Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 4
4 Jólablað Morgunblaðsins 2010
S
igríður Kristín, sem er ann-
ar tveggja presta Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði, segir
desembermánuð einkenn-
ast af mikilli vinnu hjá sér, sem hjá
öðrum prestum. Engu að síður gef-
ur hún sér góðan tíma með fjöl-
skyldunni, gerir eitt og annað
skemmtilegt til að lífga upp á
skammdegið og segir sam-
verustundir það sem mestu skiptir
á aðventunni.
Jól á heimili prests
Til að byrja með leikur blaða-
manni forvitni á að vita að hvaða
leyti jólin á heimili prests eru frá-
brugðin jólunum á heimili þar sem
hvorugt foreldrið hefur verið vígt
til prestsþjónustu?
„Aðventan og aðdragandi jólanna
eru mikill annatími í starfi presta,“
segir Sigríður.
„Það er auðvitað heilmikið að
gera hjá mér í desember því kirkju-
starfið er mjög svo líflegt á aðvent-
unni. Framundan er fjölbreytt
helgihald og fjölmargar heimsóknir
skólabarna í kirkjuna þar sem við
munum syngja saman og e.t.v. lesa
góða jólasögu. En fjölskyldan skilur
að á þessum árstíma er mikið að
gera hjá mér, og styður mig full-
komlega. Auk þess tekur hún þátt í
starfinu með mér. Dætur mínar
geta t.d. ekki hugsað sér að-
fangadag öðruvísi en að koma með
mér á Hrafnistu í Hafnarfirði, þar
sem ég starfa einnig sem prestur,
og sitja ásamt heimilismönnum
Hrafnistu, reynsluboltum þessa
lands, við hátíðarguðsþjónustuna.
Þannig að þó ég sé talsvert frá
heimilinu í desember þá er ekki þar
með sagt að það útiloki sam-
verustundir með fjölskyldunni um
leið,“ bætir Sigríður við.
En þrátt fyrir annríkið í vinnunni
gefast prestinum góðar stundir
heima fyrir í faðmi fjölskyldunnar,
það vantar ekki. Og Sigríður Krist-
ín nefnir eina skemmtilega jólahefð
á sínu heimili.
„Við búum alltaf til árbók fjöl-
skyldunnar í desember. Þá tökum
við fram úrklippubók og tileinkum
hverjum fjölskyldumeðlim eina
opnu. Við lítum um öxl, skrifum
þakkarorð til hvers annars og fær-
um inn í bókina. Svo mynd-
skreytum við síðurnar, límum ljós-
myndir eða annað smáræði sem
okkur finnst viðeigandi. Í ár mun-
um við líklegast setja ösku úr Eyja-
fjallajökli í bókina, hvernig sem við
komum því nú við sem og farmiða
úr Ævintýrasiglingu á Breiðafirði.“
Jólin fyrr og nú
Þó Sigríður sé enn ung að árum
man hún að sumu leyti tímana
tvenna þegar kemur að jólunum.
„Það sem helst hefur breyst er að
þegar ég var að alast upp þá var
aðventan tími undirbúnings, en í
dag tíðkast víðast hvar að njóta að-
ventunnar í ríkari mæli en áður í
skemmtun, mat og drykk. Fólk fer
á jólahlaðborð, jólatónleika og gerir
ýmislegt til að taka forskot á sæl-
una. Það er þetta sem helst hefur
breyst, að allur undirbúningur og
aðdragandi er orðinn umfangs-
meiri.“
Blaðamaður skýtur inn í hvort
það sé bara betra? „Það kostar að
sjálfsögðu meira að fara með fjöl-
skylduna á viðburði á borð við hlað-
borð og tónleika, og það er verra ef
fólk ræðst í þetta allt af því það
upplifir að svona eigi aðventan að
vera. Maður verður að fá að ráða
þessu alfarið sjálfur og njóta að-
ventunnar á eigin forsendum. Bestu
bernskuminningar mínar frá að-
draganda jóla snúast um það þegar
við gerðum eitthvað saman einsog
að föndra eða baka. Smákökur voru
jólanammi sem mátti ekki gæða sér
á fyrr en á jólum. Til þess að
tryggja það þá límdi mamma lokið
aftur með límbandi en bróðir minn
fann samt alltaf leið til komast í
smákökurnar,“ segir Sigríður
Kristín og hlær við. „Aðalatriðið er
að njóta þessa tíma með þeim hætti
sem hentar manni sjálfum, í stað
þess að láta utanaðkomandi þrýst-
ing stýra því hvað maður gerir.
Þannig er tryggt að úr verði góðar
stundir sem breytast svo í góðar
jólaminningar.“
Saman um jólin
Það er samveran sem er kjarni
þess sem er hátíðlegt við jólin, að
mati Sigríðar.
„Við erum fædd í heiminn til að
elska, þiggja elsku annara og fá að
tilheyra. Því skyldi leggja alla
áherslu á að njóta samveru um jól-
in. Sé að gáð, hverju munum við
helst eftir frá jólum fyrri ára? Það
eru samverustundirnar. Kirkjan er
lifandi samfélag þar sem við undir-
strikum mikilvægi þess að fá að til-
heyra og elska. Út á það gengur
skírnin, barnið tilheyrir Guði og
fjölskyldu sem elskar barnið og er
reiðubúin að styðja það í bernsk-
unni. Í fermingunni fagna foreldrar
með unglingnum sem horfir til
framtíðar, hann er mikilvægur hluti
af samfélaginu sem hann tilheyrir
og öll hans verk og allar hans
gjörðir hafa áhrif á heildina. Sama
máli gegnir um hjónavígsluna, þá
staðfesta hjón að þau tilheyra hvort
öðru því þau hafa fundið ástina
með hvort öðru og eru reiðubúin til
þess að ganga í gegnum lífið sam-
an. Aðventan er frábær tími til að
undirstrika þetta, við eigum hvert
annað að og eigum að vera til stað-
ar fyrir hvert annað. Myrkrið í
skammdeginu getur tekið okkur
niður og þá er svo kjörið að lýsa
upp tilveruna með því að njóta
skemmtilegra samverustunda.“
Nóg um að vera fyrir alla
Sigríður Kristín nefnir í því sam-
bandi að nóg er um að vera í helgi-
haldi Fríkirkjunnar á aðventunni,
enda annasamur tími í starfi henn-
ar sem fyrr segir.
„Fyrsta sunnudag í aðventu,
þann 28. nóvember, er sérstök
samverustund kl. 13 og viku
seinna, sunnudaginn 5. desember
verður aðventukvöldvaka kl. 20 en
þá verður séra Bernharður Guð-
mundsson ræðumaður hjá okkur.
Sunnudaginn 19. desember eru svo
Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11,
en það er einskonar sunnudaga-
skóli í jólabúningi. Þetta er lífleg
stund fyrir fjölskyldur og börn á
öllum aldri. Á aðfangadag er hinn
hefðbundni aftansöngur kl. 18, eins
og í öllum kirkjum landsins og kl.
23:30 eru jólasöngvar á jólanótt
fyrir þá sem vilja fara syngjandi
inn í jólanóttina. Á jóladag verður
fjölskyldu- og hátíðarmessa kl. 13
en þá ætlum við að bregða út af
vananum og vera fjölskyldumiðuð.
Við ætlum að syngja mikið saman
og lesa góða jólasögu. Loks er svo
hátíðlegur aftansöngur samkvæmt
venju á Gamlársdag kl. 18. “
Það er því ljóst að Fríkirkju-
prestar í Hafnarfirðinum, þau Sig-
ríður Kristín og Einar Eyjólfsson,
eiga fyrir höndum ærinn starfa.
„Þetta er nú það sem maður fær
út úr starfinu, að vera til gagns og
þjóna í gleði. Við reynum að taka
mið af tíðarandanum til að ná betur
til fólks í kirkjustarfinu, í stað þess
að vera ofurseld hefðinni. Það er
mjög mikilvægt,“ segir Sigríður
Kristín og leggur áherslu á orð sín.
„Hér fyrr á öldum gætti kirkjan
þess að halda vissri fjarlægð við al-
menning, til að undirstrika heil-
agleikann, en sé að gáð er engin
kirkja án fólksins. Allt ber þetta að
sama brunninum um kærleika,
nánd og samverustundir og þessi
tími árs er því sérstaklega hátíð-
legur og skemmtilegur í senn í
kirkjustarfinu.“
Að slaka á í desember
Á Sigríður Kristín einhver ráð að
lokum fyrir fólk sem leitar leiða til
þess að ná andanum og slaka á í
öllu jólastressinu?
„Forsenda þess alls er að gefa
sér tíma til að gleðjast og hlæja.
Ég bendi líka á að í bæninni felst
mikil slökun því hún hjálpar okkur
að hlusta á tilfinningarnar og fá
fókus á hugsanir okkar. Þá er
nauðsynlegt að fara með þakk-
arbæn, að muna eftir því að þakka
fyrir sig og það sem maður hefur.
Allt þetta róar hugann þegar hann
þarf á því að halda.“
Sigríður leggur sérstaka áherslu
á það að gleyma ekki góða skapinu.
„Það er svo mikilvægt fyrir geð-
heilsuna að hlúa að húmornum, og
hlæja nóg. Í því sambandi er ekki
síst áríðandi að hafa húmor fyrir
sjálfum sér. Hver og einn skyldi
leitast eftir þeim félagsskap, því
samfélagi, sem gerir honum kleift
að hlæja og gleðjast því í jóla-
stressinu er fyrir öllu að koma
auga á þakkarefnin og broslegu
hliðarnar á lífinu.“
jon.olason@gmail.com
Að fá að tilheyra um jólin
Séra Sigríður Kristín
Pétursdóttir mælir
með samveru um jól-
in, enda séu það góðu
stundirnar, frekar en
gjafirnar, sem skapi
góðar minningar.
Morgunblaðið/Eggert
Sr. Sigríður Kristín „Sé að gáð, hverju munum við þá helst eftir frá jólum fyrri ára? Það eru samverustundirnar.“