Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 51

Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 51
Viðtal við Arthur Marwick ir sagnfræðinga eins og mig sem leggja á- herslu á heimildarannsóknir. Carr spyr hvert sé í raun inntak heimildanna og setur á langa ræðu um að þær innihaldi aðeins skoðanir höfundar. Þetta er líka út í hött. Carr nefnir dæmi af milliríkjasamningum og tilskipunum stjórnvalda, en í Nature of History bendi ég á allt það margvíslega sem hægt er að lesa út úr slíkum heimildum. Þar geri ég einnig greinar- mun á heimildum sem nú er orðinn alþekkt- ur: frásögnum og leifum. Ég sýni fram á að í ritheimildum er ekki aðeins að sjá ætlun og hugsun höfundar heldur einnig forsendur, gildi og viðhorf sem hann miðlar ómeðvitað. ' Eg er því mjög gagnrýninn á viðleitni Carrs til að draga úr gildi ritheimilda. Ástæða þess að Carr gerði þetta var auðvitað sú að hann vildi koma marxískum söguskilningi sínum á fram- færi og að marxísk söguskoðun væri mikil- vægari en rannsókn á ritheimildum. Hann tal- ar um sagnfræðinga sem hafa djúpan skilning á gangi sögunnar, hina sönnu sagnfræðinga, og þar á hann við að þeir sagnfræðingar sem hafi marxískan skilning á söguþróuninni séu betri sagnfræðingar. What is History? er ekki bara vond bók heldur líka hættuleg. Skilaboðin sem lesandi fær eru þessi: Gleymdu heimildum og rann- sóknum, rétt marxísk söguskoðun er allt sem þarf. Bókin byrjar vel en því miður lesa marg- ir aðeins fyrsta kaflann. Tilgangur sagnfræðinnar er að skil ja samtíðina Afstaða ykkar Carrs er einnig ólík þegar kemur að spurningunni um gagnsemi sagn- fræðinnar. Carr fjallar ekki mikið um þetta atriði. Núna telja sumir mig til hefðbundinna sagn- fræðinga, en þegar ég skrifaði Nature of History í lok sjöunda áratugarins var ég að bregðast við því hefðbundna viðhorfi að sagnfræðin væri viðfangsefni háskólaborgara í Oxford. Þá var ekki fengist við spurningar á borð við: Hvað fæst sagnfræðingurinn við og hvernig vinnur hann? í spurningum til prófs voru örstuttir útdrættir úr skjölum, ekki til að prófa hæfni nemandans í að greina skjalið, heldur til að sjá hvort hann myndi efni alls skjalsins. Þegar ég byrjaði að kenna kynnti ég alveg nýja tegund af heimildaspurningum með nokkuð löngum skjalaútdráttum og spurði afmarkaðra spurninga. Nemendur áttu að gera grein fyrir skjalinu, eðli þess og heim- ildargildi, setja það í samhengi, fjalla um það á gagnrýninn hátt og draga síðan saman gildi þess fyrir ákveðið viðfangsefni. Ég snerist gegn áhugamannahefðinni innan sagnfræð- innar sem sniðgekk aðferðafræði og taldi ekki gerlegt að kenna nemendum rannsóknarað- ferðir því þeir væru ekki nógu klárir til að skilja þær. Nóg væri að þeir öðluðust almenna sögulega þekkingu. Ég var einnig gagnrýninn á það viðhorf að sagnfræðin væri menntun fyrir herramenn, til að fága siöi þeirra og gefa þeim menningar- legt yfirbragð. Þetta var raunar einnig hlut- skipti ensku og heimspeki. Ég taldi að sagn- fræðin hefði ákveðinn tilgang vegna þeirra áhrifa sem fortíðin hefur á samtíðina. Það er ekki hægt að skilja vandamál samtímans og hugmyndastefnur nema maður þekki sögu þeirra. Þetta taldi ég aðaltilganginn með Ég snerist gegn áhugamanna- hefðinni innan sagnfræðinnar sem sniðgekk aðferðafræði 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.