Ný saga - 01.01.1990, Síða 90
t
Sagnfræðiverk og
skáldverk eru ólík aö
eðli og útiloka hvort
annað.
rekja má aftur til Aristótelesar,
eru að list sé einhvers konar
eðlislægt náttúruferli sköpunar.
Listin fullkomni það sem sé ó-
fullkomið í náttúrunni, hún
fullkomni sköpunarverkið svo
að það fari jafnvel fram úr
náttúrunni. Listaverk hafi því
einhvers konar hreinsunar-
mátt, þau endurleysi fólk til
sálarfriðar úr nauð andstæðra
ástríðna og mótsagnakennds
veruleika. Þannig verði list
skemmtileg, lifandi, hnittin og
sönn. En í nútímasamfélögum
eru menn alltaf að skapa og
framleiða og komast fram úr
náttúrunni. Kannski er eitt-
hvað af þeirri sköpun listaverk
í einhverra augum, en ósköp
er samt erfitt að að hugsa sér
það brölt almennt sem sérstak-
lega listrænt og enn síður sér-
staklega sagnfræðilegt.
Kannski eru líka allir menn
listamenn.
Þó að postulinn segi að vís-
indin belgi út (scientia inflat,
l.Kor.8,1)) fæ ég ekki betur
séð en að vísindaleg sagn-
fræði, sem felur í sér sam-
viskusamlega leit að stað-
reyndum og tilraunir til að
túlka þær í því skyni að finna
út hvað gerðist á fyrri tíð, sé
ólíkt minni belgingur en sú
ummyndun staðreynda og
veruleika sem felst í trúar-
brögðum og skáldskap. Ef til
vill var það ekki alveg út í blá-
inn hjá Platóni gamla að telja
skáldin fjarri sannleikanum og
kalla þau „skuggaskáld og eft-
irhermur“.
Nútímasagnfræði hefur með
kröfum sínum um siðferði og
heiðarleika gagnvart viðfangs-
efninu og fræðigreininni vald-
ið nokkurri umhugsun og fyr-
irvörum hjá Halldóri Laxness.
Mér hefur alltaf þótt vænt um
fyrirvara hans aftan á titilblöð-
um þríverksins um íslands-
klukkuna, sem út kom á árun-
um 1943-1946. í fyrstu bókinni
lætur Halldór þess getið að
hún sé „ekki „sagnfræðileg
skáldsaga", heldur lúta persón-
ur hennar, atburðir og stíll ein-
vörðúngu lögmálum verksins
sjálfs.“ Og í síðustu bókinni
segir: „Einsog í tveim fyrri
bókum er „sagnfræðin" einnig
í þessari beygð undir lögmál
skáldverksins.“ Mér sýnist
„lögmálið“ ! þessum línum
geta haft sömu merkingu og
t.d. „duttlungar höfundar“. í
skáldskap og listum virðist
nefnilega margt það leyft sem
ekki er leyfilegt í vísindalegri
sagnfræði. Ykjur, staðleysur og
afkáraskapur, sem engum þyk-
ir tiltökumál að skáld bregði
fyrir sig, eru t.d. fyrirbæri sem
samrýmast ekki sagnfræði. Slík
fyrirbæri geta þó verið við-
fangsefni sagnfræðinnar þar
sem þau eiga sér sögulega
veru. íslandsklukkan er merki-
legur vitnisburður (heimild)
um íslenskan hugsunarhátt, af-
stöðu, andlegt líf og margt
fleira um miðja 20. öld. Höf-
undur verksins veit það og
skriftar því á þennan hátt
gagnvart sagnfræði og fræði-
legu siðferði hennar lesendum
sínum til glöggvunar. Það er
ekki sagnfræðingurinn sem
viljugur gengur með hermilist
inn í skuggaveröld heimspek-
ingsins.
Þegar unnið er að tilteknu
ritverki um fyrri tíma og slegið
af kröfum vísindalegrar sagn-
fræði hættir viðkomandi verk
að vera sagnfræði. Þar með er
verkið ekki endilega orðið
listaverk eða skáldverk eins og
stundum er talið. Það getur allt
eins verið t.d. afbakanir eða
hlutdrægni sem hópur manna
trúir á eða enginn kærir sig
um nema höfundurinn og
flestir láta afskiptalaust, nema
einhverjum dytti í hug að
sparka í það eins og prest-
inum í Austfjarðaþokuna á
kirkjuhlaðinu forðum tíð.
Sagnfræðiverk og skáldverk
eru ólík að eðli og útiloka
hvort annað. Þau eiga ekki
landamæri hvort að öðru því
að milli þeirra liggur vítt svið
skynreynslu samtímans í
stöðugri verðandi. Markmið og
aðferðir sagnfræðinnar eru í
talsvert föstu formi en mark-
mið lista virðast breytileg. Saga
og söguvitund eru ríkir þættir í
samtímamenningu og viðhorf-
um og hið sama er að segja
um skáldskap og listir. Saga og
listir eiga því samfundi á þeim
mikla vettvangi. Það er ekki
nema eðlilegt að á ýmsu gangi
í þeirri sambúð.
4)
4
I*
88