Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 18

Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 18
Þorgrímur Gestsson Laugameshverfi verður til Rýnt í gamlar Ijósmyndir Tvær ljósmyndir, teknar með 30 eða 40 ára millibili af því sem nú heitir Laugarneshverfi, segja okkur mikla sögu ef við gefum okkur tíma til að rýna dálít- ið í þær. Sú eldri (mynd 1) var tekin einhvern tímann á árunum 1913 til 1920, í áttina til heldur kuldalegrar Esju með vorsnjó í giljum og klettabeltum. Ljósmyndarinn hefur líklega staðið rétt vestan við Tungu, sem stóð allt fram á síðustu ár við Laugaveg, ekki langt frá þar sem Sjónvarpshúsið er nú. Örlítið hægra megin við miðja myndina ber gamla Laugarnesbæinn í Sundin. Hann var reistur árið 1885, sama ár og Reykjavíkur- bær keypti jörðina. Eegar myndin var tekin bjuggu þar annaðhvort Þórður Þórðarson og Ingunn Einarsdóttir eða Þorgrímur Jónsson söðlasmiður og kona hans, Ingibjörg Þóra Kristjánsdóttir, allt eftir því hvort ljósmyndar- inn var á ferð fyrir eða eftir 1915. Meðal barna Þorgríms og Ingibjargar voru Ólafur hæstaréttarlögmaður, einn af stofnendum Tónlistarfélagsins og Tónlistarskólans, og Gestur, myndlistarmaður, kennari og fyrrum útvarpsmaður og skemmtikraftur. Heimildir eru til um búsetu í Laugarnesi frá því skömmu eftir landnám og kirkju frá því um 1200. Hún stóð lítið eitt til hægri við bæjarhúsið. Lengst til vinstri blasir við holdsveikraspít- alinn í Laugarnesi, sem danskir Oddfellowar reistu árið 1897 og gáfu íslensku þjóðinni. Ear ólst upp, meðal margra annarra, Jónas Haralz hagfræðingur, fyrrum bankastjóri og starfs- maður Alþjóðabankans. Hann er sonur séra Haralds Níelssonar prófessors og spítala- prests og frú Aðalbjargar Sigurðardóttur kvenréttindakonu. Breski herinn tók spítal- ann til sinna þarfa á stríðsárunum, en hann brann til kaldra kola árið 1943. Lengst til hægri er hús Norðmannsins Em- ils Rokstads, tengdasonar Ingunnar í Laugar- nesi af fyrra hjónabandi. Kona Rokstads hét Jóhanna Ingunn Jónína, en faðir hennar var Friðrik, kallaður snikkari, og bjó til dauða- dags með Ingunni konu sinni á Eyrarbakka. Rokstad flutti húsið tilsniðið frá heimalandi sínu, reisti það árið 1912 og kallaði Bjarma- land. Húsaþyrpingin á miðri myndinni tilheyrði fiskverkunarstöðvunum tveimur á Kirkju- sandi, íslandsfélaginu og Th. Thorsteinsson, sem voru reistar rétt fyrir og skömmu eftir aldamót. Þar skín mjallhvítur saltfiskur á þurrkreitunum í glampandi sólskini og norð- anátt. Ekki ber á öðru en að töluvert hafi ver- ið komið í stakka þegar ljósmyndarinn var á ferð, enda langt liðið á dag, af því að dæma hvernig ljós og skuggar standa á húsunum. Ef vel er að gáð sést Laugarnesvegur liggja þvert yfir myndina í forgrunni hennar. Hann var nefndur Spítalavegur í upphafi því hann var lagður árið 1897 vegna holdsveikraspítal- ans og lá frá Laugavegi nálægt Hátúni 12. Beint fyrir neðan Kirkjuból hverfur vegurinn ofan að Fúlalæk þar sem hann hafði grafið sig eina tvo metra niður, liggur þar yfir brú en beygir síðan krappt til vinstri rétt við Bjarma- land. Þar beygir Laugarnesvegur aflur til vinstri yfir brú á Laugalæk, sem féll til sjávar milli Ytri- og Innri-Kirkjusands, síðan með- fram húsaröð Islandsfélagsins, sem er á miðri myndinni. Þar stendur háreist þurrkhúsið næst okkur, nýlegt þegar myndin var tekin, en síðan hin húsin, lágreistari, í beinni röð til norðvesturs: vaskhúsið og verbúðin. Saltskúr, þar sem einnig var eldhús, var við norðurenda verbúðarinnar, en handan hans tók við spít- alatúnið. Verbúðin og saltskúrinn eru hið eina sem stendur enn í dag af þessum bygg- 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.