Ný saga - 01.01.1990, Side 55
„SAGNFRÆÐINGAR VERÐA AÐ
ÞEKKJA SINN VITJUNARTÍMA... “
Rætt við Karsten Fledelius um kvikmyndir og
sagnfræði
arsten Fledelius er
kunnur í heimi sagn-
JL m. frœðinnar. í mörg ár
hefur hann sinnt rannsóknum
á kvikmyndum, jafnt leiknum
sem heimildarmyndum, m.a.
með tilliti til heimildagildis
þeirra, hvernig megi nota þœr
sem sagnfrœðilegar heimildir,
hvers konar viðhorf þœrsþegla
og hvaða boðskap þœrflytja á-
horfendum. Fledelius er lektor
við Kaupmannahafnarhá-
skóla og hefur ritað fjölmargar
greinar og bœkur um kvik-
myndir og sagnfrœði, en auk
þess Jiutt aragrúa fyrirlestra
um efnið. Þá hefur hann stað-
ið framarlega í alþjóðlegu
samstarfi á rannsóknarsviði
sínu, verið forseti IAMHIST,
International Association for
Audio-Visual Media in Histor-
ical Research and Education,
og haldið námskeið víða um
heim, m.a. á íslandi. Karsten
Fledelius er boðberi nýrra
hugmynda, hugmynda sem
eiga brýnt erindi við sagn-
frceðinga. Nýrri sögu þótti því
við hœfi að skrafa örlítið við
hann um kvikmyndir og sagn-
frœði. Fyrst var hann inntur
eftir því hver tildrögin voru til
þess að hann fékk áhuga á
þessu efni.
Mín fyrstu kynni af sögu
voru þegar ég var átta ára
gamall en þá var mér gefin
Danmerkurkróníka Saxa hins
málspaka en hana svelgdi ég í
mig og trúði hverju orði. Þegar
ég var ellefu ára fékk ég
brennandi áhuga á sögu
Austrómverska ríkisins en
1000 ára saga þess var af-
greidd með 2-3 línum í
kennslubókinni. Það fannst
mér afleitt og ákvað að gera
eitthvað í málinu. Ég fékk sem
sagt snemma áhuga á mið-
aldasögu og með hliðsjón af
því kann að vekja furðu hvers
vegna ég snéri mér síðar meir
Karsten Fledelius.
að kvikmyndum og sjónvarpi.
Skýringin á því er sú að í há-
skóla var lærimeistari minn í
miðaldasögu Niels Skyurn-
Nielsen en hann kenndi einnig
aöferðafræði og áleit að í
þeirri kennslu þyrfti að beina
athyglinni að nútímasögu meir
en þá var gert. Hann var þeirr-
ar skoðunar að lifandi myndir
væru óendanlega mikilvægar
sagnfræðilegar heimildir.
Frá því á 6. áratugnum
höfðu Þjóðverjar verið í farar-
broddi í sagnfræðilegum rann-
sóknum á lifandi myndum.
Skýringin á því er sú að við
rannsóknir á Þriðja ríkinu
gegna lifandi myndir þýðing-
armiklu hlutverki. Hvernig gat
það gerst að menningarþjóð á
borð Þjóðverja féll kylliflöt í
villimennsku? Með því að
kanna myndmál nasista, t.d.
kvikmyndir af fjöldasamkom-
um, var og er hægt að öðlast
mikilvægar upplýsingar sem
hjálpa okkur að skilja fyrirbær-
ið. Því var |iað eitt fyrsta verk
Skyum-Nielsens sem prófess-
ors að fara í nokkurs konar
pílagrímsför til þeirra staða í
Þýskalandi jiar sem rannsókn-
um á myndmáli var mest sinnt.
Úr þeirri reisu snéri hann svo
heim til Danmerkur uppnum-
inn og kom á laggirnar vinnu-
hóp um heimildagildi lifandi
mynda. Þetta var í desember
1965 og af einskærum áhuga
slóst ég i hópinn.
í fyrstu einbeittum við okkur
að því að kanna hvernig kvik-
ntyndir voru notaðar við sögu-
kennslu í dönskum skólum og
byrjuðum á myndinni Árin
fimm („De fem aar“) sem fjall-
ar um hernám Danmerkur í
síðari heimsstyrjöld. Hún hafði
verið notuð mjög mikið og fól
í sér hinn opinbera sannleika
um hernámsárin. Síðar fylgdu
aðrar myndir um sama efni.
Það sem við gerðum var að
rannsaka nákvæmlega hvert
einasta myndskeið í því skyni
að komast að uppruna þess, á
sambærilegan hátt og maður
rannsakar miðaldahandrit í leit
að elsta texta. Einungis var hér
um lifandi myndir að ræða en
ekki texta og því fylgdu auð-
vitað mörg ný vandmál. Ég get
nefnt ykkur dæmi: í atriði sem
á að hafa verið fest á filmu í
byrjun apríl sést að öll tré eru í
fullum skrúða! Það nær ekki
nokkurri átt því í Danmörku
laufgast tré ekki að fullu fyrr
en í maí. Hér hlýtur því að
vera um fölsun að ræða. Ég
gæti nefnt fleiri dæmi af svip-
uðum toga.
Nú var ég sem sagt kominn
á bragðið. Árið 1969 fékk ég
svo stöðu í miðaldasagnfræði
við háskólann í Kaupmanna-
höfn og jafnframt það verkefni
að hafa umsjón með rann-
sóknum á myndmáli og að út-
vega myndir. Það getur kostað
mikið japl og jaml og fuður að
verða sér úti um tilteknar
myndir erlendis frá, og í
þokkabót er þetta rándýrt
sport. Hentugast er er að fá
kópíur af myndunum og horfa
á þær í myndbandstækinu
heima hjá sér. í því tilliti er á-
standið best í Bandaríkjunum
en hægt er aö kaupa kópíur af
myndum sem eru á þjóðskjala-
safninu þar vestra. í Bandaríkj-
Hvernlg gat þaö gerst
aö menningarþjóö á
borö Þjóöverja féll
kyllillöt í
villimennsku?
53