Fréttablaðið - 12.11.2011, Síða 86
6 fjölskyldan
Alla virka daga kl. 18.00
Disovery Channel er fáanleg í ALLT FRÆÐSLA TOPPUR LANDSBYGGÐ
jólatónlistin
leikum og lesum ...
Ánægð með afraksturinn Kristjana Friðbjörnsdóttir með nýútkomna bók sína, Dagbók Ólafíu Arndísar. Nemendur
hennar í Hamraskóla eru ekki síður stoltir enda hafa þeir fylgst með ritun bókarinnar af áhuga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Nemendur mínir eru mjög uppteknir við að hvetja mig áfram,“ segir Krist-jana Friðbjörnsdóttir rit-
höfundur sem kennir í fimmta
bekk í Hamraskóla og sinnir
skriftum meðfram kennslustörf-
um. Nýverið kom út fimmta bók
Kristjönu, Dagbók Ólafíu Arndís-
ar, sem er önnur bók um Ólafíu
Arndísi sem steig fram á sjónar-
sviðið í verðlaunabókinni Flateyj-
arbréfunum sem kom út í fyrra.
„Ólafía Arndís er uppátækjasöm
stelpa, fjörug og með ríkt ímynd-
unarafl. Í fyrra lenti hún í ævin-
týrum í Flatey, nú er hún flutt til
Dalvíkur,“ segir Kristjana sem
segir nemendur sína eiga stóran
hlut í söguhetjunni. „Þau lögðu inn
ósk um ævintýri stelpu. Og ég verð
að viðurkenna að hún byggir að
hluta til á fjölmörgum skrautleg-
um nemendum sem ég hef kynnst
um dagana. Og svo er ég í henni
líka,“ segir Kristjana.
Kristjana segir áhuga nemenda
sinna afar gefandi. „Þau spá og
spekúlera mikið í bókunum mínum.
Hér hitti ég líka kríli á göngunum
sem spjalla reglulega við mig og
spyrja mig hvort ég sé að skrifa
bók og hvað komi út næst. Ég las
líka þessa nýjustu bók fyrir nem-
endur mína í handriti. Þau fylgjast
afar spennt með því þegar bækurn-
ar fara í prentun. Það má því segja
að þau eigi töluvert í bókinni með
mér. Og svo eru þau strax komin
með skoðanir á því í hverju Ólafía
Arndís á að lenda næst og hvern-
ig form bókarinnar á að vera. Flat-
eyjarbréfin voru sögð í bréfaformi,
nýja bókin í dagbókarformi og það
eru þegar komnar uppástungur um
að næsta bók verði sögð í sms-skila-
boðum,“ segir Kristjana og hlær.
Kristjana er áhugasöm um bók-
lestur barna og segir einn hvata
þess að hún settist við skriftir
hafa verið að hún fann í gegnum
starf sitt að áhugi á bóklestri var
að minnka. „Börn þurfa að hafa
aðgang að nýjum barnabókum. Ég
byrjaði að skrifa fyrir nemendur
mína og í framhaldinu urðu til
sögurnar um Fjóla Fífils. En ég er
líka svo mikið barn, á kafi í fant-
asíum og ævintýraheimum þannig
að það hentaði mér vel að fara að
skrifa fyrir börn,“ segir Kristjana
að lokum.
Nemendurnir fylgjast
með af áhuga
Kristjana Friðbjörnsdóttir er rithöfundur og kennari í Hamraskóla. Nýverið kom út önnur
bók hennar um ævintýri hinnar uppátækjasömu Ólafíu Arndísar. Nemendur Kristjönu
fylgjast spenntir með skrifum hennar og fengu að lesa söguna í handriti.
ÓLAFÍA ARNDÍS er
uppátækjasöm stelpa, fjörug
og með ríkt ímyndunarafl. Í
fyrra lenti hún í ævintýrum
í Flatey, nú er hún flutt til
Dalvíkur.
Hátt í 100 krakkar á aldrinum 10-15 ára hafa skráð
sig til leiks í LEGO-hönnunarkeppni grunnskóla-
barna, First Lego League, sem haldin verður í
dag á Háskólatorgi.
Markmiðið með keppninni er að
vekja áhuga grunnskólanema á
vísindum og tækni ásamt því að
byggja upp sjálfstraust þeirra,
leiðtogahæfni og lífsleikni. Á hverju ári er keppninni
valið ákveðið þema. Í ár verður þemað fæðuöryggi.
Keppnin felst í fimm mismunandi verkefnum. Í
fyrsta verkefni smíða keppendur vélmenni úr
tölvustýrðu LEGO-i sem er forritað til að leysa
tiltekna þraut. Í öðru lagi eiga keppendur að gera
vísindalega rannsókn á ákveðnu efni. Í þetta sinn
snýst verkefnið um fæðuöryggi (e. food factor) og
eiga þátttakendur að flytja tiltekna vöru frá
einum stað til annars á sem
hagkvæmastan hátt. Í þriðja lagi
halda keppendur ítarlega dagbók
um undirbúning fyrir keppnina og
í fjórða lagi eiga þeir að flytja
frumsamið skemmtiatriði. Í fimmta
lagi þurfa liðin að gera grein fyrir því
hvernig þau forrituðu vélmennið sitt
en þar reynir á þekkingu þátttakenda
á eigin búnaði.
Níu lið frá jafnmörgum skólum víðs vegar á
landinu hafa skráð sig til leiks. Dagskrá keppninnar
hefst klukkan 9 en sigurvegarar verða krýndir
klukkan 15. Öllum er velkomið að fylgjast með
keppninni á Háskólatorgi.
LEGO-hönnunarkeppni á Háskólatorgi
BORGARBÓKASAFNIÐ hefur
nú tekið fram jólatónlistina og
gestir safnsins geta því gengið að
jólageisladiskum vísum.
Rannsóknir sýna að notkun sykurlauss Extra eykur munnvatnsframleiðslu,
jafnar sýrustig, heldur tönnunum hreinum og stöðvar sýklaárásir á þær.
Extra minnkar upptöku hitaeininga og dregur það úr streitu í amstri
hversdagsins.
BÓKIÐ AUGLÝSINGAR
TÍMANLEGA:
ÍVAR ÖRN HANSEN
S: 512 5429, GSM: 615 4349
ivarorn@365.is
Sérblað um hamborgarhrygg kemur
út þann 23. nóvember.
HRYGGUR
HAM
BORGAR