Ný saga - 01.01.1990, Síða 34

Ný saga - 01.01.1990, Síða 34
Forsvarsmenn dag- blaöanna geta ekki firrt sig ábyrgö á þvi metnaöarleysi sem einkennir flest skrif biaöanna um bækur. des. 1988. 134) „Skemmst er frá því að segja, að hvert nýtt bindi verksins virðist læsilegra og aðgengi- legra hinu fyrra.“ (Verstfirska Fréttablciðið 15.12.1988 sbr. Miðlun des. 1988, 278) „Textinn er lipurlega saminn og sýnist mér höfundur hafa gert sér far um að draga fram hinar mannlegu liliðar sög- unnar ekki síður en hinar fræðilegu. Þetta er því vel læsileg bók til viðbótar við hitt hversu fróðleg hún er.“ (Mbl. 16.12.1988 sbr. Miðlun des. 1988, 124) „Ritið er lipurlega skrifað og því aðlaðandi aflestrar. Það er látlaust og laust við alla upp- skrúfaða tilgerð eða „lærðra manna“ tilburði." (Mbl. 1.6. 1989 sbr. Miðlun júní 1989, 2) Sagnfræðingar eru ennfremur „skýrir“, „skilmerkilegir" og „greinagóðir". „Er efnið í öllum þessum köfl- um bæði skilmerkilega skráð og því skilvíslega til haga haldið, svo að frásögnin verð- ur hér öll að teljast hin grein- arbesta." (Tíminn 3-2.1989 sbr. Miðlun feb. 1989, 6) „Þór Whitehead rekur nú þessa sögu skilmerkilega og koma margir við sögu.“ (Mbl. 23.12. 1988 sbr. Miðlun des. 1988, 233) „Frásögn hans er einkar skýr og skilmerkileg og rituð á hreinu, látlausu og lýtalausu máli.“ (Mbl. 10.6.1989 sbr. Miðlun júní 1989, 14) í fyrrnefndu Reykjavíkur- bréfi er fjallað um öll þau býsn af meistaraverkum sem gagnrýnendur blaðanna, þ.á.m. Morgunblaðsins, fjalla um í jólamánuðinum. Raunar er gagnrýni svo já- kvæð og gagnrýnendur nota í mörgum tilvikum svo sterk lýsingarorð, að sú spurning vaknar í huga les- andans, hvort við íslend- ingar höfum allt í einu eignast marga rithöfunda á borð við Halldór Laxnes! (Mbl. 17.12.1989) Bréfritari telur að sölu- mennskan í kringum bækur sé á köflum farin að taka á sig ó- geðfellda mynd. ÓKEYPIS AUGLÝSING? Gagnrýni dagblaðanna er oft lítið annað en ókeypis auglýs- ing í lélegum dularklæðum. Hún þjónar hagsmunum bókaútgefenda því þeir verja sjaldnast fé í að auglýsa sagn- fræðirit. Ritdómar geta einnig komið sér vel fyrir útgefendur blaðanna. Þeir eru ódýr dálka- fylli, milli greiddra auglýsinga, til að hvila lesendur á gylli- boðum kaupmanna fyrir jólin. Forsvarsmenn dagblaðanna geta ekki firrt sig ábyrgð á því metnaðarleysi sem einkennir flest skrif blaðanna um bækur. Fjölmiðlamenn eru gjarnir að kenna um þrýstingi frá höf- undum og útgefendum á jóla- vikunum. En gagnrýnin heldur öllum framangreindum ein- kennum þó hún birtist aðra mánuði ársins. Þessi lýsing á umfjöllun blaðanna er vissulega dálítið einstrengisleg. Það var aldrei ætlunin að svæfa lesendur með fyrirvörum. Þegar fjöl- miðlar eru annars vegar virðist stundum nauðsynlegt að öskra hátt og slá bumbur. Auðvitað birtast vandaðir dómar, skrifaðir af þekkingu og hugmyndaauðgi. En lang- flestir ritdómanna falla undir þann ramma sem ég lýsi hér að framan. Þetta mat á sagn- fræðiverkum endurspeglar þá hugmynd að vinna sagnfræð- inga felist fyrst og fremst í því að safna „sögulegum stað- reyndum". Engu höfuðmáli skipti hins vegar hvernig þeim sé raðað saman, hvort þær kveiki hugmyndir eða hvernig þær séu túlkaðar. Þegar ég skrifaði minn fyrsta ritdóm var ég með verk í höndunum sem að baki lá áratuga vinna. Ég vildi ekki svívirða alla þá vinnu, eins og mér fannst brenna við í yfir- borðslegri gagnrýni dagblað- anna og leitaði því eftir góð- um fyrirmyndum. Og hvar leitaði ég - jú auðvitað í tíma- ritinu okkar Sögu - og lagðist þar með af fúsum og frjálsum vilja undir ok hefðarinnar. Magnús Þórðarson lýsir gagn- rýni okkar sagnfræðinga í um- fjöllun um bók Björns Th. Björnssonar: í nákvæmum ritdómi (eins og sjást t.d. í tímaritunum Skírni og Sögu) raskast hlutföll í lengd prentmáls oft bókinni í óhag. Þá á ég við það, að tæmandi upp- talning á alls konar titt- lingaskít, svo sem mein- lausum prentvillum, og langorð umfjöllum um smá- vægileg ágreiningsefni rit- dómara og höfundar tekur oft yfir meginhluta ritdóms- ins, svo að lesandi getur hafa gleymt því í lokin, að í upphafi var fullyrt, að þetta væri hin besta bók. (Mbl. 21.12.1988 sbr. Miðlun des. 1988, 199) Þetta er sannferðug lýsing. Hætt er við að þeir sem lesi gagnrýni okkar í Sögu dragi þá ályktun að íslensk sagn- fræði sé ekki vel á vegi stödd. Það hlýtur í öllu falli að vera töluverður galli á sagnfræðirit- um að hafa enga kosti. Nöld- 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.