Morgunblaðið - 27.11.2010, Side 111
Jólafrímerkin eru mjög falleg þetta
árið. Þau eru eftir Sveinbjörgu
Hallgrímsdóttur, myndlistarmann
á Akureyri. Meginmyndefnið er
hringurinn í litum vetrarins og með
honum er vísað til lögunar jarðar-
innar sem verður svo á frímerkj-
unum, einnig tákn aðventunnar og
tákn árstíðanna og óendanleikans,
en það er hugmyndin á bak við
hönnun Sveinbjargar.
Jólafrímerkin 2010 eru tvenns
konar frímerki, á öðru frímerkinu
er krans alsettur snjókornum en á
hinu hringurinn, ígildi hnattarins,
alsettur snjókristöllum. Samofnir
þessu þema á báðum frímerkjunum
eru líka fuglar íslenska vetrarins,
snjótittlingarnir. Það var Hlynur
Ólafsson, grafískur hönnuður, sem
færði verk Sveinbjargar Hallgríms-
dóttur í frímerkjabúning. Þess má
svo geta að í tengslum við jólafrí-
merkin gefur Pósturinn líka út
Jólaprýðina, í fimmta sinn nú í ár.
Jólaprýðin er fjórar mismunandi
tegundir af jólaóróum, í gylltu eða
silfri, sem hægt er að hengja upp
sem jólaskraut eða lauma með í
jólapakkann. Sveinbjörg hannaði
sömuleiðis Jólaprýðina í ár. Listamaður Sveinbjörg Hallgrímsdóttir hannar jólafrímerkin í ár.
Jólafrí-
merkin
2010
98 Jólablað Morgunblaðsins 2010
15% Jólaafslætti
A
ðventan er annatími hjá flestum, óháð
því hvert starf hvers og eins kann að
vera. En starfsfólk Póstsins er í hópi
þeirra sem þurfa að bretta upp erm-
arnar hvað hressilegast því óvíða er jólamán-
uðurinn jafn annasamur og hjá þeim. Blaða-
maður spjallaði við Ágústu Hrund um jólin hjá
Póstinum og forvitnaðist til að byrja með um
muninn á desember og öðrum mánuðum ársins.
„Desember er stærsti mánuðurinn á árinu
hjá okkur og í heildina eykst magnið um 60%
miðað við aðra mánuði ársins,“ segir Ágústa.
„Á þessum tíma myndast mikil stemning í
Póstmiðstöðinni, sem er hjarta starfseminnar,
en þar fara allar sendingar í gegn. Þá er bætt
við aukastarfsfólki til að við getum komið öllu til
skila á réttum tíma fyrir jólin. Þá taka líka allir
þátt í jólunum, til að mynda mæta fram-
kvæmdastjórar, forstjóri og skrifstofufólkið úr
sínum hefðbundnu störfum og hjálpa til við að
flokka jólakortin og pakkana. Mikil samheldni
er í starfsfólkinu og mjög skemmtilegt í
vinnunni á þessum tíma ársins.“
Jólakortin boða hátíð í bæ
Jólakortahefðin hefur gegnum tíðina verið
ómissandi hluti af jólunum. Einhver gæti álykt-
að sem svo að þessi skemmtilegi siður stæði
höllum fæti nú á dögum tölvupósts og annarra
rafrænna samskipta, en Ágústa er ekki á því.
„Bréfamagnið í desember er um 40% meira
en aðra mánuði á árinu. Við höfum ekki ná-
kvæma tölu yfir magn jólakorta, þar sem þetta
blandast við önnur bréf í umferð, en undanfarin
ár hefur ekki verið veruleg breyting á magni
jólakorta í umferð sem við tökum sérstaklega
eftir. Að sjálfsögðu eru ýmsar aðrar leiðir til að
óska vinum og ættingjum gleðilegra jóla, eins
og með tölvupósti, jafnvel SMS og svo auðvitað
með síðum eins og Facebook en auðvitað jafnast
ekkert á við það að senda hlýlega kveðju í jóla-
korti til vina og ættingja, tala nú ekki um þegar
það fylgja myndir með af börnunum, barna-
börnum og svo framvegis.“
Persónuleg jólakort – og frímerki!
Sem fyrr segir er desembermánuður annríkis
og oft ekki laust við að jólastressið geri vart við
sig. Ágústa bendir á að Pósturinn reyni að koma
til móts við viðskiptavini sína og leggi sitt af
mörkum til að reyna að spara þeim tíma og
spor.
„Við hjá Póstinum viljum endilega auðvelda
landsmönnum jólaundirbúninginn,“ segir
Ágústa.
„Á vefnum okkar, www.postur.is, er hægt að
hanna sín eigin persónulegu jólakort. Við sjáum
svo um allan pakkann þaðan í frá, það er prent-
un og dreifingu. Það eru tvær leiðir sem standa
viðskiptavinum okkar til boða við hönnun jóla-
kortanna svo við séum nú að þjónusta sem
breiðastan hóp.“
En með persónulegum jólakortum er ekki öll
sagan sögð.
„Hjá okkur getur hver og einn líka hannað
sín eigin frímerki. Það er ofsalega skemmtileg
viðbót við jólakortið að það sé til dæmis mynd af
barnabörnunum á frímerki á umslaginu með
jólakortinu til ömmu og afa fyrir jólin. Og ekki
nóg með þetta heldur auðveldum við líka
utanumhaldið á jólakortalistanum; hver kann-
ast ekki við að vera með lista í excel-skjali og
svo þarf að byrja fyrir hver jól að leita að heim-
ilisföngum, póstnúmerum o.s.frv. til að uppfæra
listann. Í þessu sambandi erum við með þjón-
ustu sem við köllum Heimilisfangalistinn minn,
en þar geturðu búið þér til jólakortalistann, og
reyndar eins marga lista og hver og einn vill, og
þetta er tengt okkar gagnagrunnum og þá eru
öll heimilisföng alltaf rétt og uppfærð. Og best
er að þetta er frítt og einstaklega þægilegt.“
Sérkennilegar sendingar um jólin
Jólakortin eru þó bara önnur hliðin á póst-
sendingum um jólin. Jólapakkar og pinklar eru
hin, og þótt Pósturinn vilji spara viðskiptavinum
sínum sporin er ekki þar með sagt að innihaldið
fylgi alltaf viðmiðum. Ágústa er beðin að nefna
dæmi þar sem eitthvað furðulegt fór í pakkann.
„Það er alltaf eitthvað um að fólk sendi mat-
væli sín á milli í kringum jólin og eitt sérstakt
dæmi get ég nefnt í því sambandi. Eitt árið
hafði viðskiptavinur ákveðið að senda ein-
hverjum frysta skötu. Það hefur væntanlega
gleymst hjá móttakandanum að sækja send-
inguna á pósthúsið og það er vel hægt að
ímynda sér lyktina sem myndaðist á því póst-
húsi þegar skatan tók að þiðna uppi í hillu. Það
hefur væntanlega ekki verið uppáhaldssending
starfsfólksins á pósthúsinu þau jólin,“ segir
Ágústa.
„En Pósturinn er ekkert í því að flytja fersk
matvæli þótt það leynist oft eitthvað í pökk-
unum; við vitum ekki alltaf hvað er í sending-
unum.“ Ágústa nefnir ennfremur annað
skemmtilegt dæmi um jólasendingar.
„Svo er auðvitað alltaf skemmtilegt á þessum
árstíma þegar okkur fara að berast bréf stíluð á
jólasveininn, og þá töluvert af bréfum sem koma
frá útlöndum. Þessi bréf áframsendum við til
jólasveinsins svo óskalistar barna komist nú
örugglega í réttar hendur,“ bætir Ágústa við.
Að sögn hennar er ekki um annað að ræða en að
koma öllu á leiðarenda enda stendur jólakorta-
hefðin á gömlum merg hérlendis. „Fyrstu jóla-
kortin komu á markað á Íslandi í kringum árið
1890 og Pósturinn hefur borið þau út síðan póst-
samgöngur byrjuðu á Íslandi.“
jon.olason@gmail.com
Pósturinn um jólin
Morgunblaðið/Kristinn
Hjá Póstinum „Mikil samheldni er í starfsfólkinu og mjög skemmtilegt í vinnunni á þessum tíma
ársins,“ segir Ágústa Hrund Steinarsdóttir um háannatímann sem á næsta leyti.
Desember er mánuður böggla-
pósts og jólakorta. Ágústa Hrund
Steinarsdóttir, forstöðumaður
markaðsdeildar hjá Póstinum,
fer ekki varhluta af annríkinu
sem því fylgir frekar en aðrir sem
þar starfa. En margar hendur
vinna „létt“ verk.