Ný saga - 01.01.1990, Side 28

Ný saga - 01.01.1990, Side 28
GUÐMUNDUR J. GUÐMUNDSSON um sem eru með baglinum og myndunum í henni. Hann vísar því alfarið á bug að bag- allinn geti verið íslenskur og segir að ekkert í íslenskri myndlist bendi til þess að ís- lendingar hafi haft á að skipa listamönnum sem voru færir um að skera út listaverk á borð við Digbybagalinn. Til að gera svona glæsilegt Iista- verk hefði þurft að vera við lýði gömul verkstæðishefð því slíkur útskurður krefjist mikill- ar tæknilegrar kunnáttu. Slíku hafi ekki verið til að dreifa á íslandi.10 Þessi kenning Bergs er að sjálfsögðu út í hött. Það er kunnara en frá þurfi segja að íslendingar höfðu snemma á að skipa hinum ágætustu lista- mönnum sem unnu m.a. í bein og má þar nefna sem dæmi hina frábæru listakonu Margréti hina högu sem lík- lega hefur skorið út bagalinn sem fannst í grafþró Páls bisk- ups Jónssonar og bagal Jóns biskup smyrils sem fannst í gröf hans í Grænlandi. Einnig er vitað að Margrét skar út bagal sem Páll biskup gaf Þóri erkibiskupi í Niðarósi og þótti hin mesta gersemi." Frá síðari tímum má svo nefna íslensku drykkjarhornin sem eru unnin úr beini og þykja mikil lista- verk. Hvað tækni og verk- mennt áhrærir er ekkert sem útilokar að bagallinn sé ís- lenskur. Til að kenning Bergs stand- ist verður að gera ráð fyrir að skurðlistarhefð íslendinga hafi rofnað á síðari hluta 13. aldar og ekki komið upp aftur fyrr en á síðari hluta 15. aldar. Einnig verður mjög erfitt að skýra líkindin sem eru með útskurðinum á baglinum og handritalýsingunum nema náttúrlega ef menn gera ráð fyrir því að íslensku handritin séu endurskin af nú glötuðum norskum fyrirmyndum. GETGÁTUR OG VANGAVELTU R En þetta segir okkur Iítið um hvaðan bagallinn er. Liklegt er þó að hann sé annað hvort úr eigu Hólakirkju eða Skál- holtskirkju. Bagallinn er það mikið listaverk að hann hefur tæplega verið í eigu einhvers af klaustrunum.12 Vitað er að Hólakirkja átti nokkra bagla. Á síðari hluta 14. aldar átti hún þrjá tannbagla og einn úr kopar'3 en þegar Jón Arason tekur við stólnum árið 1525 eru taldir upp tveir tannbaglar og einn úr kopar en síðan er getið um eina bagalstöng með tönn silfurbúna.14 Eftir sið- breytingu er getið um einn tannbagal í eigu kirkjunnar og annan úr kopar15 og árið 1569 er aðeins talað um einn bagal írskan.16 Allar heimildir um bagla Skálholtskirkju eru týnd- ar, hafa líklega glatast í hinum miklu brunum sem grisjuðu skjalasafn staðarins. Ekki er heldur mikla hjálp að fá frá Englandi. í bréfi til mín frá hr. Wingfield Digby segir hann að samkvæmt sögnum sem varðveist hafa mann fram af manni í Digby- fjölskyldunni komist bagallinn í eigu fjölskyldunnar á 17. öld á írlandi en hvernig hann barst þangað eða hvenær er ekki vitað.17 í sannleika sagt er ég dálitið vantrúaður á þessa sögn en nánar um það síðar. Það er kunnara en frá þurfi að segja að oft á tíðum er írlandi og íslandi ruglað saman. Illa skrifað r eða c getur hjálpað mörgum errori- bus á gang. Ef við göngum út frá því að sagnir þær sem varðveist hafa í Digbyfjölskyldunni séu rétt- ar, hefur bagallinn að öllum líkindum borist til írlands skömmu eftir siðbreytingu. Sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að einhverjir þeirra norðanmanna sem drápu Kristján skrifara og félaga hans og flúðu síðan til Eng- Þessi kenning Bergs er aö sjálfsögöu út í hött. Hvaö tækni og verk- mennt áhrærir er ekk- ert sem útilokar aö bagallinn sé íslenskur. lands hafi tekið bagalinn með sér og hann síðan borist til ír- lands. Einnig gætu enskir c kaup- og fiskimenn sem stunduðu íslandsmið á þess- um árum hafa komist yfir hann og haft með sér úr landi en síðustu bækisstöðvum þeirra í Vestmannaeyjum var eytt árið 1558. Um þetta leyti var Hinrik VIII. að styrkja stöðu sína á Eyjunni grænu og vel má vera að þeim sem misstu aðstöðu sína á íslandi, meðal annars vegna samninga Dana og Englendinga, hafi verið bættur skaðinn með að- stöðu á Irlandi og þannig hafi bagallinn lent þar. Um miðja 17. öld stunduðu nokkrir íslendingar verslun á Englandi þar á meðal tveir frá bænum Yarmouth.1" Þeir hétu Bjarni Hallgrímsson og kallaði sig Harrison og Sigurður Ingi- mundarson sem Englendingar kölluðu Simond Ingrum.19 Brynjólfur biskup Sveinsson átti samskipti við þessa menn og sendi Halldór son sinn til Bjarna svo hann mætti for- framast. Halldór lést í Yar- mouht árið 1666.20 Ekki verð- ur betur séð en þeir hafi stundað viðskipti og verslun hér á landi þrátt fyrir einokun- ina. Ekki er óhugsandi að bagallinn hafi komið til Eng- lands með einhverjum þessara manna. Mér finnst þó sennilegast að bagallinn hafi borist til Eng- lands eða írlands með ensk- um ferðamönnum sem hingað lögðu leið sína á síðari hluta 18. aldar eða fyrri hluta þeirr- ar 19. Vitað er að sumum þeirra voru gefnir eða þá að þeir keyptu ýmsa listmuni hér á landi, útskurð sem og hand- rit enda þó nokkuð af slíku til meðal annars í Victoríu og Al- bertssafninu í London. En þrátt fyrir vandlega leit í flest- um þeim bókum sem ensku- mælandi ferðamenn á íslandi rituðu um ævintýri sín finnst enginn Digby í þeim hópi og verður ekki séð að nokkur 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.