Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 92

Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 92
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR44 F ullyrðingin „íslenskt lambakjöt er best í heimi“ hljómar nokkuð kunnuglega í eyrum landans en hvað býr að baki henni? Veltum við því fyrir okkur hvaðan af landinu lambið kom, í hvaða flokki það er, hvaða meðferð það hefur fengið eftir slátrun? Horfum við á kílóverðið? Skiptir það máli ef lambið er alið á Suðurlandsundirlendinu, í austfirsku ölpunum, á norðlensku heiðunum eða hvort það hefur endrum og sinnum baðað sig í vestfirsku sjóroki? Sannleikurinn er sá að þegar við stöndum fyrir framan kjötborðið eða frystinn í versluninni höfum við yfirleitt lítið sem ekkert val. Stofnum til frekari kynna Lambakjöt er flokkað niður samkvæmt kerfi sem inniheldur 30 flokka, og fá bændur greitt samkvæmt því. Þetta eru annars vegar fimm flokkar sem segja til um vöðvahlutfall og sex flokkar sem mæla fitumagn. Þrátt fyrir allan þennan fjölda dreifir kjötið sér þó ekki jafnt á flokkana og fellur meirihluti kjöts í fimm algengustu flokkana. Þvert á það sem margir myndu ætla skiptir það meira máli að velja kjöt sem er hæfilega feitt frekar en horfa einvörðungu á vöðvahlutfallið. Með öðrum orðum: Það er misskilningur að magurt kjöt sé endilega besta kjötið. Slátrun Bóndinn afhendir afurð sína sláturhúsinu, fær hana metna og gefst svo kostur á að leggja hana inn fyrir greiðslu sem miðast við áður- nefnt flokkakerfi. Við tekur svo eftirvinnsla sem er miðuð við að koma skrokkunum í frost á sem stystum tíma. Í raun má segja að þarna mætist tvær ólíkar stefnur í mat- vælaframleiðslu. Annars vegar þáttur bónd- ans sem gengur út á að framleiða sem best kjöt og þáttur sláturhússins sem gengur út á að framleiða sem mest magn, oft á kostn- að eftirvinnslunnar. Fyrir þá sem þekkja til væri hægt að líkja þessu við „slow food“ og „fast food“ sem ganga annars vegar út á hrá- efni, uppruna, náttúrulegar og bragðaukandi aðferðir og hins vegar út á framleiðslu af sem mestum mat í ásættanlegum gæðum á sem stystum tíma. Seigt kjöt Seigt kjöt er að öllum líkindum afrakstur ófullnægjandi eftirvinnslu eða slátrunar. Eftir að kjöti er slátrað eru orkubirgðir vöðva enn til staðar og niðurbrot heldur áfram án súrefnis. Myndast þá mjólkursýra sem safn- ast upp í vöðvunum og veldur því að sýrustig fellur. Samtímis sýrustigsfalli fellur skrokk- hiti vegna kælingar í kjötsalnum. Við þetta stirðnar kjötið og vöðvarnir dragast saman. Ef þetta gerist of hratt verður kjötið seigt fyrir tilstilli svokallaðrar kæliherpingar. Of hröð kæling eða frysting dilkakjöts stuttu eftir slátrun er því meginástæða stífni. Þarna stangast aftur á hagsmunir neytenda og fram- leiðanda. Ósáttur neytandi seigs kjöts gæti því vel reynt að komast að hvar kjötinu var slátr- að og beint viðskiptum sínum annað næst. Er kjötið þitt raförvað? Nokkur sláturhús hafa síðustu ár tekið upp svokallaða raförvun sem gengur út á að gefa skrokkum rafpúlsa með ákveðinni spennu, straumi og tíðni fljótlega eftir slátrun. Með því eiga vöðvarnir í skrokkunum að brjóta hraðar niður orkubirgðir sínar. Þetta er gert til að hægt sé að byrja að kæla skrokkana fyrr og hraðar. Áhöld eru um hvort þetta sé til bóta fyrir neytendur. Þarf kjöt að hanga? Kjöt sem selt er í búðum hefur undantekn- ingarlaust ekki fengið að hanga eftir stirðn- un. Fyrst eftir slátrun er kjötið hengt upp svo allir vöðvar séu teygðir meðan kjötið stirðnar. Eftir það er kjöt látið hanga áfram til að auka meyrni og bragð. Það sem gerist þá er að mjólkursýrur leysa úr læðingi ens- ími er verka á prótínin í vöðvunum. Algengt er að lambaskrokkar þurfi að hanga í 5-7 daga og jafnvel allt upp í 12 daga. Því eldri sem skepnan er, þeim mun lengur er æski- legt að hún hangi. En löng geymsla við bestu skilyrði er kostnaðarsöm og þess vegna fær kjöt ekki að hanga. Markaðshagkerfið virk- ar þannig að á meðan neytandinn setur ekki fram ákveðna kröfu, leggur framleiðand- inn ekki í óþarfa kostnað. Sennilega er eitt mesta tækifærið í íslensku lambakjöti hér að finna, því bragðmunurinn og meyrni á kjöti sem hefur fengið að hanga samanborið við óhangið, er verulegur. Skrokkurinn á með- fylgjandi myndum kom ófrosinn til borgar- innar, er ættaður úr Grýtubakkahreppi, féll í flokk R3+ og hékk í sjö daga. Hagstætt að kaupa beint frá býli Það er skynsamlegt að gera samninga sem báðir aðilar hagnast á. Setjum þetta aðeins upp. Ef við horfum á 17 kg skrokk úr flokknum DR3+, þá fengi bóndi greiddar um 460kr/kg úr afurðastöð sem gera 7.800 krónur. Á þessum skrokk eru tvö læri sem vega um 4,5 kg en búðarverð á þeim er um 2.200 kr/kg eða 10.000 krónur. Ef þú leggur saman afganginn af skrokknum og marg- faldar hann með búðarverði þá gæti þetta endað í um 26.000 krónum. Heimtökugjald bænda er um 2.200 krónur og því væri lág- marksverð frá bónda um 10.000 krónur fyrir umræddan skrokk. Segjum sem svo að þú værir til í að borga bóndanum 20% álag gegn því að þú fengir að velja þér skrokk ófrosinn sem hefði fengið að hanga, bættir svo 2.000 krónum í flutning ofan á það og endaðir í 14.000 krónum. Samanborið við gæðin og verðið á því sem þú fengir úr kjöt- borðinu þá ætti það að vera öllum ljóst að milliliðalausir samningar við bændur hljóta að vera hagstæðir fyrir báða aðila. Hafa ber í huga að hlutur ríkisins er undanskilinn í þessu dæmi. Fáðu þér heilan skrokk Einn af þeim kostum sem lamb hefur fram yfir önnur húsdýr sem við leggjum okkur til munns, er að stærð þess gerir okkur auðvelt með að meðhöndla heila skrokka. Það eina sem þú þarft er gott borðpláss, þokkalegur hnífur og lítil timbursög. Skrokkurinn úrbeinaður Aðskiljið síðurnar frá með því að skera og saga í beina stefnu frá afturlærinu gegnum rifin að axlarliðamótunum. Skerið framlegg- inn frá, fjarlægið rifjabeinin og takið slögin til hliðar. Skerið rétt fyrir framan mjaðm- arbeinið til að aðskilja afturhlutann frá og skiptið í læri. Hérna er einnig hægt að skera skankana af lærunum fyrir þá sem vilja. Skerið hrygginn frá milli fimmta og sjötta rifbeins ef talið er frá hálsinum. Skerðu lundirnar undan hryggnum. Þeir sem ekki ætla sér að elda allan hrygginn í einu ættu að skipta honum í tvennt við fyrsta rifbein- ið. Þá erum við annars vegar komin með spjaldhrygg sem inniheldur fillet m/fiturönd og rifjahrygg sem svo er hægt að skipta niður í tvírifjur. Frampartinn er t.d. hægt að skera í sneiðar, úrbeina og rúlla upp eða hafa heilan. Sjálfur sker ég alltaf hálsinn frá og skipti afganginum í tvennt með því að skera hann frá hryggnum. Öllum afskurði skal safna í hakk. Eftir sitja þá lundir, fillet, hækill, rifjahryggur, frampartur, læri, slög, hakk og bein. Það er ekkert til sem heitir súpukjöt Íslensk kjötsúpa er úrvalsmatur en „súpu- kjöt“ er samnefnari yfir kjöt sem inniheldur mikið magn af sinum, vöðvafestingum og háu hlutfalli beina. Yfirleitt er um að ræða fram- part. Þetta kjöt er því úrvalskjöt en þarfnast einfaldlega lengri eldunar en hinir einfald- ari vöðvar. Oft er hægt er að gera góð kaup í þessum flokki. Best í heimi? Ef við legðum það á okkur að kynnast lamb- inu okkar aðeins betur ættum við án minnsta samviskubits að geta sagt að vel ættað íslenskt lambakjöt úr góðum flokki sem hefur fengið viðeigandi meðferð, sé best í heimi. LAMBAKJÖT Á DISKINN MINN Jón Þór Finnbogason meðhöndlar lambaskrokk úr flokki R3+. Hann hvetur fólk til að kaupa kjöt beint frá býli. Kjötið sé bæði betra og ódýrara en ella. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ½ Rifjahryggur ½ Rifjahryggur Síða (slög) Framleggur Háls Bógur Bógur Framleggur Tvírifja Síða (slög) Fillet Lund Læri Hækill Hækill Lambið er besti vinur mannsins Við Íslendingar erum stoltir af lambakjötinu okkar og segjum gjarnan að það sé best í heimi. Það er hins vegar misgott eftir því hvaðan það er, hvernig það er meðhöndlað og af hverjum. Jón Þór Finnbogason hvetur til þess að fólk verði sér úti um heilan skrokk beint frá býli og skeri hann sjálft niður. Þannig fáist betra kjöt en í stórverslunum auk þess sem kjötið er mun ódýrara. Þegar kemur að því að elda lamb, og flest annað kjöt, þarf að byrja á að gera sér grein fyrir því hvað maður er með í höndunum. Það er oft sagt í matargerð að gott hráefni sé helmingurinn af góðri máltíð. Standist þetta þarf litlar áhyggjur að hafa af uppskriftunum. Til einföldunar getum við sagt að í flestum tilvikum séum við annars vegar með kjöt sem þarfnast eldunar í lengri tíma og hins vegar meyra vöðva sem þurfa tiltölulega litla eldun. Fillet og lundir brúnum við á pönnu og bökum þar til æskilegu hitastigi er náð. Fram- partur, háls, hækill eða leggir þurfa langa eldun en þó ber að varast að kjötið þorni. Þetta gerum við með því að elda bitana í lokuðum þéttum potti inni í ofni með þunnt lag af vökva í botninum. Uppskrift: ½ frampartur, háls eða skankar Vatnsglas Nokkur hvítlauksrif Lárviðarlauf Salt og pipar Setjið allt í pott, látið suðuna koma upp og lokið. Bakið í 150° heitum ofni í 3 klst. Stundum er líka ágætt að opna pottinn eftir eldun og setja hann undir grillið í nokkrar mínútur. Þeir sem þekkja ekki kjötið sitt nógu vel geta hent með handfylli af jurtum og jafnvel breytt vatn- inu í vín. Þeir sem eru búnir að sjá í gegnum „súpukjötið“ geta auðveldlega komist yfir þessa bita ódýrt úr kjötborðinu en þá er vissara að hafa nokkrar jurtir og vín við hönd. AÐ ELDA LAMB
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.