Morgunblaðið - 27.11.2010, Side 6
6 Jólablað Morgunblaðsins 2010
www.hjahrafnhildi.is
Sími 581 2141
Jólagjöfin
hennar
Kápur og
úlpur í úrvali
Stærðir 36-52
É
g byrjaði eiginlega að
mála því það vantaði
hreinlega eitthvað á
veggina,“ segir Sigurrós
Baldvinsdóttir frístundamálari
sem í fleiri áratugi hefur málað
sín eigin jólakort.
„Ég hef verið þetta 17-18 ára
þegar ég byrjaði að mála fyrir al-
vöru. Ég fór með frænku minni í
tíma hjá konu sem ég man ekki
lengur nafnið á, en hún kenndi
okkur að blanda liti og önnur
vinnubrögð. Hjá henni málaði ég
alls kyns myndir, jafnvel allstór
verk af Gullfossi og Þingvöllum.
Ég gaf þetta flest frá mér og veit
svosem ekki hvar þessi verk eru
niðurkomin í dag.“
Misgóður teiknari
Sigurrós segist aldrei hafa verið
sérstaklega góður teiknari, og hún
láti það vera að rissa upp undirlag
myndarinanr og leyfi frekar máln-
ingunni að ráða ferðinni. „Ég man
að ég reyndi eitt sinn að bæta hjá
mér teiknihæfileikana og skellti
mér á námskeið í myndlistarskóla.
Þar voru kenndar undirstöðurnar
í teikningu, og fenginn allsber
maður til að sitja fyrir. Ég held
hann hafi meira minnt á hárlausan
apa þegar ég hafði lokið við mitt
sköpunarverk.“
Jólakortagerðin hófst fyrir um
30 árum. „Allan þennan tíma hef
ég sent handgerð jólakort. Þetta
eru ekki beinlínis jólalegustu kort-
in því ég er ekki að teikna jóla-
sveina og þvíumlíkt. Frekar er um
að ræða mynstur og form. Kortin
breytast alltaf á milli ára. Stund-
um útbý ég jafnvel nk. klippi-
myndir og á meðan einn litur er
ráðandi eitt árið er annar litur
ríkjandi það næsta. Í ár eru kortin
til dæmis með drungalegum brún-
um tónum, þau eru ekkert rosa-
lega jólaleg að mér finnst,“ bætir
Sigurrós við og hlær. „Ég leyfi
hreinlega einhverju innra með
mér að koma fram, og á erfitt með
að lýsa því miklu betur hvernig
kortin verða til.“
Stofustáss á sumum heimilum
Sigurrós áætlar að um hver jól
handgeri hún á bilinu 20 til 30
kort. Hún ráðgerir þó að korta-
framleiðslan fari minnkandi með
árunum. „Ég hef eiginlega ekki
tíma fyrir þetta stundum. Það er
mikil vinna að gera kortin og svo
er þetta náttúrlega mun dýrara en
að kaupa einfaldlega tilbúin kort
úti í búð.“
Hún ætlar samt ekki að leggja
kortagerðina á hilluna enda veit
Sigurrós að margir kunna mjög
vel að meta þennan handgerða
gleðigjafa. „Hjón sem núna eru
látin fengu t.d. kort frá mér hver
jól og héldu alveg sérstaklega upp
á þau. Kortunum söfnuðu þau
samviskusamlega og röðuðu vand-
lega upp á heimilinu um hver jól.
Ég sendi líka syni mínum í Am-
eríku og meðeiganda hans þar
kort, og ég veit að þeir hlakka
báðir til að fá kortið.“
ai@mbl.is
Jólakort „Í ár eru kortin með drungalegum brúnum tónum, þau eru ekkert rosalega jólaleg,“ segir Sigurrós.
Morgunblaðið/Eggert
„Málningin fær
að ráða ferðinni“
Handmáluð jólakort Sigurrósar Baldvinsdóttur hafa glatt vini og ættingja í um
þrjá áratugi. Kortin eru ólík milli ára og engir englar eða jólasveinar sjáanlegir.