Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 80

Ný saga - 01.01.1990, Qupperneq 80
GÍSLI GUNNARSSON Myndir úr Glerárþorpi um 1930. „Glerárþorp var á þessum árum byggt af fólki sem horfiö var úr húsmennsku og vinnumennsku þar sem löngum var fárra kosta völ. Hér var samankomiö flóttafólkiö úr sveitunum sem kom í þetta sjávarpláss og settist aö meö aleiguna í malpokanum, fékk erföafestuland og byrjaöi aö byggja". (Tryggvi Emilsson: Baráttan um brauöið. Æviminningar, 2. bindi, 185.) íslendingar áttu á 19. öldinni heimsmet í ungbarnadauða.10 Þeir íslendingar, sem einkum áttu börnin og sáu síðan 20- 35% þeirra deyja fyrir eins árs aldur, lifðu yfirleitt yfir fátækt- armörkunum, eins og þau hafa verið skilgreind hér. í hungursneyð féllu fyrst þeir fátækustu, þeir veikustu, þeir elstu og þeir yngstu. Börn og skylduómagar fátæks fólks og þurfamennirnir féllu fyrst. í stéttapíramída gamla samfé- lagsins stóðu vinnuhjúin rétt fyrir ofan ómagana. Fyrir neð- an þá stóðu engir því að undir píramídanum var hungurdauð- inn. 7. FÁTÆKLINGAR Á VALDI ÆTTAR OG HREPPA í elstu lögum íslendinga, sem fyrirfinnast í Grágás og eru frá þjóðveldistímanum, er víða fjallað mjög ítarlega um fram- færsluskyldu og ómaga, m.a. í fjárleigu- og framfærslubálk- um. Skýr lagaákvæði Grágás- ar í þessum efnum gera lögin á ýmsan hátt ólík öðrum „forn- norrænum" lögum og má þar nefna sænsku héraðalögin (,,landskapslagen“), sem eru aðallega frá 13. öld. í sænsku lögunum er ítarlega fjallað um það hvernig haga skuli skógruðningum og landnámi en þar er lítt fjallað um fram- færsluvandamál. Við getum greint þar samfélag sem er að stækka. í Grágás ber hins vegar mjög mikið á afkomu- erfiðleikum fólks. í Grágásarlögunum hvíldi framfærsluskylda í fyrsta lagi hjá ættinni og í öðru lagi hjá hreppnum. Ættin var megin- stoð samfélagsskipunarinnar. Þeir sem ekki nutu framfærslu- aðstoðar ættingja, bjuggu við harðan kost og urðu að leita á „miskunnarlítið hreppa fram- færi“ eins og Magnús Stephen- sen lét Helgu á Bjargi komast að orði. Þegar tíundarlögin voru sett á íslandi árið 1096 var ákveðið að fjórðungur tíundar skyldi ganga til fátækra og skyldi hreppurinn skipuleggja þessa fátækrahjálp. Erlendis var þá slík skipulagning í höndum kirkju og sýnir þessi íslenska sérstaða að hrepparnir voru þegar á 11. öld þar mikilvæg stofnun. Hvorki stjórn né hlutverk hreppanna breyttist þegar íslendingar gengu Nor- egskonungi á hönd 1262. Stjórnin fór fyrst að breytast á einveldisöld (eftir 1662) en hlutverkið hélst óbreytt: Helsta verkefni þeirra var fátækra- framfærsla. Með tímanum dugði fá- tækratíund ekki til framfærslu ómaga. Þessu var fyrst mætt / hungursneyö féllu fyrst þeir fátækustu, þeir veikustu, þeir elstu og þeir yngstu. með niðursetningu, hver bóndi skyldi hafa ómaga hjá sér tiltekinn tíma en flytja síð- an til næsta ómagaframfær- anda í bændastétt. Niðursetn- ingin var þanning nokkurs konar framhald leyfilegrar förumennsku fyrri alda, þegar vistlausir en heiðvirðir fátæk- lingar ferðuðust um tilteknar sveitir í leit að gistingu og mat. í manntalinu 1703 voru ómag- ar hvergi taldir til heimilis heldur aðeins til hrepps. Á 18. öld var í vaxandi mæli far- ið að ákveða ársdvöl ómaga á ákveðnum bæ með greiddu meðlagi og í manntalinu 1801 höfðu allir ómagar fast heimili. Ættin var meginstoö samfélagsskipunar- innar. Þeir sem ekki nutu framfærsluaö- stoöar ættingja, bjuggu viö haröan kost og uröu aö leita á „miskunnarlítiö hreppa framfæri" eins og Magnús Stephensen lét Helgu á Bjargi komast aö oröi. 8. GRÁGÁSARÁ- KVÆÐI UM ÞURFAMENN, GÖMUL OG NÝ íslenska bændasamfélagið breyttist furðu lítið frá þjóð- veldistímanum langt fram á 20. öld. Þetta á ekki síst við af- stöðuna til þurfamanna. Sam- kvæmt Grágás varð fólk að eiga ákveðið lágmark fjár til að mega ganga í hjónaband. Ef hjón gátu ekki séð fyrir sér og sínum mátti banna þeim sambýli meðan konan væri í barneign." Ströng ákvæði giltu um förumenn, enda voru þeir utan griða heimila og ætta, lit- 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.