Ný saga - 01.01.1990, Page 80
GÍSLI GUNNARSSON
Myndir úr Glerárþorpi um 1930. „Glerárþorp var á þessum árum byggt af fólki sem horfiö var úr húsmennsku og vinnumennsku þar sem
löngum var fárra kosta völ. Hér var samankomiö flóttafólkiö úr sveitunum sem kom í þetta sjávarpláss og settist aö meö aleiguna í
malpokanum, fékk erföafestuland og byrjaöi aö byggja". (Tryggvi Emilsson: Baráttan um brauöið. Æviminningar, 2. bindi, 185.)
íslendingar áttu á 19. öldinni
heimsmet í ungbarnadauða.10
Þeir íslendingar, sem einkum
áttu börnin og sáu síðan 20-
35% þeirra deyja fyrir eins árs
aldur, lifðu yfirleitt yfir fátækt-
armörkunum, eins og þau
hafa verið skilgreind hér. í
hungursneyð féllu fyrst þeir
fátækustu, þeir veikustu, þeir
elstu og þeir yngstu. Börn og
skylduómagar fátæks fólks og
þurfamennirnir féllu fyrst. í
stéttapíramída gamla samfé-
lagsins stóðu vinnuhjúin rétt
fyrir ofan ómagana. Fyrir neð-
an þá stóðu engir því að undir
píramídanum var hungurdauð-
inn.
7. FÁTÆKLINGAR
Á VALDI ÆTTAR
OG HREPPA
í elstu lögum íslendinga, sem
fyrirfinnast í Grágás og eru frá
þjóðveldistímanum, er víða
fjallað mjög ítarlega um fram-
færsluskyldu og ómaga, m.a. í
fjárleigu- og framfærslubálk-
um. Skýr lagaákvæði Grágás-
ar í þessum efnum gera lögin
á ýmsan hátt ólík öðrum „forn-
norrænum" lögum og má þar
nefna sænsku héraðalögin
(,,landskapslagen“), sem eru
aðallega frá 13. öld. í sænsku
lögunum er ítarlega fjallað um
það hvernig haga skuli
skógruðningum og landnámi
en þar er lítt fjallað um fram-
færsluvandamál. Við getum
greint þar samfélag sem er að
stækka. í Grágás ber hins
vegar mjög mikið á afkomu-
erfiðleikum fólks.
í Grágásarlögunum hvíldi
framfærsluskylda í fyrsta lagi
hjá ættinni og í öðru lagi hjá
hreppnum. Ættin var megin-
stoð samfélagsskipunarinnar.
Þeir sem ekki nutu framfærslu-
aðstoðar ættingja, bjuggu við
harðan kost og urðu að leita á
„miskunnarlítið hreppa fram-
færi“ eins og Magnús Stephen-
sen lét Helgu á Bjargi komast
að orði.
Þegar tíundarlögin voru sett
á íslandi árið 1096 var ákveðið
að fjórðungur tíundar skyldi
ganga til fátækra og skyldi
hreppurinn skipuleggja þessa
fátækrahjálp. Erlendis var þá
slík skipulagning í höndum
kirkju og sýnir þessi íslenska
sérstaða að hrepparnir voru
þegar á 11. öld þar mikilvæg
stofnun. Hvorki stjórn né
hlutverk hreppanna breyttist
þegar íslendingar gengu Nor-
egskonungi á hönd 1262.
Stjórnin fór fyrst að breytast á
einveldisöld (eftir 1662) en
hlutverkið hélst óbreytt: Helsta
verkefni þeirra var fátækra-
framfærsla.
Með tímanum dugði fá-
tækratíund ekki til framfærslu
ómaga. Þessu var fyrst mætt
/ hungursneyö féllu
fyrst þeir fátækustu,
þeir veikustu, þeir
elstu og þeir yngstu.
með niðursetningu, hver
bóndi skyldi hafa ómaga hjá
sér tiltekinn tíma en flytja síð-
an til næsta ómagaframfær-
anda í bændastétt. Niðursetn-
ingin var þanning nokkurs
konar framhald leyfilegrar
förumennsku fyrri alda, þegar
vistlausir en heiðvirðir fátæk-
lingar ferðuðust um tilteknar
sveitir í leit að gistingu og mat.
í manntalinu 1703 voru ómag-
ar hvergi taldir til heimilis
heldur aðeins til hrepps. Á
18. öld var í vaxandi mæli far-
ið að ákveða ársdvöl ómaga á
ákveðnum bæ með greiddu
meðlagi og í manntalinu 1801
höfðu allir ómagar fast heimili.
Ættin var meginstoö
samfélagsskipunar-
innar. Þeir sem ekki
nutu framfærsluaö-
stoöar ættingja,
bjuggu viö haröan
kost og uröu aö leita á
„miskunnarlítiö hreppa
framfæri" eins og
Magnús Stephensen
lét Helgu á Bjargi
komast aö oröi.
8. GRÁGÁSARÁ-
KVÆÐI UM
ÞURFAMENN,
GÖMUL OG NÝ
íslenska bændasamfélagið
breyttist furðu lítið frá þjóð-
veldistímanum langt fram á 20.
öld. Þetta á ekki síst við af-
stöðuna til þurfamanna. Sam-
kvæmt Grágás varð fólk að
eiga ákveðið lágmark fjár til
að mega ganga í hjónaband.
Ef hjón gátu ekki séð fyrir sér
og sínum mátti banna þeim
sambýli meðan konan væri í
barneign." Ströng ákvæði giltu
um förumenn, enda voru þeir
utan griða heimila og ætta, lit-
78