Ný saga - 01.01.1990, Blaðsíða 51
ROMM ER SU TAUG
á þann hóp sem flutti til
Reykjavíkur utan af landi á
sjöunda og áttunda áratugn-
um. Vissulega fluttu margir til
að dvelja hjá börnum sínum
eða í nánd við þau. Aðrir
komu til þess að njóta um-
önnunar og þjónustu á stofn-
unum af ýmsu tagi sem ekki
var boðið upp á í dreifbýlinu.
Enn aðrir treystu sér ekki til
að stunda erfiðisvinnu úti á
landi vegna aldurs eða heilsu-
brests og sóttu til borgarinnar
af þeim sökum. í slíkum til-
vikum var mikilvægt fyrir fólk
að eiga vandamenn í borg-
inni, aðstandendur sem höfðu
jafnvel flutt þangað um og
upp úr miöri öldinni.
Peir þættir í starfsemi átt-
hagafélaganna sem áttu enn
miklu fylgi að fagna fram á ní-
unda áratuginn voru jólatrés-
fagnaðir barna, kaffisamsæti
eldra fólksins og félagslíf sem
byggði á öðrum sjónarmiðum
en ætterni, búsetu eða mægð-
um. Dæmi um hið síðasttalda
var „Bridgedeild Breiðfirðinga-
félagsins" en hún var opnuð
upp á gátt fyrir öðrum en
Breiðfirðingum og átti fátt
annað sameiginlegt með félag-
inu en nafnið.'” En jólaböllin
áttu jafnvel undir högg að
sækja á níunda áratugnum hjá
sumum félögum. Sem svar við
|:>ví tóku Strandamenn og
Breiðfiröingar það til ráðs að
standa sameiginlega að slíkri
skemmtun vegna þess að að-
sókn að slíkum samkomum
hafði farið minnkandi hjá báð-
um félögunum. Af þeim sök-
um var þessi nýbreytni á-
nægjuleg og „báðum félögun-
um örugglega styrkur fjárhags-
lega."50 Sameiginlegt skemmt-
anahald var ekki alveg nýtt af
nálinni, Strandamenn og Hún-
vetningar stóðu t.d. saman að
mannfundum undir lok sjö-
unda áratugar.51 Kaffisam-
kvæmi gamla fólksins, sem að
jafnaði voru haldin einu sinni
á ári, voru hvað best sóttu
samkundur átthagafélaganna
er á leið. Par fjölgaði fólki
fremur en fækkaði. „Alltaf er
fullt hús á þessum samkom-
um,“ stóð í ársriti Breiðfirð-
ingafélagsins árið 1968.
„Öldruðum Breiðfirðingum
fækkar ekki og allir kunna að
meta þessar hljóðlátu hátíða-
stundir...“ harna hittist gamla
fólkið, spjallaði saman yfir
kaffibollum og brauði, rifjaði
upp gamlar minningar, hitti
vini og kunningja sem það
haföi stundum ekki séð lengi,
Breidfiröingar gerðu sér glaöan dag á 30 ára afmæli Breiöfiröingafélgsins
1968. Þá ávarpaöi m.a. sr. Árelíus Níelsson hátíðargesti en hann varlengi
í forystusveit félagsins.
Þeir þættir í starfsemi
átthagafélaganna sem
áttu enn miklu fylgi aö
fagna fram á níunda
áratuginn voru jóla-
trésfagnaðir barna,
kaffisamsæti eldra
fólksins og félagslíf
sem byggði á öðrum
sjónarmiöum en ætt-
erni, búsetu eöa
mægöum.
Sú kynsióö sem bast
samtökum í átthagafé-
iögunum varö að
sætta sig viö þaö aö
meö breyttum iifnaöar-
háttum unga fólksins í
Reykjavík rofnuöu
tengslin viö heimili,
umhverfi, oröaforöa,
áhöld og tæki gamla
timans, tengslin milli
fortíöar, nútíöar og
framtíöar.
talaði við Breiðfirðinga, sem
ekki höfðu áður orðið á vegi.
„Líklega eru þessar stundir há-
markið í starfsemi Breiðfirð-
ingafélagsins. Dulardjúp þess
innsta, sem átthagaástin leynir,
ljúkast upp og viðkvæmir
strengir bærast angurblítt í
hverju vakandi hjarta.“52 Kaffi-
dagarnir spegluðu betur en
margt annað þróun átthagafé-
laganna. Eftir því sem þau elt-
ust hækkaði meðalaldur fé-
lagsmanna. Afkomendurnir,
unga fólkið, fylltu ekki raðirn-
ar.
Verulegur hluti starfandi
fólks innan átthagafélaganna
eftir 1960 var kynslóð hins
liðna tíma. Öll átthagafélög,
nema Breiðfirðingafélagið,
fylgdu annaðhvort sýslumörk-
um eða kenndu sig við kaup-
staði eða þorp úti um land.
Þegar ungt og uppvaxandi
fólk, sem ekki var nákunnugt
innbyrðis en átti ættir að rekja
til ákveðinna byggðarlaga sem
það þekkti jafnvel lítt til, fyllti
flokk höfuðborgarbúa, máðust
út hugtök eins og „Arnesing-
ur“, „Sauðkræklingur", „Dal-
víkingur" eða „Dalamaður",
svo dæmi séu nefnd. Unga
kynslóðin kenndi sig ekki við
heimahaga foreldranna. Sú
kynslóð sem bast samtökum í
átthagafélögunum varð að
sætta sig við það að með
breyttum lifnaðarháttum unga
fólksins í Reykjavík rofnuðu
tengslin við heimili, umhverfi,
orðaforða, áhöld og tæki
gamla tímans, tengslin milli
fortíðar, nútíðar og framtíðar.
Erfitt reyndist að sameina hin-
ar sundruðu kynslóðir sveitar
og borgar. Niðjar þeirra sem
fluttu til bæjarins um miðja
öldina var fólk lramtíðarinnar
- borgarinnar.
„HEIMSBORGARINN"
Alls staðar var kvartað yfir því
að illa gengi að fá æskufólkið
til starfa, endurnýjun í félög-
unum skorti. Tímarnir voru
49