Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 79
Í
hér um bil 20 ár hefur Kristín
Jónsdóttir þýðandi vart getað
slitið sig frá Parísarborg. „Ég
var alltaf harðákveðin í að fara
til Frakklands og læra frönsku, og fór
beint út eftir stúdentspróf árið 1989,“
segir hún og reiknast til að hafa varla
yfirgefið Frakkland síðan nema á
tæplega þriggja ára tímabili sem hún
varði við háskólanám á Íslandi.
„Tungumálið, menningin og þessi
suðupottur fjölmenningar er það sem
laðar mig svo að þessari borg,“ segir
Kristín aðspurð hvað geri París svona
heillandi. „Að ganga hérna á milli
hverfa og inn í nýjan og nýjan heim í
hvert skipti, fara jafnvel í nokkrum
skrefum úr sollinum yfir í of-
ursnobbið. Lífinu hérna fylgir líka
einhvers konar frelsistilfinning og
þægindi.“
Íslensk-franskt jólahald
Kristín á franskan eiginmann,
hann Arnaud, og saman eiga þau tvö
börn. „Það er samt ekki hægt að saka
hann Arnaud um að vera það sem
heldur mér í Frakklandi. Að vera
hérna er algjörlega mitt val og skrif-
ast nær alfarið á mannlífið og menn-
inguna,“ bætir Kristín við og kímir.
Eftir öll þessi ár er Kristín búin að
læra að halda jól á hálfgerða íslensk-
franska vísu. Hún sleppir því helst
ekki að hafa nokkra íslenska lykilrétti
á borðinu en þarf um leið að mæta
frönskum matarhefðum. „Frakkarnir
eru reyndar ekki eins mikið jólasiða-
fólk og Íslendingar. Þeir eru mjög ró-
læði smákanil og kryddi með í glasið.“
Íslenska matseldin segir Kristín að
hafi lagst vel í franska matargesti:
„Frakkarnir virðast t.d. vera mjög
hrifnir af hangikjötinu, og þykir ekki
síðra ef það er eldað á alíslenska vísu
með kartöflum, uppstúf og borið fram
með grænum baunum og rauðkáli,“
lýsir hún. „Síðustu jól eldaði ég svo
lambalæri fyrir alla karlmennina í
fjölskyldunni, og þeir hafa elskað mig
síðan og tala enn um hvað maturinn
var góður í það skiptið. Reyndar var
lambið nýsjálenskt en eldunin var
eins og ég lærði af Nönnu Rögnvald-
ardóttur á Íslandi. Svona verður mað-
ur að sætta sig við það næstbesta
þegar flókið er að láta senda sér lærið
frá Íslandi.“
Pylsur sem enginn borðar?
Hefðbundnasti jólamatur Frakka
segir Kristin að sé sérstök gerð af
pylsum. „Þær kallast boudin og eru
bæði fáanlegar sem blóðpylsur og svo
hvítar, og þykja alveg dæmigerður
jólamatur. Reyndar þekki ég engan
Frakka sem borðar þetta sjálfur en
þeim finnst þeir verða að gefa útlend-
ingunum boudin um jólin.“
Foie gras, gæsalifrarkæfuna
frægu, segir Kristín ómissandi á jóla-
borðinu. „Ostrur seljast líka rosa-
mikið í kringum jólin en aftur á móti
man ég ekki eftir að hafa heyrt af
neinum sem eldar sér fisk í jólamat-
inn.“
Algengasti aðalrétturinn sýnist
Kristínu að sé kalkúnn, sem lesendur
eru kannski sammála blaðamanni um
að er ekki franskasti réttur í heimi.
„En hafa verður í huga að oft koma
mjög margir saman við jólamat-
arborðið og kalkúnninn er drjúgur.“
Kampavín er svo haft á borðum:
„Kampavínið má ekki vanta í for-
drykk og með eftirréttinum, og svo
verður að vera fínt rauðvín með
matnum.“
Drumbar og styttukökur
Að sögn Kristínar er eftirrétturinn
ekki mikið atriði í huga Fransmanna.
„Algengast er að bera fram bûche,
eða trjádrumb. Það getur þá verið
ýmist kaka eða ísterta sem rúllað er
upp og borið á krem svo að lítur út
eins og trjádrumbur beint úr arin-
stæðinu. Önnur terta, La galette des
Rois, er líka í hverju matarboði á
Kampavín og uppstúf
Íslenskar og franskar matarhefðir blandast saman á
jólunum heima hjá Kristínu Jónsdóttur í París. Hún
segir Fraka kunna vel að meta hangikjötið eldað og
framreitt á hefðbundna vísu.
Kristín Jónsdóttir í París.
legir í þessu öllu saman,“ segir Krist-
ín og lýsir því hvernig hún reynir að
blanda saman því besta af íslenskum
og frönskum jólamat. „Ég er til dæm-
is með hangikjöt í frystinum núna og
hlakka mikið til að elda það. Svo bý
ég til ís eins og mamma gerði alltaf,
og úr eggjahvítunum sem ganga af bý
ég til einhvers konar kökutoppa. Það
eru reyndar einu smákökurnar sem
ég baka, og því miður ekki lakkríst-
oppar því ekki fæst lakkrískurl úti í
búð hér í borg.“
Uppstúfurinn fer vel í Frakka
Piparkökurnar segist Kristín
kaupa í IKEA-versluninni og hún út-
býr líka jólaglögg á íslensk-
skandinavíska vísu. „En reyndar
selja öll kaffihúsin í París vin chaud,
heitt vín, yfir köldustu vetrarmán-
uðina og ég er ekki frá því að þeir
þrettándanum. Sú kaka er úr eins
konar smjördeigi með möndlum og
maríustytta er bökuð með deiginu.
Kakan er þung og matarmikil, sæt og
þykk, og sá sem hreppir sneiðina með
maríustyttunni er útnefndur kon-
ungur eða drottning matarboðsins.“
Coq au vin – Hani í víni
Í þessa uppskrift nota ég langoft-
ast kjúkling, en þó er mun betra að
nota eldri hænu, en slíkt er hægt að
sérpanta hjá slátrurum hér í Frakk-
landi.
Fyrir 6-7:
1 stór kjúklingur, a.m.k. 2 kg
4-5 msk af marc de Bourgogne (má
nota koníak, sérrí …)
3 stórar gulrætur
1 laukur
2 negulnaglar
1 vænn púrrulaukur (nota hvíta
hlutann)
4 skalottlaukar
3-4 hvítlauksrif
250 g litlir sveppir
80 g smjör
2 msk hveiti
3 dl af kjúklingasoði (annaðhvort
heimalagað eða teningar)
1 flaska af léttvíni (rautt eða hvítt)
1 msk tómatpuré
1 bouquet garni (kryddjurtavöndur:
lárviðarlauf, timían og steinselja) –
möguleiki að nota bara kryddið;
1-2 lárviðarlauf, 2 msk steinselju
og 3 msk timían
1 sítróna
Salt og pipar
Kjúklingur skorinn í 10 bita (læri
og bringur í tvennt, plús vængir, bit-
arnir saltaðir og pipraðir létt.
Gulrætur, laukar, skalottlaukar og
hvítlaukur flysjuð, púrrulaukur þveg-
inn. Gulrætur, laukur og púrrulaukur
skorin í strimla. Hvítlaukur og ska-
lottlaukur hakkaðir fínt og geymdir
hvor í sínu lagi. Sítrónan pressuð,
sveppir skornir í fernt, nema þeir séu
þeim mun minni, og lagðir í sítrónu-
bleyti og geymdir.
Hitið 60 g af smjöri í vænum þykk-
botna potti og brúnið kjúklingabitana
á öllum hliðum, leggið svo á disk til
hliðar. Brúnið létt strimlagrænmetið
ásamt skalottlauknum í pottinum,
bætið kjúklingabitunum út í og reyn-
ið að blanda og láta hitna. Hellið
áfenginu yfir og kveikið í og leyfið að
flamberast meðan þið snúið pottinum
á alla kanta. Stráið hveitinu yfir og
látið blandast vel, bætið í víni, hvít-
lauk, kryddjurtavendi og svo soðinu
sem búið er að leysa tómatpuréið upp
í, hrærið aðeins í, lokið pottinum og
látið malla í 40 mínútur. Bætið þá
sveppunum út í og látið sjóða í 30
mínútur.
Borið fram í tarínu (eða bara í pott-
inum), ásamt t.d. fersku tagliatelle,
brokkolí eða blómkáli.
Mousse au chocoloat –
súkkulaðimús
Fyrir 6:
6 egg
200 g suðusúkkulaði
Eggjahvíturnar stífþeyttar með
hnífsoddi af salti, suðusúkkulaði
brætt í vatnsbaði eða í örbylgjuofni
kælt örlítið og hrært saman við rauð-
urnar. Blandað varlega út í stífar
hvíturnar, með sleikju, í sem fæstum
hreyfingum. Látið stífna í ísskáp,
annaðhvort í stórri skál eða sex minni
skálum.
ai@mbl.is
Getty Images
búðirnar sig á hverju ári með dansandi ævintýra-
heimum.“
Messusókn er líka mjög einstaklingsbundin. „Í fjöl-
skyldu mannsins míns fer t.d. pabbinn í messu en
mamman ekki né heldur synirnir. Frökkum virðist vera
mjög umhugað um að vera annaðhvort trúaðir eða ekki,
og ekkert sem heitir henti- eða jólatrú í þeim efnum.“
Sjálf lætur Kristín messuna vera. „En ég kveiki samt
alltaf á útvarpinu þegar klukkan er sex á Íslandi, hlusta
á kirkjuklukkurnar hringja inn jólin og þuluna óska
mér gleðilegrar hátíðar. Ég missi aldrei af því.“
Jól á Champs Elysées
París er falleg jólaborg, þótt Kristín segi reyndar hinn
almenna borgara ekki mjög duglegan að skreyta hjá sér
húsið. „Borgin var að setja upp jólaljósin í götunni okk-
ar núna í vikuni, en að vísu er ekki búið að kveikja á
þeim ennþá. Almenningur finnst mér svo smám saman
vera að skreyta meira hjá sjálfum sér,“ segir hún.
Á meðan heimilin eru lítið skreytt segir Kristín versl-
anirnar hins vegar fyrir löngu búnar að læra að skreyta
í hólf og gólf í desember: „Champs Elysées er dásam-
lega falleg þegar ljósin eru komin upp, og svo eru
gluggarnir í stórmagasínunum ótrúlegir. Þar toppa
66 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Hágæða dönsk
hönnun:
• ISAKSEN-DESIGN
greenlandic spirit
• ie-glasses
hágæða tískugleraugu með styrk
• Skór frá Lise Lindvig
• Leðurvörur frá DEPECHE
www.raudaeplid.com
Skólavörðustíg 22, 101 Reykjavík, s. 517-7149 / 864-0442
Kristín segir Frakka leggja
mikla áhreslu á það, bæði um
jól sem á öðrum árstímum, að
máltíðin sé rétt saman sett og
borðað úr öllum fæðuflokkum.
„Þeir fá sér osta eftir mat til að
koma meltingunni í gang, og
ferskt grænmeti með aðalrétt-
inum. Stundum hef ég stytt
mér leið með því að sneiða ein-
faldlega niður t.d. agúrku og
reiða fram sem léttan forrétt
eða snarl. Síðan er alveg ófrá-
víkjanlegt hollustuatriði að fá
sér vín með kjötréttum.“
Frakkarnir leggja líka mikið
upp úr því að hafa þríréttað, í
það minnsta. „Það á jafnvel við
hversdags í miðri viku, að und-
antekningalaust er boðið upp á
forrétt, aðalrétt og eftirrétt.“
Létt og í
jafnvægi