Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 51
Þ
að má segja að jóladagskrá
Þjóðminjasafnsins hefjist
hjá okkur fyrsta sunnudag
í aðventu þegar nýr jóla-
vefur verður opnaður á heimasíðu
Þjóðminjasafnsins,“ segir Steinunn
Guðmundardóttir, safnfræðslu-
fulltrúi Þjóðminjasafnsins.
„Þetta er gert í fyrsta sinn en síð-
an er hugsað bæði fyrir foreldra og
börn. Þarna verður jóladagatal þar
sem hægt verður að opna einn
glugga á dag frá og með 1. desem-
ber. Við verðum þar líka með upp-
lýsingar um ýmsa jólasiði bæði á
ensku og íslensku. Auk þess verður
þarna að finna ýmsar jólauppskriftir
og jólasögur svo fátt eitt sé nefnt.“
Leitin að jólakettinum
„Þann 5. desember klukkan 14
verður svo opnuð jólasýning á torg-
inu okkar þar sem verður til sýnis
ýmis konar jóladót, meðal annars
gömul jólatré frá ýmsum tímabilum.
Þá verður boðið upp á ratleik en
jólakötturinn verður þá búinn að
fela sig um allt safnið. Pollapönk-
ararnir verða svo með atriði og hita
upp fyrir sérstakan leynigest sem
mætir á svæðið,“ segir Steinunn
leyndardómsfull.
„Jólasveinarnir koma svo í heim-
sókn til okkar daglega frá og með 12.
desember alltaf klukkan 11. Opn-
unartími safnsins verður óbreyttur í
desember. Safnið er lokað á mánu-
dögum að vanda en þá mánudaga
sem áætlað er að jólasveinar komi í
heimsókn verður safnið opnað milli
klukkan 11 og 12. Þá verður opið á
aðfangadag á sama tíma svo að síð-
asti jólasveinninn, Kertasníkir, kom-
ist í heimsókn. Við verðum auk þess
með tvo fyrirlestra um íslenska jóla-
siði. Annars vegar verðum það við
safnkennararnir sem sjáum um fyr-
irlesturinn á íslensku þann 12. des-
ember. Terry Gunnel heldur svo fyr-
irlestur um íslenska jólasiði á ensku
þann 19. desember.“
birta@mbl.is
natmus.is
Daglegar heimsóknir
jólasveinanna
Vinsælir Fjöldi barna mætir ár hvert í Þjóðminjasafnið til að hitta jólasveinana þrettán.
Jólasveinarnir heimsækja Þjóðminjasafnið fyrir jólin eins og þeir hafa gert í rúm tutt-
ugu ár. Gömul jólatré verða til sýnis auk þess sem nýr jólavefur verður tekinn í gagnið.
Falleg Jólatré frá ýms-
um tímum verða til sýnis
í Þjóminjasafninu fyrir
jólin. Þau má nota sem
innblástur fyrir skreyt-
ingar á eigin heimilum.
Jólahúsið Hér gæti jólasveinn augsýnilega átt heima.
38 Jólablað Morgunblaðsins 2010