Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 67
Sigríður Matthíasdóttir
Endurreisn lýðræðisins
Þjóðernisgoðsagnir íslendinga og Tékka
aALÞINGISHÁTÍÐINNI Á ÞINGVÖLLUM
árið 1930 var mættur fjöldi erlendra
. sendimanna til að samgleðjast ís-
pjóðinni þar sem hún hélt upp á 1000
ára afmæli Alþingis. Meðal þeirra var fulltrúi
hins nýstofnaða lýðveldis Tékkóslóvakíu en
sá hét Jean Malypetr. Um leið og Malypetr
bar fram árnaðaróskir frá tékknesku þjóðinni
hafði hann orð á því í ræðu sinni hve þjóðirn-
ar tvær, íslendingar og Tékkar, ættu sér líka
sögu þrátt fyrir að þær væru, eins og hann
sagði, „aðskildar. . . af hafi og löndum'1.1 Ég
ætla ekki að gera tilraun til að dæma um raun-
veruleg líkindi með sögu þessara tveggja
þjóða. Hins vegar álít ég að Malypetr hafi hitt
naglann á höfuðið ef þjóðernisleg sjálfsmynd
og þjóðernisgoðsagnir þjóðanna tveggja eru
bornar saman. Hér vil ég geta þess að þjóð-
ernisleg sjálfsmynd er þýðing mín á enska
hugtakinu national identity eða national iden-
titet á Norðurlandamálum. Þótt ég viti ekki til
að þjóðernishugmyndir Islendinga og Tékka
hafi áður verið bornar saman þá hafa þessi
líkindi áður verið reifuð. Benda má á ummæli
Inga Sigurðssonar en hann hefur sagt að það
liggi beint við að bera saman þjóðernissinn-
aða sagnaritun íslendinga við sagnaritun ann-
arra smáþjóða í Evrópu sem öðluðust sjálf-
stæði 1918 eins og Tékkar gerðu. Ingi nefnir
Pólverja og Tékka sem dæmi um þjóðir með
líkar þjóðernishugmyndir og íslendingar. Það
væri of langt mál hér að fara nákvæmlega í
ástæður þessara líkinda en mikilvægt er þó að
þessar þjóðir mótuðu hugmyndir sínar um
sjálfar sig í sjálfstæðisbaráttu gegn gömlu
herraveldi,2 íslendingar gegn Dönum og
Tékkar gegn þýskri yfirstétt innan Austur-
ríska keisaradæmisins. Sömuleiðis var hér um
að ræða þjóðir sem báðar voru þjóðfélagslega
vanþróaðar samanborið við þau ríki þar sem
hugmyndir nútímans um þjóðríki og lýðræði
urðu til.3
Meðan fslendingar og Tékkar háðu sjálf-
stæðisbaráttu gegn hinum gömlu herraveld-
um á 19. öld blómstruðu bókmennta- og mál-
fræðirannsóknir í þjóðernisrómantískum
anda um alla Evrópu en þjóðernishugmyndir
bæði Tékka og íslendinga eiga rætur sínar í
slíkum rannsóknum. Breski félagsfræðingur-
inn Anthony Smith hefur skilgreint markmið-
ið með þessum rannsóknum þannig að þær
hafi átt að leggja grunninn að sjálfsmynd
þeirra þjóðríkja sem voru í mótun um alla
Evrópu. Smith segir að með rannsóknum
þessum hafi verið skapaðar þjóðernisgoð-
sagnir en það hugtak skilgreinir hann þannig
að í þeim sé fortíðin endurrituð og endur-
sköpuð, ekki með fræðilegt markmið í huga
heldur það pólitíska markmið að hún verði
fyrirmynd framtíðarinnar. Þannig rituðu
menntamenn nítjándu aldar og jafnvel þeirr-
ar tuttugustu mikil fræðirit þar sem raun-
verulegar heimildir um sögu þjóðanna voru
lagaðar að pólitísku markmiði samtímans, því
að stofna nútíma þjóðríki og leggja grunninn
að þjóðernisvitund þjóðanna.4
íslendingar eiga nokkur skýr dæmi um
þjóðernispólitísk fræðirit af þessu tagi. Má
þar nefna alþýðufyrirlestra sagnfræðingsins
Jóns Aðils sem út komu í byrjun aldarinnar,
íslenzkt þjóðerni og Gullöld íslendinga en
þeim var ætlað að skapa íslendingum þjóð-
ernislega sjálfsmynd við hæfi og hvetja þá til
dáða í sjálfstæðisbaráttunni. Kennslubækur
Jónasar Jónssonar frá Hriflu í íslandssögu
þjónuðu einnig sama tilgangi.5
Einn þeirra sem mest skrifaði um sögu
tékknesku þjóðarinnar í því skyni að gefa
henni þjóðernislega sjálfsmynd og sýna fram
á rétt hennar til sjálfstæðis var tékkneski
ÍSLENZKT ÞJOÐERNI
ALÞtÐUrrRIRLESTRAR
ION l AÐILS
REYKJAVIK
Mynd 1.
Titilsíða annarrar
útgáfu bókarinnar
Islenzkt þjóðerni
eftir Jón Aðils frá
1922.
Mynd 2.
Jón Aðils.
65