Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 13
í læri hjá Komintem
Nielsen komu til Tsypnavolok hafði tæpur
helmingur fiskimanna á staðnum þegar geng-
ið í félagsútgerðina. Verkefni þremenning-
anna virðist fyrst og fremst hafa verið að að-
stoða flokksdeildina við að ljúka „kollektívís-
eringunni”. Ekki kemur fram með hvaða
hætti þetta var gert, en af skrifum yfirmanna
Norðurlandadeildarinnar má ráða að verkinu
hafi verið lokið um haustið. í skýrslum sínum
um sumarvinnuna gerðu Stein, Eng og Niel-
sen einkum grein fyrir margvíslegum vanda
vélbátaútgerðarinnar í Tsypnavolok og komu
með tillögur til úrbóta. Fróðlegri eru þó
klögumál sem gengu á milli þeirra og ollu því
að endingu að Norðurlandadeildin á Vestur-
háskólanum þurfti að fella úrskurð. Póroddur
lá undir ámæli frá Norðmönnunum tveimur
en þeir sökuðu hann um að hafa gert fimm
pólitískar villur um sumarið.
Villurnar voru þessar:
„1/ Félagi Stein var andvígur ákvörðun
flokksins um að fél. Tarjagín, formaður
flokksdeildarinnar, Eng, Stein, Nielsen og
einn norskur sjómaður færu saman í róður á
bát frá félagsútgerðinni."42 Eetta hafði flokks-
deildin ákveðið þar sem bátarnir höfðu kom-
ið inn snemma en mikið var til af góðri beitu.
Daginn eftir hafði Póroddur bætt gráu ofan á
svart með því að gagnrýna ákvörðun flokks-
deildarinnar á fundi. Flann virðist ekki hafa
viljað ögra fiskimönnunum, en það var ein-
mitt það sem flokksdeildin vildi.
„2/ Þegar verið var að reka áróður fyrir
skuldabréfakaupum til styrktar iðnvæðing-
unni gerði fél. Stein stórkostleg pólitísk mis-
tök og algjörlega ósamboðin flokksfélaga,
sem hlýtur að vinna að markmiðum skulda-
bréfasölunnar.“ Þóroddur hafði neitað að
kaupa skuldabréf fyrir tíu rúblur á þeim for-
sendum að hann væri þegar búinn að kaupa
svo mikið sem honum bæri.43
„3/ Fél. Stein neitaði að skuldbinda sig til
kaupa á varnarskuldabréfum þó að fiski-
mennirnir og jafnvel konur og börn hafi sett
nöfn sín á undirskriftalista varnarlánsins sem
látnir voru ganga á dansleik í plássinu.**44
Þetta var sömuleiðis gróf pólitísk villa sem
Eng og Nielsen þótti sýna betur en annað að
Þórodd skorti pólitískan þroska.
„4/ Fél. Stein æsti fiskimennina upp í að
neita að taka við frosinni beitu, og það jafnvel
þó að félagsútgerðin hafi afsalað sér rétti til
að hafna beitu upp á sitt eindæmi."
Loks hafði Þóroddur lýst sig andvígan því
að starfsmenn félagsútgerðarinnar væru
heiðraðir eða sneyptir opinberlega með því
að verka þeirra væri getið á rauðri og svartri
töflu, eftir atvikum. Slíkt fyrirkomulag taldi
Mynd 13. Norskt
þorp á Kólaskaga.
Norskir landnemar
settust að viö
ströndina á 19. öld.
Þar voru enn
norsk þorp á fjórða
áratugnum, en
afkomendur
innflytjendanna
voru fluttir burt í
upphafi seinni
heimsstyrjaldar og
dreifðust þeir sem
komust af um
Sovétríkin.
Mynd 14.
Brynjólfur
Bjarnason.
11