Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 68

Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 68
Sigríður Matthíasdóttir Mynd 3. Tomas Garrigue Masaryk (1850-1937), fyrsti forseti lýðveldisins Tékkóslóvakfu. Hann vildi sannfæra þjóð sína um að hún stæði vestrænum lýöræðisþjóöum hvergi að baki. © e f d) i á> 11 0 ö t) nt e n. Urtunttn unt fcaní iáriftrn. »>«■) D a i « r f n. X« Urgi(«u»n ■« »n 3«« trr ft.rjíjr m ícfmtu V t . *. 3* «—'!«•• kr. ■«• U.t.r 1»3«. Mynd 4. Titilsíða frumútgáfu bókar Palackýs, Geschichte von Böhmen, sem kom út í Prag 1836. 'S? V Mynd 5. Frantisek Palacký, þekktasti sagnaritari Tékka á 19. öld. Tomas Masaryk sótti hugmyndir sínar að miklu leyti til hans. heimspekingurinn Tomas Masaryk (1850- 1937).6 Masaryk var einn helsti baráttumað- urinn fyrir stofnun ríkisins Tékkóslóvakíu árið 1918 og síðan forseti landsins til 1935. í ritum sínum vísaði Masaryk ævinlega til gull- aldar hinnar tékknesku þjóðar, rétt eins og þjóðernissinnaðir menntamenn íslenskir, en hugmyndin um gullöld er alþekkt fyrirbæri í þjóðernisgoðsögnum. í þjóðernishugmynd- um Tékka er litið á tímabil hinna svokölluðu húsíta sem gullöld tékkneskrar þjóðar en þeir eru kenndir við siðskiptafrömuðinn Jan Hus sem barðist fyrir endurbótum á kaþólsku kirkjunni en var brenndur á báli fyrir það árið 1415.7 í þjóðernispólitískum skrifum sínum leit- aðist Tomas Masaryk stöðugt við að sýna fram á hvernig Tékkar hefðu á tíma húsít- anna ekki einungis staðið öðrum þjóðum framar í trúarlegum efnum. f>eir hefðu ekki síður verið persónugervingar hugmynda á borð við frelsi mannsins, jafnrétti allra manna og bræðralag eða með öðrum orðum, frum- herjar á sviði þeirra hugmynda sem einkenna stjórnarfyrirkomulag Vesturlanda nútímans. Að áliti Masaryks voru Tékkar frumkvöðlar á þessu sviði allt til ársins 1620 er þeir biðu lægri hlut í hinni svokölluðu orustu við Hvíta- fjall.8 Þá biðu tékkneskir aðalsmenn ósigur fyrir Habsborgurum og hefur árið 1620 svip- aða stöðu í þjóðernisgoðsögn Tékka og árið 1262 í íslenskri þjóðernisgoðsögn. f»að mark- ar endalok gullaldarinnar og upphaf hnignun- artímabilsins sem fylgdi erlendum yfirráðum.9 Skrif Masaryks eru þannig mjög gott dæmi um hvernig þjóðernisgoðsagnir voru skapað- ar og hvernig unnið var að því að móta sjálfs- mynd hinna smærri Evrópuþjóða á borð við Tékka og íslendinga sem vildu stofna lýðræð- isleg þjóðríki en skorti að mörgu leyti þær hefðir og þá sögulegu þróun sem slíkt stjórn- arfyrirkomulag var sprottið af. Þessi skrif sýna vel aðferð menntamanns sem vildi að þjóð hans tæki upp nútímalega stjórnarhætti og stofnaði nútíma þjóðríki en fann um leið fyrir vanmætti hennar gagnvart þeirri hug- myndafræði og þeim þjóðfélagsaðstæðum sem þetta tvennt varð til úr. Masaryk er í raun að segja þetta: f*að getur vel verið að það sé útbreidd skoðun að hugmyndir um frelsi ein- staklingsins eða jafnrétti allra manna hafi fyrst orðið til í Englandi eða í Frakklandi með frönsku byltingunni en það byggist á van- þekkingu og misskilningi. Þessar hugmyndir eiga í raun uppruna sinn hér hjá okkur og ekki nóg með það, þær eru óafmáanlegur þáttur í tékkneskri þjóðarsál. Það sem sögu- lega hefur komið í veg fyrir að lýðræði Tékka frá því á miðöldum fengi að þróast hafa verið erlend yfirráð, þ.e. drottnun þýskrar yfirstétt- ar. Með þessu vildi Masaryk að sjálfsögðu sýna fram á að Tékkar ættu óumdeilanlegan rétt á að teljast til nútíma lýðræðisþjóða um leið og hann vildi sannfæra þjóð sína um að hún stæði þessum sömu lýðræðisþjóðum hvergi að baki, þvert á móti væri hún þeim í raun miklu fremri.10 íslenskir menntamenn brugðust á margan hátt líkt við nútímanum og Tomas Masaryk. Aðferð þeirra við að gera nútímaþjóð úr ís- lendingum, byggja upp íslenska sjálfsmynd og um leið að sýna fram á nauðsynina á frelsi og sjálfstæði íslensku þjóðarinnar svipar til þeirr- ar leiðar sem Masaryk fór í sínum ritum. Hug- myndafræðingum íslenskrar þjóðernishyggju 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.