Ný saga - 01.01.1990, Síða 10

Ný saga - 01.01.1990, Síða 10
EGILL ÓLAFSSON harðlega og reyndu mikið að uppræta flakk en án verulegs árangurs. ORÐBRAGÐ OG ÓLÆTIVIÐ PRESTA Fólk átti ekki aðeins að bera virðingu fyrir konungi og yfir- völdum heldur einnig fyrir guði og trúnni. Sú virðing átti jafnframt að ná til presta og annarra þjóna kirkjunnar. Ekki er víst að svo hafi alltaf verið. Prestar stunduðu búskap með prestsstarfinu og höföu margir ekki ólíka stöðu og venjulegir bændur. Sumir voru auk þess illa menntaðir, drykkfelldir og kvensamir. Það kann því vel að vera að oft hafi verið erfitt fyrir almúgann að bera mikla virðingu fyrir prestum. Ólæti fólks við kirkjur beindust stundum fyrst og fremst að prestunum sjálfum. Framkoma Guðmundar Vil- hjálmssonar úr Hrútafirði við séra Þorberg Illugason sýnir þetta. Við messu að Prest- bakka á þriðja degi páska árið 1698 missti Guðmundur stjórn á skapi sínu, gerði óskikkan- legan hávaða í kirkjunni, hrækti til prestsins, sagði svei og elti hann út og inn. Séra Þorbergur var ráðalaus gagn- vart þessari framkomu því Guðmundur vildi í engu sinna áminningum hans. Málið fór fyrir alþingi og þar var Guð- mundur dæmdur til að greiða prestinum tvöfalt fullrétti. Hann var þá reyndar strok- inn.22 Hegðun Guðmundar var að sjálfsögðu óþolandi þar sem hann truflaði prest við störf sín, en auk þess bar hún vott um virðingarleysi við prelátann. Þorvaldur Þorsteinsson gerði sig sekan um svipað virðingarleysi við séra Björn Þórðarson prest að Melum í Borgarfirði árið 1717. Þeir sættust og Þorvaldur bað séra Björn auðmjúklega í guðs nafni fyrirgefningar á þeim ó- sæmilegu og óviðurkvæmi- legu orðum sem hann hefði til hans talað og velnefnd- um kennimanni sr. Birni hefði mátt til hneykslis eður óvirðingar nokkrar horfa, játandi sig þau í óvitsku og bræði talað hafa, en af aungvu viti til- hæfi né rökum gefandi honum þann vitnisburð...23 Kirkjan lagði mikla áherslu á að deiluaðilar sættust heilum sáttum og að sá sem gerði eitthvað á hlut náungans bæði hann fyrirgefningar. Mikilvægt var talið að menn upprættu illsku og hatur úr hjörtum sín- um. Ef menn gerðu það þótti ekki ástæða til að refsa þeim. Kirkjan virðist hafa lagt meiri áherslu á þetta en veraldleg yfirvöld. Sigurður Magnússon kom fyrir héraðsdóm á Kjalar- nesi 1701, en þar sem „orð- bragð“ Sigurðar var mælt séra Ólafi Péturssyni prófasti í Garði og öðrum kennimönn- um „til óvirðingar" var máli hans vísað til prestastefnu. Prestar töldu nauðsynlegt að hegna Sigurði, en þar eð hann hefði tekið orð sín aftur og beðist fyrirgefningar þótti þeim óþarft að taka hart á honum.24 í þessum tveimur dæmum var orðið „óvirðing" notað til að lýsa vandlætingu á orðum þeirra Þorvaldar og Sigurðar. Kirkjan ætlaðist því til að fólk bæri virðingu fyrir prestum og sýndi það í verki. Prestar notuðu stundum konungsbréf frá 1650 eins og svipu á menn sem ekki virtu áminningar þeirra. í bréfinu er kveðið á um refsingar vegna óhlýðni við kirkjuna.25 Á prestastefnu á Þingvöllum 13. júlí 1709 var tekið fyrir mál Sigurðar Gottskálkssonar „vandræðamanns" úr Vest- mannaeyjum. Hann hafði á- varpað sóknarprest sinn séra Gissur Pétursson „ósæmileg- um orðum.“ Prestastefnan á- kvað að Sigurði heyrði opin- ber aflausn „bæði fyrir sín ill- yrði við prestinn sr. Gissur svo og fyrir guðs orðs forögtun og aðra þrjósku í mót prestanna áminningum." Jafnframt sagði að prestar skyldu „með allri kostgæfni og alvöru leita allra bragða við Sigurð að hann gefi sig ljúflega og með sann- arlegri iðran undir kirkjunnar disiplin.“ Ef hann vildi ekki hlýða þessu var honum hótað hýðingu samkvæmt konungs- bréfinu frá 1650.26 Þessi dómur sýnir að kirkjan sýndi í reynd allmikið umburðalyndi og að hún reyndi að fá fólk til að snúa frá villu síns vegar með góðu áður en farið var að beita hörðum refsingum. Vara- samt er að taka harðorðar til- skipanir og ályktanir of bók- staflega. í sömu átt bendir bréf Þórð- ar Þorlákssonar biskups til séra Þorleifs Jónssonar frá 15. febrúar 1681. Biskup skrifaði út af dreng sem hafði talað illa um séra Jón Diðriksson prest úr Rangárvallasýslu. Biskup kvað nauðsynlegt að athuga hvort einhver fótur væri fyrir þessum illmælum því, annars væri hætta á að „þessi stórorðamaður“ héldi uppteknum hætti og að aðrir tækju upp á því sama. Bréf Þórðar sýnir jafnframt afstöðu hans til brota af þessu tagi. Hann segir: „Við stórum vand- ræða málum er gott að sporna það frekast er mögulegt, so framt sem guð ei styggist, samviskan veikist eður náung- inn hneykslist."27 Þó að umburðalyndi kirkj- unnar væri verulegt átti það sér þó sín takmörk. Megin- reglan virðist hafa verið að ef orð eða afbrot voru ekki því alvarlegri var málið látið kyrrt liggja. Það var þó ekki gert í máli séra Jóns Diðrikssonar því Þórður biskup skrifaði annað bréf 16. apríl 1681 og var þá miklu harðorðari í garð drengsins og bað Gísla nokkurn Magnússon að sjá til þess að honum yrði refsað.28 í sumum tilfellum urðu deil- ur presta við sóknarbörn Sumir voru auk þess illa menntaöir, drykk- felldir og kvensamir. Hegöun Guömundar var aö sjálfsögöu ó- þolandi þar sem hann truflaöi þrest viö störf sín, en auk þess bar hún vott um viröingar- leysi viö þrelátann. 8
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.