Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 93
QjfldumlraiLo UicenÁu JÍ&fniznjis, qv- 10. odaí-r. S72J.
TWWIIIH v
Mynd 5. Kort Jóns Ólafsssonar frá Grunnavík af Kaupmannahöfn eftir brunann. Jón afmarkaði brunasvæðið með
þykku rauðu striki. Bústaðir Ama eru merktir inn á kortið með tölustöfum. Þess ber að geta að húsnúmer fóru eftir
hverfum, en ekki götum: 1. Stóra Kanúkastræti, Klædebo Kvarter nr. 35. 2. Kóngsins Nýjatorg á horni
Gothersgötu,St. Anna Kvarters 0stre del, nr. 63. 3. Stærrastræti, 0ster Kvarter nr. 341.4. Laxagata, 0ster Kvarter
nr. 284. 5. Aðmíráls-gata, 0ster Kvarter nr. 291B.
kviðarins.“ Tveimur klukkustundum síðar
versnaði honum og linnti ekki um nóttina.
Hann naut hvorki svefns né matar í þrjá daga.
Hann var „ganske forstoppet“ og tvöfaldur
skammtur af ensku salti hjálpaði ekki. Hier-
onymus Laub, líflæknir konungs, kom því
einu til leiðar að losa hægðatregðuna svo
Arni fékk sterkan niðurgang, en þvaglát voru
lítil sem engin. Laxeringunni fylgdi „sérdeilis
þungur lethargus, svo hann gat varla haldið
sér upp einn tíma utan maður væri án afláts
að tala við hann.“ í kviðnum voru verkirnir
þeir sömu og svo sem hella í'yrir brjóstinu
með uppköstum, ropum og freti. Lystarleysið
var algjört og frá nýársdegi smakkaði hann
varla mat, en drakk nokkuð til að svala sér,
einkum múltuberjasafa frá Noregi. Að mati
Jóns Ólafssonar var sjúkdómurinn allur inn-
vortis: „líkast að sjá sem af lengi tilsöfnuðu
forkjölelse og gömlum innvortis kvilla, því
það var að merkja svo sem nokkur saman-
runnin materia stæði teppt í innyflunum eður
búknum.“ Síðustu dagana „gekk upp tvisvar
eður þrisvar tegund af einhverri materiu með
gallslit á.“ Ekki þótti Jóni ólíklegt að áfallið
við brunann og vosbúð mánuðina á eftir hefði
haft sitt að segja, en til höfuðsins var Árni í
lagi, nema fyrstu nóttina og síðan al'tur undir
Svo virðist sem
Árni hafi flutt
handritin með
sér á milli húsa
og hélt þeim
áreiðanlega í
röð og reglu
eftir því sem
húsrúm leyfði
91