Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 104

Morgunblaðið - 27.11.2010, Síða 104
ur yfir höfuð verið lokað. „Black Friday“ eða föstudagurinn svarti er nafnið sem þessi dagur gengur undir. Það er ekki lögbundinn frídagur en flestir atvinnurekendur gefa frí þennan fyrsta dag eftir þakkargjörð- ina. Árið 2007 tóku 135 milljónir manna þátt í þessari verslunarhátíð. Fyrsta árið okkar hér var asinn svo mikill að ná besta tilboðinu að af- greiðslumaður sem opnaði versl- unina tróðst undir og dó. Það var verulega svartur föstudagur! Önnur hefð sem hefur fest sig í sessi undanfarin ár er „Cyber Monday“ eða netmánudagur sem er mánudagurinn strax eftir þakk- argjörðina. Þá bjóða netverslanir af- slætti og tilboð ekki síðri en á svarta föstudeginum. Helsti kosturinn við að versla með þessum hætti er auð- vitað að maður þarf ekki að óttast að verða einhverjum að bana. Svo er auðvitað þægilegt að fá vöruna senda heim að dyrum og þurfa hvorki að standa í biðröð né þrælast í gegnum umferðina. Á síðasta ári var verslað á netinu fyrir 887 milljónir dollara þennan eina dag. Jólaskrúðganga Skrúðgöngur eru alltaf hluti af stórhátíðum hér. Verslunarmiðstöðin Macys er alltaf með stærstu og flott- ustu jólaskrúðgönguna á þakk- argjörðinni. Á hrekkjavökunni eru það skrímslaskrúðgöngur, um jólin eru það allir sem þátt vilja taka. Í litla bænum okkar, Lilburn, í út- hverfi Atlanta, er alveg ótrúlega löng jólaskrúðganga. Við fórum að sjá dýrðina í fyrra. Niður aðalstræti Lil- burn siluðust antikbílar, lögregla bæjarins, fegurðardrottning sýsl- unnar, lúðrasveitir, klappstýrur og hersveitir svo fátt eitt sé nefnt. Meira að segja Trölli sjálfur á mótorhjóli. Krakkarnir kættust þó mest yfir að sjá skólastjórann sinn með jóla- sveinahúfu, aftan á bílpalli að kasta sælgæti til barnanna. Heiðurssætið aftast í skrúðgöngunni átti svo jóla- sveinninn sjálfur. Hann var á sleða, umkringdur álfunum sínum. En þar sem enginn snjór er hér í suðrinu var sleðinn á kerru sem dregin var af dráttarvél. Hreindýrin hafa fengið frí þann daginn. Hátíðarmatseðillinn í Atlanta Hér í suðurríkjunum er maturinn meginmálið um allar hátíðir. Þekkt- astir eru þeir sennilega fyrir bar- becue-sósurnar og að djúpsteikja helst allan mat. Alvöru suð- urríkjakalkún djúpsteikir maður í hnetuolíu. Í verkið þarf sérstakan kalkúna-djúpsteikingarpott og þar sem öll hús hér eru timburhús fer verknaðurinn fram úti. Einhverjar sögur eru til af því að fólk hafi steikt á timburveröndinni sinni og allt fuðr- að upp, ennig að olían hafi hitnað of mikið og kalkúnninn sprungið. Áhættan er hluti af ánægjunni og þeir segja að eftir að hafa smakkað djúpsteiktan kalkún verði maður aldrei samur. Til að fá suðurríkjabrag á jólamat- inn er pekanhnetubakan hefðbund- inn og sívinsæll eftirréttur. Til há- tíðabrigða er sett ögn af búrbon í fyllinguna og hún borin fram með rjóma, þeyttum með örlitlu búrboni. Kalkúnafyllingin er svo bætt með ostrum og verður útkoman ljúffengt góðgæti í charleston-stíl. Suðurríkjamenn halda mikið upp á sjávarrétti. Uppáhaldsforréttirnir eru krabbaklattar og rækjur og epla- viðarreyktur silungur finnst þeim hið mesta hnossgæti. Einnig rjómalöguð krabbasúpa með sérríi og krabba- hrognum. Svínahamborgarhryggur er líka klassískur. Hér láta þeir hrygginn liggja í eplasafa yfir nótt, nudda hann svo með appelsínu. Stinga í hann negulnöglum, baka í ofni og ausa svo af og til ferskum eplasafa yfir. Meðlætið finnst mér þó mest fram- andi. Ég ólst upp við það að kart- öflumús væri hversdagsmatur og á hátíðum væru þær brúnaðar eða í uppstúf. Hér í suðrinu er flauelsmjúk kartöflumús borin fram með hátíðar- matnum. Ostamakkarónur eru annað meðlæti sem þeim finnst ómissandi með hátíðarsteikinni. Þessi jól líst mér vel á að prófa frauð úr sætum kartöflum. Egg eru þeytt saman við soðnar og maukaðar sætar kartöflur, það er sett í smurt eldfast mót og hefðbundna uppskriftin segir að þetta eigi að þekja með púðursykri og nokkrum sykurpúðum og baka í ofni. Ég ætla sko að prófa það upp á ekta suðurríkjamáta. Þakklæti Ég fór í risastóra föndurverslun um daginn, ætlaði bara að stoppa í fimm mínútur en sogaðist inn í alla jóladýrðina og gleymdi mér al- gjörlega. Þarna var allt jólaföndur og -skraut sem hægt var að ímynda sér. Jólatré í öllum stærðum og jafnvel eitt ljósum prýtt sem snerist. Eins gott að það sé ekki köttur á heimilinu vilji maður þannig tré. Þarna voru auðvitað þessar hefð- bundnu jólakúlur í öllum litum og stærðum en það sem ég féll fyrir til að hengja á tréð voru kúrekastígvél, bandaríski fáninn og kúrekahattur. Þetta eru hlutir sem eiga eftir að skapa jólastemningu í framtíðinni og vera minjagripir um búsetu okkar hér. Um miðjan nóvember sá ég glitta í ljósum prýtt og fullskreytt jólatré í húsi. „Svakalega er fólk snemma á ferðinni“ hugsaði ég með mér en fatt- aði svo að fólk er auðvitað að taka á móti fjölskyldunni núna um þakk- argjörðina. Það er svo auðvelt að hneykslast og dæma. Búseta í öðru landi með aðrar hefðir fær mann til að hugsa aðeins breiðar. Ekki eru að- stæður alls staðar eins. Þegar þakkargjörðin nálgast fer fólk að hugsa um hvað það er þakk- látt fyrir. Ég hef margt til að vera þakklát fyrir eins og t.d. þetta tæki- færi og reynslu að búa hér. Fólk er vingjarnlegt og leggur sig fram um að sýna virðingu. Ég hugsa að gagn- kvæm virðing og glaðlegt viðmót fólks hér í suðurríkjunum sé það sem ég met mest við að vera hér. Fjög- urra ára sonur minn kom heim með bréf frá leikskólastjóranum þar sem hún taldi upp hvað hún var þakklát fyrir; heilsuna, gott starfsfólk, það að fá að vera þátttakandi í lífi barnanna o.s.frv. Sonur minn kom heim með kalkúnaspjald sem hann hafði föndr- að, á því stóð: Svölnir Ás er þakk- látur fyrir Bósa ljósár! arndishuldu@gmail.com Handaband Trölli tekur í hendina á syni greinarhöfundar, Svölni Ás. Frægasti sjónvarpskokkur suð- urríkjanna er Paula Deen, hún er með margar góðar uppskriftir á netinu. Hér eru nokkrar hátíð- aruppskriftir frá henni. Sætar kartöflur, frauð 3 bollar bakaðar og maukaðar sætar kartöflur 1 bolli sykur 3 egg, hrærð ½ bolli mjólk 8 msk ósaltað smjör, brætt 1 tsk vanilludropar ½ tsk salt Ofan á: 1 bolli púðursykur 4 msk ósaltað smjör, við stofu- hita ½ bolli hveiti 1 bolli saxaðar pekanhnetur Hitið ofninn í 200 gráður. Smyrjið eldfast mót. Í stórri skál hrærið saman sæt- um kartöflum, sykri, eggjum, mjólk, smjöri, vanillu og salti. Hellið svo yfir í eldfasta mótið. Í annarri skál blandið saman púðursykri, smjöri, hveiti og pek- anhnetum og dreifið yfir sætu kartöflurnar. Bakið í 20-25 mínútur. Berið fram heitt. Kalkúnn 1½ tsk gróft salt ½ tsk og 1⁄8 tsk pipar heill kalkúnn, um 6 kíló 1 laukur, skorinn í fernt Kalkúnn og trönuberjasósa heill hvítlauk- ur, skorinn til helminga, þvert á geirana ferskar greinar af kryddjurtum, s.s. timían, steinselja og rósmarín 2 lárviðarlauf ½ bolli ósaltað smjör, brætt. 1 bolli kjúklingasoð 2 tsk saxað ferskt timían ¼ bolli maísmjöl Hitið ofninn í 165 gráður. Sáldr- ið ½ tsk af grófa saltinu og ¼ tsk af svörtum pipar inn í kalkúninn. Setjið lauk, hvítlauk og greinar af kryddjurtum einnig inn í hann. Setjið kalkúninn á grind í ofn- skúffu, bringuna upp. Smyrjið bringuna með helmingnum af brædda smjörinu og sáldrið ¼ tsk af svörtum pipar og rest af salti yf- ir. Leggið álpappír yfir kalkúninn og steikið í ofninum í 2½ klst. Fjar- lægið álpappír, penslið með rest af brædda smjörinu. Hækkið hitann upp í 220 gráður. Steikið þar til þykkasti hluti lærisins mælist 83 gráður, um 45 mínútur. Ef kalkún- ninn virðist vera að brúnast of hratt breiðið þá álpappír yfir aftur síðustu 15 mínúturnar. Látið standa 15 mínútur á borði áður en hann er borinn fram. Veiðið fitu ofan af soði. Setjið ofnskúffuna á eldavélina við með- alhita. Bætið við kjúklingasoði, söxuðu timían, rest af pipar, hrær- ið upp af botninum í skúffunni. Látið krauma í þrjár mínútur. Hrærið saman maísmjöli og 1⁄3 bolla af vatni. Sigtið soð úr skúffu í pott og við vægan hita hrærið smám saman maísmjöl blöndunni út í. Látið krauma og hrærið stöð- ugt þar til sósan þykknar, um tvær mínútur. Trönuberjasósa 1 bolli sykur 1 bolli vatn 500 g fersk trönuber 1 bolli söxuð epli 1 bolli saxaðar valhnetur ½ bolli rúsínur ¼ bolli Grand Marnier safi úr hálfri appelsínu safi úr hálfri sítrónu 1 tsk kanill 1 tsk múskat (nutmeg) Sjóðið vatn og sykur saman í potti. Bætið trönuberjum út í, látið suðuna koma upp. Lækkið undir og látið krauma. Bætið út í eplum, valhnetum, rúsínum, Grand mar- nier, appelsínu- og sítrónusafa, kanil og múskati. Sjóðið í 10-15 mínútur. Takið af hellu og látið kólna. Berið fram með kalkún eða hvaða hátíðarmat sem er. Jólablað Morgunblaðsins 2010 91 Glæsilegt úrval af jólafatnaði Opið mán.-fim. kl. 12-18, fös. kl. 12-16 Sími 694 7911 Eikjuvogur 29, 104 Rvk. „Slétt og brugðið“ ARMBÖND EYRNALOKKARHRINGAR fridaskart.is íslensk hönnun og handverk STRANDGATA 43 | HAFNARFIRÐI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.