Morgunblaðið - 27.11.2010, Qupperneq 97
T
ólf ungmenni sem hafa verið
hér á landi síðan í vor og
unnið fyrir samtökin
SEEDS munu dveljast hér
á landi fram yfir jól og sinna á að-
ventunni ýmsum félagslegum verk-
efnum í sjálfboðnu starfi. Þau munu
aðstoða Rauða krossinn á aðvent-
unni og gefa gangandi vegfarendum
í miðbænum heitt súkkulaði og einn-
ig aðstoða Hjálpræðisherinn, Hjálp-
arstofnun kirkjunnar, Rauða kross-
inn og Mæðrastyrksnefnd við
matarúthlutun fyrir jólin.
Jól í Bjarkarhlíð
Á þessu ári hafa samtökin tekið á
mót um átta hundruð ungmennum
sem sinnt hafa ýmsum verkefnum,
einkum á sviði umhverfisverndar;
svo sem hreinsun stranda, gróð-
ursetningu og fleira. Þeir krakkar
sem hér munu dveljast yfir hátíð-
arnar hafa verið flokksstjórar í því
starfi.
Flokksstjórarnir ungu eru frá
Þýskalandi, Ítalíu, Frakklandi,
Spáni, Ísrael, Lettlandi og Bret-
landi. Þau ætla að halda jólin í
Bjarkarhlíð við Bústaðaveg, fallegu
gömlu húsi sem var áður skóli.
Stemning og andi
Öll eiga krakkarnir það sameig-
inlegt að hafa aldrei eytt jólunum
fjarri heimahögunum og er stemn-
ingin því blandin spennu og kvíða.
Ieva frá Lettlandi er 23 ára há-
skólanemi, aðspurð segist hún munu
eyða jólunum á Íslandi til að ná sér í
reynslu. „Ég vil prófa að eyða jól-
unum í nýju umhverfi, með nýjum
siðum, fjarri skyldmennum en með
nýju fjölskyldunni, sjálfboðaliðunum
á Íslandi,“ segir hún. James er 27
ára frá Englandi: „Ég hef aldrei eytt
jólunum fjarri fjölskyldunni. Nú
langar mig að vera einn um jólin og
upplifa jólamenningu annarra landa,
stemninguna og andann. Þetta er
allt hluti af sjálfboðastarfinu, reynsl-
unni, upplifuninni,“ segir James.
Panettone –
ítölsk jólakaka
Panettone er hefð á jólum á Ítalíu.
Hún er svampkennd, full af ávöxtum
og bragðast dásamlega. Best er að fá
sér sneið af nýrri Panettone með
glasi af sætu víni, eins og Vin Santo.
Kökuna má borða eina sér eða nota
hana í fjölda eftirrétta.
1 tsk sykur
1 msk þurrger
4 msk mjólk (eða súrmjólk)
100 g smjör
50 g sykur
1 tsk vanilluextrakt
3 brúnegg
fínraspaður börkur af ½ sítrónu
fínraspaður börkur af ½ appelsínu
400 g hveiti, sigtað
1 tsk salt
100 g rúsínur (ljósar eða dökkar)
75 g saxaður sultaður börkur
1 Setjið mjólk (súrmjólk) í skál og
sáldrið sykri og geri yfir. Látið
standa í u.þ.b. 10 mín. – blandan á
að freyða.
2 Hrærið smjör og sykur þar til létt
og ljóst. Bætið eggjunum einu í
einu saman við og svo rifna berk-
inum og vanillunni.
3 Setjið hveiti og salt í stóra skál.
Blandið mjólkurblöndunni varlega
saman við og svo eggjablöndunni.
Blandið varlega þar til þið hafið
mjúkt deig.
4 Hnoðið deigið með örlitlu hveiti í 5
mín., þar til það er slétt.
5 Setjið deigið í olíuborinn plast-
poka eða leggið yfir það visku-
stykki og látið það hefast á hlýjum
stað í u.þ.b. klst, eða þar til það
hefur tvöfaldast að stærð.
6 Dreifið rúsínunum og sultaða
berkinum yfir deigið og hnoðið
þar til ávextirnir hafa blandast í
deigið.
7 Smyrjið 20 cm smelluform með
háum köntum og fóðrið formið að
innan með smurðum bökunar-
pappír, látið pappírinn ná vel upp
úr forminu því kakan lyftir sér
mikið.
8 Setjið deigið núna í smelluformið
og látið hefast á hlýjum stað þar til
það hefur tvöfaldast að stærð, eða
í u.þ.b. 45 mín.
9 Bakið við 200°C í 10 mín., lækkið
þá hitann í 180°C og bakið áfram í
30 mín. Kakan er tilbúin þegar
hún er gullinbrún og þétt við-
komu.
10 Kælið og sigtið flórsykur yfir.
Hakk Polpette
Ítalskar kjötbollur –
algjört lostæti
500 g nautahakk
40 g rifinn parmigiano
1 egg
100 g mjúkt brauð (ekki skorpa)
11⁄4 dl mjólk
steinselja
safi úr einni sítrónu
ólífuolía, salt, rauðvínsedik
Leggið brauðið í mjólkina, bætið
hakki, osti og salti saman við. Fín-
saxið steinseljuna og bætið henni og
egginu saman við kjötið. Blandið
varlega með höndunum. Bleytið
hendurnar með edikinu og mótið
bollur sem eru u.þ.b. 4 cm, þrýstið
svolítið á þær. Bollurnar má steikja
á pönnu eða í ofni. Kreistið sítr-
ónusafa yfir. Bollurnar eru borðaðar
heitar eða kaldar, með kartöflumús
og grænmeti.
Buche de Noël –
Jólalurkur
230 g dökkt súkkulaði, 70%
320 g mjúkt ósalt smjör, í
teningum
200 g sykur
12 egg
160 g hveiti
Súkkulaðikrem:
Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði,
bætið smjörinu saman við. Þeytið
eggin og hellið saman við súkku-
laðiblönduna. Takið blönduna af hit-
anum og látið hana kólna í ísskáp í 3
klst.
Genoese-svampbotn
Hitið ofninn í 180°C. Þeytið saman
eggjarauður og sykur. Bætið hveit-
inu saman við. Stífþeytið eggjahvít-
ur og blandið þeim varlega saman
við. Setjið blönduna á bökunar-
pappír í plötu eða ofnskúffu og bakið
í 10-15 mín. þar til kakan er gullin.
Takið úr ofninum og rúllið upp með
röku stykki.
Þegar kakan hefur kólnað er
henni rúllað út aftur og bleytt í botn-
inum með einhverju góðu, t.d.
rommi. Svo er 3⁄4 af súkkulaðikrem-
inu smurt á botninn og honum rúllað
upp. Smyrjið afganginum af súkku-
laðikreminu ofan á drumbinn og á
hliðarnar. Frakkar nota gaffal til að
líkja eftir trjáberki og skreyta hana
oft með ávöxtum.
sbs@mbl.is
Jólalurkur Súkkulaði er uppistaðan í uppskriftinni og bakstur ekki flókinn.
Ítalskt Kjötbollurnar má borða heitar sem kaldar og með ýmsu meðlæti.
Aðstoða á
aðventunni
Hópur krakka frá fjölmörgum löndum sinnir
verkefnum á Íslandi. Hjálparstarf með líknar-
félögum fyrir jólin. Góðum málum er lagt lið.
Hópurinn Kátir krakkar frá ýmsum Evrópulöndum sem halda jól hér á landi við aðstæður sem eru þeim framandi.
84 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Við erum með til sölu laufabrauðsbretti þar sem
laufabrauðskökurnar festast ekki við brettið!
Fer vel með bit á
skurðarverkfærum.
Þeir sem hafa verið að
nota svona bretti segja
þau algjöra snilld.
Köllunarklettsvegi 4, 104 Reykjavík, sími 587 6677.
Opnunartími frá kl. 8.00-17.00.
Ert þú að skera út
laufabrauð?
Verð:
1 stk. kr. 1.500
3 stk. kr. 4.050
5 stk. kr. 6.250