Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 112

Morgunblaðið - 27.11.2010, Blaðsíða 112
Jólablað Morgunblaðsins 2010 99 Ferðaþjónustu bænda - Bændaferða Tilvalin jólagjöf! Gildir í utanlandsferðir og á ferðaþjónustubæjum innanlands (gisting, matur, afþreying). Selt á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda Gjafabréf Sp ör eh f. - R ag nh ei ðu r I. Á gú st sd ót ti r    Leyfishafi Ferðamálastofu Síðumúla 2, 108 Reykjavík · s. 5702700 www.baendaferdir.is · www.sveit.is Allt sem þig vantar fyrir glæsilegt jólahlaðborð - að dönskum hætti! Svínapörusteik Svínasrúllupylsa Svínasulta Partýskinka Roast beef Dönsk lifrarkæfa Villipaté Brædd svínafita Graflax Reyktur lax Síld í úrvali ...og margt fleira Kjöthallar hamborgarhryggur Okkar gómsæta sænska jólaskinka Gæða nautasteikur Jólalambið Villigæsir Upplýsingar og pantanir: Kjöthöllin Skipholti 70 sími 553 1270 Kjöthöllin Háaleitisbraut 58-60 sími 553 8844 kjothollin@kjothollin.is og www.kjothollin.is Allt í jólamatinn Jólasteikina færðu hjá okkur Jólagjafakörfur í úrvali Pantið jólamatinn tímanlega! V ið nýtum landsins gögn og gæði og efnivið sem er um- hverfisvænn,“ segir Erla BjörgArnardóttir á Flúð- um. Þau Vilberg Tryggvason eigin- maður hennar settu fyrir nokkrum árum á laggirnar fyrirtækið Grænna land þar sem þau vinna meðal annars aðventukransa, grenilengjur og fleira. Á íslenskum heimilum þykir heimilisprýði að fallegum krönsum sem ofnir eru úr greni utan um hálm. Og það eru hálmhringirnir sem þau Erna og Vilberg vinna og senda þús- undir slíkra á markað nú fyrir jólin. Nýti það sem náttúran gefur „Þetta er skemmtileg framleiðsla. Í kransana fáum við hálm sem til fellur hjá kornbændum hér í nágrenni Flúða. Við drögum þetta að og fyrstu kransana óf ég saman líklega í mars sl. vetur. Innfluttir kransar eru margir með nælonstreng en okkar með bómullargarni enda nýti ég eftir megni það sem náttúran gefur,“ segir Erla Björg sem er garðyrkjufræð- ingur að mennt og er fædd og uppalin á Flúðum. Nýlega fengu þau Erla Björg og Vilberg til framleiðslu sinnar vélar sem nýta má til að vefja hálmhringi og til að leggja á þá grenið sem er innflutt. Íslenska grenið er gisið „Það væri vissulega gaman að nýta íslenskt greni í ríkari mæli, en gallinn er sá að það er of gisið til að slíkt sé mögulegt. Hins vegar höfum við not- að t.d. íslenskt blágreni og furu á grenilengjurnar sem margir eru með og setja til dæmis á svalahandrið. Þann trjágróður höfum við fengið úr skóglendi hér við Flúðir. Einnig birkigreinar og hrísvendi sem við málum og margir kaupa síðan í blómabúðum og skreyta,“ segir Erla Björg sem nýverið fór í malarnámur í nágrenni við sig og nálgaðist þar mik- ið magn af grámosa sem er vinsæll í jólaföndrið. Einnig köngla af greni- trjám eins og margir nota í jóla- skrautið. Þá er söfnun á íslenskri hvönn sem notuð er til lyfjagerðar á vegum Saga Medica vaxandi þáttur í starfi þeirra Erlu og Vilbergs yfir sumartímann jafnframt því sem þau reka garðaþjónustu „Það er alls ekki sama hvernig að- ventukrans er settur saman. Hand- tökin þurfa að vera örugg og þétt skal ofið. Mér reiknast svo til að við höfum þetta árið sett saman einhverja 2.000 þúsund kransa úr hálmi og þá kemur sér vel að vera með vafningsvélina sem við fengum snemma á þessu ári. Þó vélar létti okkur störfin fylgir þessu óneitanlega talsverð stemning og gleði. Úti í Þýskalandi þar sem að- ventusiðir eru mjög sterkir er meira að segja hefðin sú að karlarnir komi saman á góðri stundu og fái sér of- urlítið í tána eins og sagt er og setji saman og skreyti grenilengjur. Hér er að vísu annar hátturinn hafður á – en skemmtilegt er þetta alltaf,“ segir Erla Björg sem kveðst hafa orðið vör við vitundarvakningu og raunar stór- aukinn áhuga á því að nýta það sem landið gefur til föndurgerðar nú í kjölfar efnahagshrunsins. Í margra huga komi raunar ekki annað til greina eins og sést hafi á námskeið- um í kransagerð sem Erla Björg hélt á dögunum. Gróður jarðar „Það má svo margt skemmtilegt skapa úr gróðri jarðar. Við höfum notað margt af því sem landið gefur til skreytinga, til dæmis málað njóla og vallhumal sem var fallegur kominn með réttan svip. En líklega er mesta listin að búa til fallega aðventukransa – sem eru vel við hæfi nú þegar hátíð- in nálgast,“ segir Erla að síðustu. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Afurðir Erla og Vilberg með framleiðslu sína, grenikransa og málaðar birkigreinar sem eru vinsælar í jólaskrautið. Ofnir kransar úr landsins gæðum Hálmur af kornökrum bænda er efniviður í aðventukrönsum. Grenið kemur erlend- is frá. Margt fallegt má skapa úr flóru landsins, svo sem úr njólum og vallhumli. Handverk Erla vefur hálmkrans. List Greinarnar eru spreyjaðar og verða þá eins og snævi þaktar jólagreinar. - nýr auglýsingamiðill  569-1100finnur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.