Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 8

Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 8
8 Jólablað Morgunblaðsins 2010 V ið opnuðum Jólagarðinn hinn 31. maí árið 1996. Þá hófst jólaundirbúningur ekki eins snemma og í dag og ef við hefðum opnað í október eða nóvember hefðum við verið sökuð um að þjófstarta jólunum og guðlast nefnt í því samhengi. Með því að opna í maí hélt fólk bara að við vær- um biluð. Okkur fannst betra að vera álitin svolítið klikkuð en guð- lastarar,“ segir Benedikt Grét- arsson sem ásamt eiginkonu sinni, Ragnheiði Hreiðarsdóttur, rekur Jólagarðinn í útjaðri Akureyrar. Þar er opið allan ársins hring þó svo að vöruúrvalið einskorðist við jóla- vörur. „Við fáum flesta gesti þegar Íslendingarnir eru í sumarfríi, í júní, júlí og ágúst, og þá bætast við er- lendir ferðamenn líka. Fyrir jólin eru það svo nærsveitamenn sem heimsækja okkur helst á virkum dögum en um helgar bætast við að- komumenn sem sækja skíðasvæðin hérna í nágrenninu. Við erum með opið til klukkan 22 á hverju kvöldi svo það er tilvalið að líta inn hjá okkur eftir heilan dag í brekk- unum,“ segir Benedikt. „Við höfum heyrt að sumum finnist enn skemmtilegra að heimsækja okkur á sumrin og svo eru aðrir sem geta ekki hugsað sér að koma nema í desember.“ Benedikt segir enga sérstaka jóladagskrá á döfinni í des- ember. „Við lítum á Jólagarðinn sem nokkurs konar vin í eyðimörk- inni þar sem hver sem er getur komið og notið alls þess sem hann hefur upp á að bjóða í það og það skiptið. Við erum ekki með viðburði sem fólk getur misst af,“ segir Benedikt. „Stekkjarstaur er svo verktaki hjá okkur síðustu þrettán dagana fyrir jól. Hann er með held- ur óreglulegan vinnutíma en er tals- vert hérna með okkur og aðstoðar við afgreiðslu og annað.“ Að sofna ofan í súpuna Jólavertíðin hjá Benedikt og Ragnheiði stendur yfir allan ársins hring, hvernig skyldi jólunum vera háttað hjá fólki sem er í jólaskapi allt árið? „Ætli jólin snúst ekki meira um kyrrð og frið hjá okkur þar sem við verðum þá búin að vinna mjög mikið mánuðina á undan og gefa af okkur 150% allan þann tíma,“ segir Benedikt. Hann bætir við að auglýsingar sem sýndar hafa verið fyrir jól þar sem verslunarfólk sést sofna ofan í súpuna á að- fangadag megi heimfæra upp á hann og hans fjölskyldu í ein- hverjum tilfellum. „En það er eins og það sé klippt á naflasteng hjá okkur á aðfangadagsmorgun. Þá er ekkert meira hægt að gera annað en að halda okkar eigin jól í kyrrð og ró.“ Benedikt viðurkennir að jólahald fjölskyldunnar hafi breyst talsvert síðan Jólagarðurinn kom til sög- unnar. „Við þurfum að klára allan okkar jólaundirbúning fyrir byrjun nóvember. Ef við viljum baka smá- kökur fyrir jólin þurfum við að gera það í lok október og geyma þær í frysti. Það gefst enginn tími fyrir slíkt þegar jólavertíðin er skollin á,“ segir hann. Körfur með 24 pökkum En skyldi innkaupum í búðinni vera ólíkt háttað á vetri og sumri? „Fyrir jólin erum við með hangilæri til sölu. Húskarlahangikjötið er sér- verkað fyrir okkur og það hangir hér uppi í búðinni svo gestir geti smakkað. Svo er alltaf stór hópur fólks sem kaupir læri hjá okkur fyr- ir fyrsta dag aðventu, hengir upp heima hjá sér og er að narta í það fram að jólum. Þeir sem eru allra veikastir í hangikjötið leggja þó inn pantanir á öðrum tímum árs líka,“ segir Benedikt. „Önnur jólavara, sem er svo bara til fyrir jólin, er að- ventukarfan okkar. Við byrjuðum með hana fyrir nokkrum árum, en hver karfa inniheldur 24 pakka sem fólk opnar hvern dag í desember fram að jólum og þetta er hugsað fyrir fullorðna fólkið.“ Benedikt nefnir að meðal jólavara sem seljist allan ársins hring séu íslensku jóla- sveinarnir sem Sunna Björk Hreið- arsdóttir teiknaði fyrir Jólagarðinn árið 1998, skemmtileg íslensk hönn- un sem er að komast á ferming- araldurinn. „Við bjóðum einnig upp á mikið af íslensku handverki, mér telst til að það séu 40 til 50 aðilar sem selja vörur sínar hjá okkur. Svo erum við með innflutning frá einum 15 þjóðlöndum svo þetta er ansi fjöl- breytt hjá okkur,“ segir Benedikt. birta@mbl.is Jólagarðurinn Jólaskraut af öllum stærðum og gerðum er í boði í Jólagarðinum og meðal annars má þar finna gullhúðaðar kartöflur. Það þarf enginn að vera svikinn af því að fá þær í skóinn. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Marga dreymir eflaust um að halda jól allan ársins hring. Þau sem komast næst því eru hjónin Benedikt Grétarsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir sem reka Jólagarðinn á Akureyri. Körfur Dagatalskörfur eiga vinsældum að fagna en þær innihalda 24 gjafir sem opna má dag hvern fram að jólum. Jól allt árið Ketkrókur? Benedikt Grétarsson kroppar í hið sívinsæla hangilæri. Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460 www.belladonna.is Flott föt fyrir flottar konur Stærðir 40-60 Vertu þú sjálf vertu BELLA DONNA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.