Morgunblaðið - 27.11.2010, Side 103

Morgunblaðið - 27.11.2010, Side 103
Hermenn Þjóðhetjur sveifla bandaríska fánanum í árlegri skrúð- göngu Macys verslunarkeðjunnar. H jálpræðishermenn í full- um herklæðum standa fyrir utan allar verslanir með söfnunarbauka eins og hlóðapott og hringja látlaust bjöll- um sínum. Þeir byrja strax fyrsta nóvember. „Dingalingaling, dinga- lingaling“ smýgur inn undir sam- viskuskinn. Ég er viss um að þegar aðfangadagur rennur upp nær fram- lag mitt að framfleyta heimilis- lausum fram að næstu jólum. Ekki að ég sjái eftir því. Einhvern veginn er það svo sjálfsagt að gefa. Bandaríkin eru ekki með opinbert framlag til heimilislausra nema að takmörkuðu leyti. Fólk fær ekki bæt- ur sem duga til framfærslu. Ég velti oft fyrir mér áður en ég flutti hingað hvernig færi þá fyrir þeim sem minna mega sín. Auðvitað hafa þeir það skítt, í svona fjölmennu sam- félagi eru öfgarnar enn meiri en heima á litla Íslandi. Þeir ríkari eru miklu ríkari og þeir fátæku miklu fá- tækari. Hér eru kirkjurnar, ýmis góðgerð- arsamtök og einstaklingar mjög virk í samfélagsaðstoðinni. Það þykir al- veg sjálfsagt og er næstum gerð krafa um að þeir sem hafi nóg gefi með sér. Ef fólk er ekki aflögufært þá gefur það tíma sinn. Hér hitti ég varla nokkurn mann sem ekki er í sjálfboðastarfi af einhverju tagi; með heimilislausum, í súpueldhúsum, heimilum fyrir börn, með dýrum, í náttúrunni, endalaust er hægt að telja upp af þeim lista. Meira að segja skólarnir taka virkan þátt. Krakk- arnir komu með miða úr skólanum þar sem þau voru hvött til að koma með þurrmat, dósamat eða hreinlæt- isvörur. Fyrir þessi jól var keppni á milli bekkja og við hreinsuðum allt úr búrskápnum. Það er gott að gefa! Jól án ömmu og afa Þótt við fjölskyldan séum búin að búa hér í suðurríkjum Bandaríkj- anna í á þriðja ár þá verða þessi jól þau fyrstu án þess að amma eða afi séu með. Það verður undarlegt. Á jól- unum sækir maður í gamlar hefðir. Vill vera með stórfjölskyldunni og vill að börnin manns kynnist þeirri hefð sem maður sjálfur ólst upp við. Ljósin, snjórinn, smákökubakst- urinn, hreingerningarilmur. En ann- að sem ég finn enn sterkar er hvað þessi samvera yfir jólin er ómetanleg fyrir ömmur og afa. Held að það sé það sem er erfiðast fyrir fólk sem býr erlendis. Þessi tilfinning að maður sé að snuða börnin, ömmurnar og afana um ómetanleg augnablik í minninga- bankann. Það þarf að hugsa jákvætt. Ég veit að allir drengirnir mínir (líka þessi fullorðni) verða fegnir að þurfa ekki að fara í spariföt á hverjum degi til að mæta í fjölskylduboð. En fjölskyld- unnar verður sárt saknað. Það verð- ur því alfarið á ábyrgð okkar hjóna að halda í hefðina og skapa rétta and- rúmsloftið. Yfir þakkargjörðina er vetrarfrí í skólum svo við byrjuðum á jóla- hreingerningunni. Ég eyddi góðum tíma í að þefa af hreingerningarlög- unum í búðinni. Að lokum fann ég þann eina rétta, ekki sama nafnið en sama lyktin og nú er sítrónuilmur í öllum hornum. Alveg eins og hjá mömmu. Á eftir bökuðum við nokkr- ar piparkökur til að hita okkur upp. Það vantaði alveg ömmuna á köku- keflið. Netið mun síðan alveg bjarga okkur á Þorláksmessu með beina út- sendingu frá Ríkisútvarpinu. Það há- tíðlegasta sem ég veit er lestur jóla- kveðjanna. Það mun vanta ilminn af hangikjöti að sjóða í potti en þetta kemst mjög nálægt því sem ég ólst upp við. Þetta er það sem ég vil að börnin mín upplifi þegar þau skreyta tréð á Þorláksmessu. Gamalt íslenskt jólaskraut og nýtt amerískt jóla- skraut. Rétt eins og heima á Íslandi er fólk misduglegt að skreyta hjá sér. Í hverfinu þar sem ég bý er fólk með mjög ólíkan bakgrunn, sumir skreyta ekkert, aðrir mjög mikið. Það besta við að búa hér er að ég finn engan þrýsting frá nágrönnum um að skreyta mikið og vel á réttum tíma. Hér búa Indverjar, fólk frá Asíu, Evrópu, hvítt fólk og svart fólk, gagnkynhneigðir og samkyn- hneigðir. Múslimar, hindúar, trúlaus- ir og kristnir. Samt er þetta mjög lít- ið hverfi, ekki nema hundrað hús. Í öðrum hverfum er mun meira skreytt. Hús upplýst hátt og lágt, sleði, hreindýr og jólasveinn á þaki, allur Norðurpóllinn í bakgarðinum eins og þeir segja. Þetta eru jól nú- tímans. Þó eru vissar hefðir sem standast tímans tönn. Alls staðar í heiminum heldur fólk mestri tryggð við hátíðarmatinn og er með upp- skriftir langt aftan úr ættum. Hér í Bandaríkjunum finnur maður strax eftir stutta búsetu að þakkargjörðin í lok nóvember er jafnvel enn meiri fjölskylduhátíð en jólin. Þá flýgur fólk landshornanna á milli eða keyrir tugi klukkustunda til að vera með fjölskyldunni og skiptast á gjöfum. Matseðillinn þann dag er alveg fast- mótaður. Fylltur kalkúnn, soðsósa, flauelsmjúk kartöflumús, laukbak- aðar grænar baunir, trönuberjasósa og graskersbaka í eftirrétt. Föstudagurinn svarti Venjan er að borða þakkargjörð- arkalkúninn snemma dags, um fjög- urleytið. Eftir matinn skiptist fólk svo í tvær fylkingar. Þá sem fara út í vænan göngutúr til að bæta melt- inguna og svo hina sem leggjast í sóf- ann á meltuna og horfa á íþrótta- viðburð í sjónvarpinu. Þakkargjörðin er síðasta fimmtudag í nóvember. Daginn eftir hefst formleg jóla- verslun, þá eru búðir opnaðar klukk- an fimm um morguninn ef þeim hef- Bjalla Starfsmenn Hjálpræðishersins safna fyrir heimilslausa. Skraut Við þetta ónefnda heimili í Suðurríkjum Bandaríkjanna úr og grúir af jólaskrauti. Ameríkujól án afa og ömmu Hrekkjavakan er búin. Á einni nóttu hafa skrímsla- grímur og haustlitað sælgæti horfið úr búðahillunum og í staðinn komið jólaskraut og rautt, hvítt og grænt nammi. Undirheimarnir hafa, í bili að minnsta kosti, tapað orrustunni gegn gleði og gjafmildi. Arndís Huldudóttir segir frá hátíðisdögum í Bandaríkjunum. 90 Jólablað Morgunblaðsins 2010 Bankastræti 3 | l0l Reykjavík |Sími 551 3635 Flottar sokkabuxur – einstök hönnun frá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.