Morgunblaðið - 27.11.2010, Side 80
Jólablað Morgunblaðsins 2010 67
J lagjafabréf
Gefðu góða ferð í jólagjöf
Njóttu þægindanna og fljúgðu með Flugfélagi Íslands.
Kauptu jólagjafabréf fyrir 14.900 kr.* til allra áfangastaða innanlands.
Bókanir í síma 570 3030 og allar nánari upplýsingar á flugfelag.is
*Innifalið: Flug fram og til baka og flugvallarskattar.
flugfelag.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
F
L
U
52
24
8
11
.2
01
0
Skilmálar:Jólapakkatilboð gildir til allra áfangastaða Flugfélags Íslands
innanlands.Ferðatímabil er frá 10. janúar til og með 31. maí 2011.
Bókun á jólapakkatilboðinu skal fara fram í síðasta lagi
28. febrúar 2011.
Ef jólapakkinn er ekki notaður fyrir þann tíma, þ.e. ekki
gerð bókun, þá gildir hann sem inneign og má nota sem
greiðslu upp í önnur fargjöld.
Eftir 28. febrúar er aðeins hægt að breyta upp í dýrara
fargjald og greiða mismun á fargjaldi og breytingagjald.
Við bókun þarf að gefa upp númer á gjafabréfi.
Eingöngu bókanlegt báðar leiðir.
Gjafabréfið gildir til 1. desember 2011.
Endurgreiðslur eru ekki heimilaðar.
Takmarkað sætaframboð.
Engir Vildarpunktar eru veittir
Bókanlegt í síma 570
Nafn
Áfangastaður
Jón JónssonAkureyri
Gjafabréf nr.
G
ott er að eiga nokkrar
góðar jólaplötur inni í
geymslu með skrautinu,
og svo má alltaf stilla á
útvarpið á aðventunni. Besta jóla-
lagasafnið í dag er samt blessað
netið.
Einhver albesta jólalagaveitan er
netútvarpsstöðin Accuradio.com.
Þar er sérstök deild lögð undir jóla-
lög og hægt að velja um alls kyns
„stöðvar“ með jólasmelli fyrir öll
tækifæri. Þeir sem vilja djassaðri
jól eiga sína stöð, barnajólalögin er
líka hægt að fá í bunu, jólarokkið og
auðvitað jóladanslögin.
Stöðvar sem spila
bara sama lagið
Farið er beint inn á slóðina acc-
uradio.com/holidaysradio og birtist
þá strax yfirlit yfir vinsælustu
stöðvarnar. Með því að fletta á milli
flipa ofarlega á síðunni má svo finna
stöðvar sem henta hverjum smekk.
Meira að segja eru til stöðvar helg-
aðar eingöngu mismuandi út-
færslum á vinsælustu jólalögum
allra tíma. Þeir sem fá ekki nóg af
„Have Yourself a Merry Little
Christmas“ fá kannski nóg eftir
nokkrar klukkustundir á þeirri
stöðinni og geta þá skipt yfir á Rúd-
ólfs-stöðina eða notið endalausrar
bunu af „Joy to the World“-
sálminum.
Þeir sem ekki eru ánægðir með
hátalarana á tölvunni geta prófað að
nálgast stöðina í gegnum vafrann
sem finna má í sumum betri leikja-
vélum. Gegnum t.d. góða PlaySta-
tion3 tölvu má leyfa tónlistinni að
óma úr sjónvarpshátölurunum og
þá nokkuð víst að ómar um allt
heimilið, hvað þá ef gott heimabíó-
kerfi er til staðar.
ai@mbl.is
Yndisleg jólalög
beint úr tölvunni
Hægt er að velja margar skemmtilegar jólarásir á
netinu eftir smekk og skapi
Chisom Elva Osuala,
4 ára.
Hvað langar þig í í jólagjöf?
Sundlaug.
Hver er uppáhaldsjólasveinninn
þinn?
Leppalúði.
Hvað borðarðu á jólunum?
Kjöt.
Hefurðu fengið kartöflu í skóinn?
Nei.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Líba Bragadóttir,
4 ára.
Hvað langar þig að fá í jólagjöf?
Playmo.
Hver er uppáhaldsjólasveinninn
þinn?
Skyrgámur.
Hefurðu fengið kartöflu í skólinn?
Já.
Hvað borðarðu á jólunum?
Mamma mín gerði Mjallhvítar-köku
á afmælinu mínu og ég vil líka
borða það á jólunum. Svo ætla ég
að vera í Öskubusku-jólakjólnum
mínum og jólaskónum mínum og
líka með perlufesti sem ég fékk í
afmælisgjöf.
Morgunblaðið/Árni Sæberg