á að Svans- merktar vörur voru í flestum til- fellum ekki dýrari, og yfirleitt fær maður meira fyrir peninginn þegar maður kaupir Svansmerkt. Þvottaefnið dugar í fleiri þvotta, pappírinn þurrkar betur eða tölv- an endist lengur. Svanurinn gerir nefnilega einnig gæðakröfur á vörur,” staðfestir Anne. ÍSLENDINGAR VELJA SVANSMERKT Yfir 70% Íslendinga þekkja Svans- merkið skv. könnun frá árinu 2010. Um 40% velja Svansmerkt stund- um eða alltaf. „Þetta eru sterk skilaboð til verslana. Ekkert annað merki nær þessum árangri,“ bend- ir Anne á. „Könnunin staðfestir einnig að margir treysta því ekki að almennar vörur sem seldar eru í verslunum séu lausar við hættu- leg efni. Nær 80% treysta því hins vegar að Svansmerkt vara sé gott val fyrir umhverfið og um 50% tengja merkið við strangar kröf- ur.“ VARIST GRÆNÞVOTT  EKKI ER ALLT GRÆNT SEM SÝNIST „Það er ljóst að almenningur leit- ast í auknum mæli við að kaupa umhverfisvænt, ekki síst vegna eigin heilsu,“ segir Anne. „ Margir framleiðendur notfæra sér þessa eftirspurn og auglýsa sig sem græna eða umhverfisvæna, þótt ekkert standi á bak við það. Þess vegna hvet ég fólk til að forðast vörur sem lokka neytendur með fullyrðingum á borð við eco-fri- endly, green eða chemical free. Öruggasti kosturinn er ávallt að velja vörur sem eru merktar með traustu umhverfismerki, svo sem Svaninum eða Evrópublóminu.“ FJÖLBREYTT ÚRVAL Í VERSLUNUM Úrval Svansmerktra vara hefur stóraukist á Íslandi á undanförn- um árum. Margir kvarta þó enn yfir því að það sé erfitt að finna Svansmerktar vörur í verslunum. „Flestar íslenskar dagvöruversl- anir hafa bætt úrvalið af Svans- merktum vörum með aukinni eft- irspurn. Yfirleitt er hægt að finna allt það helsta sem mann vantar í hillunum, svo sem þvottaefni og uppþvottatöflur, eldhúsrúllur og salernispappír, sápur og sjampó, snyrtivörur svo sem svitalykt- areyði, bleiur, dömubindi, blautk- lúta og jafnvel servíettur. Við hvetjum verslanir til þess að merkja vörurnar betur í hillunum til að auðvelda fólki að finna vör- urnar.“ Nýlega hafa apótekin einnig stórbætt úrval Svansmerktra vara. „Það er ánægjulegt að sjá hversu gott úrvalið er orðið. Fyrir nokkr- um árum var erfitt að finna um- hverfismerktar snyrtivörur án of- næmisvaldandi efna, nú er hægt að velja á milli margra vörumerkja,“ lýsir Anne. Sumar verslanir leggja meiri áherslu á Svansmerktar vörur en aðrar. „Ég hef heyrt um fólk sem velur verslun eftir því hversu gott úrval umhverfismerktra vara er. Þetta verður eflaust þróunin á næstu árum þegar Íslendingar verða meðvitaðri um vafasöm efni í neytendavörum,“ bætir hún við. „Veldu vel og veldu Svansmerkt næst þegar þú verslar.“ Úrval af Svansmerktum vörum og þjónustu aldrei meira Anne Maria Sparf Úrvalið af Svansmerktum vörum er mjög fjölbreytt. „Svansmerkta varan er öruggt val fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkt geta allir haft áhrif.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.