Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 63
Guði til þægðar eða höfðingjum í hag?
húsbændum sínum. En hafi kirkjubændur bú-
ist við skjótfengnum gróða af tíundinni, hefur
sú von þeirra brugðist.
Elsta heimild um upphæð tíundar er senni-
lega frá 1232. Pað ár hét Magnús Gissurarson
Skálholtsbiskup því fyrir sína hönd og eftir-
manna sinna að greiða helming eins fjórðungs
tíundar sinnar til vígslufarar erkibiskupsefnis
og útlausnar pallíums, en svo nefndist emb-
ættistákn hans.29 Upphæðin nam 24 hundruð-
um á landsvísu, og hefur biskupstíund þá ver-
ið 192 hundruð (kýrverð).30 Par sem heildar-
upphæð tíundar skiptist í fjóra jafna hluta,
hljóta kirkjutíund og preststíund að hafa ver-
ið hvor um sig sömu upphæðar. Nálægt alda-
mótunum 1200 hafði fyrirrennari Magnúsar,
Páll Jónsson (1195-1211), látið telja hve
marga presta þörf væri fyrir í biskupsdæminu,
og reyndust þeir vera 290, en kirkjurnar 220
sem þeir skyldu þjóna.31 Hér var trúlega átt
við alkirkjur, þar sem messuskylda var hvern
löghelgan dag. Ef tíundinni, 192 hundruðum,
er jafnað niður á kirkjurnar, koma 105 álnir
(um 0,9 kýrverð) í hlut hverrar.
I reynd var þetta ekki alveg svona einfalt.
Biskupar áttu það til að breyta tíundarum-
dæmum, færa tíund frá einni kirkju til annarr-
ar, stundum til að refsa kirkjubónda fyrir van-
rækslu hans eða til að styrkja fátækari kirkju,
og hálfkirkjur (þar sem messuskylda var að-
eins annan hvern helgan dag) fengu yfirleitt
tíund heimamanna en ekki sóknarkirkjan.
Marktækara er að athuga preststíundina. Ef
henni er deilt jafnt niður, fær hver prestur 79
álnir (0,7 kýrverð). Petta var ekki nema brot
af tíðakaupi presta sem þeir áttu að fá fyrir
fulla þjónustu.32 í heimildum frá dögum
Magnúsar biskups kemur fram að prestslaun
voru þá fjórar merkur eða 192 álnir sem voru
rúmlega hálft annað kýrverð.33 í kristinna laga
þætti Grágásar, sem að stofni til er frá fyrri
hluta 12. aldar, er gert ráð fyrir enn hærri
launum til presta, allt að tólf mörkum.34 Þá
hefur að líkindum verið ætlast til að þeir
þjónuðu við fleiri en eina alkirkju í héraði, þó
tæplega fleiri en tvær því að oftar en tvisvar
mátti prestur ekki messa sama dag.
Nokkrum áratugum síðar, í lok 13. aldar,
var biskupstíundin í Skálholtsumdæmi, og þá
um leið kirkju- og preststíund, komin upp í
Mynd 5.
Kristshöfuð frá
Ufsum i Svarfaðardal
i rómönskum stil.
Liklega frá 11. öld.
280 hundruð.35 Enn var tíundin samt fjarri því
að duga fyrir útgjöldum.
Frá lokum 14. aldar er til mikið safn mál-
daga um eignir og tekjur kirkna í Skálholts-
biskupsdæmi.36 Við lauslega athugun á úrtaki
safnsins kemur í ljós að tíundartekjur hverrar
kirkju hafa að jafnaði verið um 70 álnir og
undantekning að þær færu yl'ir 120 álnir (eitt
kýrverð).37 Af þessu má sjá að hvorki kirkju-
né preststíund var höfðingjum nein sérstök
auðsuppspretta. Ef ekki hefðu komið til aðr-
ar tekjur eins og arður af stofnfé og gjafir,
hefðu margar kirkjur verið þungur baggi á
bændum.
Á 15. öld drógust tíundartekjurnar saman
bæði vegna versnandi árferðis en ekki síður
sökum þess að æ fleiri jarðir komust í eigu
kirkjulegra stofnana og urðu við það skatt-
frjálsar. Að lokum sá Skálholtsbiskup sig knú-
inn til að gefa út þau fyrirmæli á prestastefnu
í júní 1479 að framvegis skyldi greiða i'ulla tí-
und af þeim jörðum sem komist hefðu undir
dómkirkjuna og hverja aðra kirkju og klaust-
En hafi kirkju-
bændur búist
við skjótfengn-
um gróða af
tíundinni, hefur
sú von þeirra
brugðist
61