Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 74
Jón Viðar Sigurðsson
kvað það illa gert við svo göfuga kennimenn
og að frændur þeirra myndu ekki þola þetta.
Páll vildi engu að síður hætta á það. Síðan
fóru þeir bræður fjölmennir suður til Breiða-
fjarðar og komu að næturlagi til Helgafells.
Þeir gengu inn í skálann og var Hallgerður
„tekin upp ór hvílu sinni og borin út“. Þetta
spurðist víða „ok þótti mönnum sýndr í slíku
mikill ósómi.“
Runólfur, Ólafur og bróðir hans, goðinn
Páll Sölvason í Reykholti, ráku raunir sínar
fyrir Jóni Loftssyni á Alþingi sumarið eftir og
sögðu honum hvaða „ósæmð“ þeim hefði ver-
ið gerð og báðu hann liðsinnis. Jón „kvað víst
í slíku sýnast mikinn ósóma ok ágang“, og
vegna þess að hann var „allmikill vinr“ Ólafs
og Páls Sölvasona og frændi Runólfs var hann
skyldugur að veita þeim stuðning í þessu
máli.5 Vatnsfirðingar og Hallgerður voru
einnig á Alþingi þetta sumar: „Váru þá sem
mestar virðingar Jóns, ok var þangat skotit
öllum stórmálum, sem hann var.“
Eftir að Jón hafði tekið að sér málið Iét
hann „kalla“ Hallgerði fyrir sig, og tjáði henni
hversu illa samði, ok bað hana leggja hug
sinn frá þessu óráði. „Hefir með oss,“ seg-
ir hann, „lengi vel verit, ok vilda ek, at þú
sæmðir við bónda þinn. En þótt þér þykki
mannamunr, þá er þó miklu meiri munr um
ábyrgð þá, er á er. Ok mun þetta ráð illa út
seljast, ok samir þér betr, at þú ráðir þik frá
sjálfviljandi, en nauðskilnaðr verði, því at
eigi mun þér lengi nytja af auðit. En ekki
mun ek at sinni þröngva þér um þetta, en
segi ek þér, hvat á mun liggja. En ef þú
virðir orð mín ok ferr heim með bónda þín-
um at þínum vilja, þá skal þat fram ganga.
En því mun ek þér heita, ef þú þarft nökk-
uru sinni mína ásjá, at ek skal þér heill til
liðveizlu, ef þú gerir nú eftir mínum vilja.
En ef þú vill þetta eigi, þá mun ek þér aldri
ásjá veita.“
Hallgerður svarar: „Þat mun ek kjósa, at
þú sér mér í vinarhúsi.“
Síðan lagði Jón til, at Óláfr prestr tæki
við konu sinni, og var síðan sætzt á málit.6
Sveinn Sturluson flutti Valgerði, dóttur Hall-
gerðar, í Hvamm. Sturlu saga segir einungis
að af því hafi gerst „miklar ósættir". Hall-
gerðursótli Jón Loftsson að þessu máli. Hann
stefndi Sveini og komu öll málin undir Jón
„ok réð hann einn sem hann vildi ok skipaði
svá, at flestum líkaði vel.“7
Guðmundar saga dýra greinir frá því að
um 1190 hafi Þorgerður nokkur Þorgeirsdótt-
ir búið á Brattavelli í Þorvaldsdal. Hún hefur
sennilega verið ekkja því Helgi prestur í Ar-
skógum var henni innan handar með búrekst-
urinn. Þorgerður þurfti að gera upp stofu sína
og fékk til þess Ingimund smið. Eftir skamma
dvöl Ingimundar á Brattavöllum var það
mælt að „hjal væri á með“ honum og Þor-
gerði, og af frásögninni má ráða að hann hafi
farið að búa með henni. Astir þeirra urðu
skammvinnar, honum entist ekki „gæfa til“ að
elska hana því hann varð ástfanginn af Ás-
gerði, sem var á vist á Kálfskinni, og heim-
sótti hana iðulega. Þorgerði mislíkaði þetta
og stökk því oft ofan í Árskóg til Helga
prests. Einu sinni sem oftar þegar Ingimund-
ur fór að sækja hana neitaði hún að hverfa á
braut með honum. Helgi prestur studdi mál
hennar og sagði að hún réði því sjálf hvort
hún gisti í Árskógi eður ei. Þetta mislíkaði
Ingimundi og drap hann því Helga.
Eftir drápið flúði Ingimundur til Hóla og
bað biskup ásjár. Brandur biskup taldi hann
þess verðan að vera drepinn og neitaði að
veita honum skriftir. Engu að síður aumkað-
ist Brandur yfir Ingimund og sendi hann til
Sumarliða Ásmundarsonar á Tjörn í Svarfað-
ardal. Hann var frændi Ingimundar.
Helgi prestur var frændi goðans Þorvarðar
Þorgeirssonar og þingmaöur goðans Önundar
Þorkelssonar. Þeir fengu sinn manninn hvor
til að standa fyrir búi Þorgerðar og skyldu
þeir „veiða" Ingimund ef þeir gætu. Ingi-
mundur var hjá frænda sínum til vors, en þá
fór hann að Kálfskinni að hitta Ásgerði og
hafði hana á „brott“ með sér. Menn Þorvarð-
ar og Önundar urðu þessa varir og fóru og
drápu Ingimund, og hefndu þannig Helga
prests."
Árið 1198 kom goðinn Guðmundur dýri til
Öxnahóls og hafði stuðningsmann Þorgríms
alikarls, Björn Steinmóðarson prest, og fylgi-
konu hans, Þórunni Önundardóttur, „í brott
með sér“ heim til Bakka. Sama kvöld kom
goðinn og bandamaður Guðmundar, Kol-
beinn Tumason, til Bakka því þeir óttuðust
72