Ný saga - 01.01.1990, Síða 87

Ný saga - 01.01.1990, Síða 87
Gunnar Karlsson Vísindaleg list eóa listræn vísindi Líklega mætti færa sæmi- leg rök að því að öll list væri í raun og veru vís- indi. Hún er könnun á nýjum leiðum til tjáningar, túlkun á veruleika, ný sýn á mannlíf og umhverfi þess. Sömuleiðis mætti halda því fram að öll vísindi væru list. Frumleg hugsun er í eðli sínu falleg; j:>að er yndi og nautn að skapa hana og skilja. Stærðfræðingar segja að snjöll lausn á þeirra sviði orki svipað og ljóð. Svona leikur að því að teygja hugtök getur verið skemmti- legur og fróðlegur, en sjaldan er hægt að nota niðurstöðuna til nokkurs eftir að henni er náð. Það er að miklu leyti komið undir venjum hvernig við skipum viðfangsefnum okkar niður í flokka, og þarf mikið til svo að það sé ómaks- ins vert að breyta slíkum venj- um í alvöru. Við erum vön að telja sagnfræði til vísinda frek- ar en lista, og ég sé ekki á- stæðu til að hrófla við því. Á hinn bóginn held ég að sagnfræði eigi margt sameigin- legt með listum, og þeim skyldleika sé að jafnaði ekki gefinn sá gaumur sem hann verðskuldar. Bandaríski kennslufræðingurinn Elliot W. Eisner hefur varpað nýju ljósi á sína grein með jwí að halda því fram að kennsla sé í eðli sínu listgrein. Eitthvað hlið- stætt er fróölegt að gera við sagnfræði stöku sinnum, án jiess að jiað leiöi til jíess aö við flytjum háskólanám í sagn- fræði í Listaháskóla íslands þegar hann kemst á stofn. Samnefnari sagnfræði og lista er einkum sá aö bæði við- fangsefnin eru í eðli sínu al- joýöleg. Þau verða ekki notuð á neinn tæknilegan hátt af sér- fræðingum eins og niðurstöð- ur eðlisfræöi, jarðfræði eða hagfræði. Þaö eina sem hægt er að gera við sögu og lista- verk er að njóta þeirra og láta þau opna augu sín á nýjan hátt fyrir lífinu og tilverunni. Ef sagnfræöingar stefna að einhverju marki með iðju sinni er það ekkert annað en að segja almenningi sögu, honum til fróðleiks og skemmtunar. Margir sagnfræðingar segjast skrifa sögu sögunnar vegna. Það er gott og gilt markmið svo langt sem það nær; í því felst krafa um rannsóknarfrelsi sem auðvitað er nauðsynlegt eins og frelsi listamanna til að ákveða sjálfir hvers konar list þeir skapa. En betur að gætt held ég að þetta markmið sé í rauninni tæki en ekki takmark. Ástæðan er þessi: Óhemju- magn af efnisatriðum liggur allt að því Ijóst fyrir í heimild- um sagnfræðinga. Þar á ég ekki bara við einstaklings- bundin atriöi. Það væri lil dæmis fyrirhafnarlítið hægt að moka upþ takmarkalausum ó- grynnum af tölfræðilegum nið- urstöðum: fjölda nautgripa á býli frá ári til árs, fjölda naut- gripa miðað við fjölda sauð- fjár, miðað við fjölda geita, hrossa, barna, báta og svo framvegis, allt frá ári til árs. Mikiö af iðju sagnfræðinga felst í því að hafna mögulegri sögu. Ef viö j^ykjumst bara skrifa sögu sögunnar vegna og viljum ekki nota hana til neins, þá höfum við engan mæli- kvarða á hvað viö eigum að velja og hverju að hafna, og þá er kannski nærtækast að birta heimildirnar sem mest eins og þær koma fyrir. Þannig er fljótlegast að framleiða sögu, en um leið gera sagn- fræöingar sig óþarfa. Því verö- um við að eiga okkur hug- mynd um viðtakendur og skrifa fyrir þá, ef við viljum vera til. Nú verð ég að taka þrennt fram til aö foröast misskilning. Fyrst er það að markmiðið að skrifa fyrir almenning er ekki það sama og að skrifa alltaf það sem flestir vilja lesa. í sagnfræði er flókin afstaða milli vinsælda og ágætis, og það á greinin vissulega sam- eiginlegt með listum. Á báðum sviðum á það við að líf grein- anna er komið undir því að menn prófi sig áfram með nýj- ungar, eins þótt þeim sé illa tekið af flestum. í öðru lagi er langt í frá nauðsynlegt að allir sagnfræð- ingar skrifi alltaf fyrir almenn- ing. Þeir skrifa óhjákvæmilega mikið fyrir aðra sagnfræðinga, sem kannski skrifa aftur fyrir aðra sagnfræðinga sem skrifa svo kannski fyrir almenning. Saga veröur til í samfélagi fræðimanna; hún er ekki ein- staklingsiðja. Þó held ég að frumrannsóknirnar yrðu árang- ursríkari ef menn hugsuðu meira um það, strax þá, hvað kunni að nýtast í alj^ýðlega sögu. Og skilyrðislaust eiga allir sagnfræðingar að læra að skrifa alþýðusögu engu síður en að rannsaka. Loks verö ég að taka fram að saga fyrir almenning þarf ekkert endilega að vera skemmtileg í venjulegri merk- ingu; hún þarf ekki nauðsyn- lega aö vera fyndin, skrifuð af mælsku eða á fallegu máli. Það er umfram allt hugsunin í sögu sem gefur henni gildi, og hugsun má setja fram á afar margvíslegan hátt. Að sumu leyti er sagn- fræði líkust nytja- listum, til dæmis arkitektúr. Oft fer best á að fegurð henn- ar sé svo yfirlætislaus að fólk veiti henni enga athygli að staðaldri. Engu að síður er það rétt að tungumálið skiptir miklu þegar saga er skrifuð. Málið er efni skrifaðrar sögu, eins og skáld- skapar, ekki búningur hennar, og margt reynist vera sameig- inlegt með sagnfræðilegri rit- Samnefnari sagn- fræöi og lista er eink- um sá aö bæði viö- fangsefnin eru i eöli sínu alþýöleg. Þau verða ekki notuö á neinn tæknilegan hátt af sérfræöingum eins og niðurstööur eölis- fræði, jaröfræði eöa hagfræöi. 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.