Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 76
Jón Viðar Sigurðsson
Fegurð kvenna
skipti þá eins
og nú töluverðu
máli
Ef konum
og dætrum
þingmanna var
rænt var það
ekki einungis
áfall fyrir þing-
manninn og
vininn heldur
einnig goðann
En víkjum nú sögunni að kvennaránunum
sjö. Sex af þeim eiga það sameiginlegt að það
eru goðar eða menn sem þeir hafa tekið und-
ir verndarvæng sinn, sem standa að baki
þeim. Undantekningin er ránið á Ásgerði í
Guðmundar sögu dýra. Goðarnir voru mikil-
vægustu og valdamestu menn landsins, hinir
eiginlegu landsfeður. Á Alþingi voru löggjaf-
arstörf að mestu leyti í þeirra höndum, og
heima í héraði héldu þeir flestum valdaþráð-
um í hendi sér, svo sem búsetu, verðlagningu
og löggæslu. Mikilvægustu eiginleikar goð-
anna í pólitískum átökum þjóðveldisaldar
voru gáfur og ráðsnilld sem endurspeglar að
deilurnar voru tiltölulega friðsamlegar.
Kænska var betri en vopnfimi og gjarnan not-
uð til að útskýra hvers vegna einstökum goð-
um vegnaði betur en öðrum.15 Vatnsfirðingum
er lýst á eftirfarandi hátt. Þeir voru hinir
„mestu höfðingjar. Páll var allra manna
vænstr ok gerviligastr, en Snorri var lítill maðr
ok vænn og forvitri ok skörungr mikill.“ Ekki
er að sjá að ránið á Hallgerði hafi á nokkurn
hátt dregið úr virðingu þeirra eða annarra
goða sem stóðu í slíkum stórvirkjum.
En hvers vegna rændu goðar eða létu ræna
konum? Meginástæðan er pólitísk, það er að
auðmýkja andstæðinga sína í hópi annarra
goða og skjólstæðinga þeirra. Grundvöllur
goðavalds voru hin gagnkvæmu bönd á milli
goða og þingmanna. Án stuðnings þeirra
hafði goðinn engin völd, goðorð hans gufaði
upp ef svo má að orði kveða, og án verndar
goðans var staða bænda óörugg. Aðalverk-
efni goða í héraðsstjórninni var að varðveita
friðinn í goðorðum sínum, það er meðal þing-
manna sinna. Það skapaði traust og trúnað.
Mistækist það var hætta á að bændur flyttust
búferlum eða leituðu stuðnings annars goða.
Goði varð að vernda þingmenn sína fyrir
ágangi og áreitni annarra goða og þingmanna
þeirra. Þingmennirnir voru undirstaða valda
hans og þá varð goðinn að styðja skilyrðis-
laust. Brygðist goðinn verndarhlutverki sínu
átti hann á hættu að tapa bæði virðingu sinni
og þingmönnum sem sáu hagsmunum sínum
betur borgið í skjóli annarra goða. Ef konum
og dætrum þingmanna var rænt var það ekki
einungis áfall fyrir þingmanninn og vininn
heldur einnig goðann. Hann hafði brugðist
verndarskyldu sinni. Þess vegna voru kvenna-
rán flokkuð til stórmála, sérstaklega þegar
heldri manna konum var rænt.
Fyrir karlmann fannst varla meiri niður-
læging en að eiginkonu hans eða dóttur væri
rænt. Það afhjúpaði máttleysi hans frammi-
fyrir alþjóð. I samfélagi þjóðveldisaldar
skipti heiður og æra meginmáli og brottnám
eiginkonu eða dóttur setti svartan blett á
æruna sem erfitt var að afmá. Þetta kemur
berlega fram í hugtakanotkun frásagnanna,
þar er talað um svívirðingu, ósæmð og að
sýna ósóma í tengslum við kvennarán. Goð-
arnir voru með kvennaránum ekki einungis
að smána mótherja sína og stuðningsmenn
þeirra, þeir voru einnig að ögra þeim og sam-
tímis að sýna mátt sinn og megin. Einungis
goðar gátu lítillækkað fólk á þennan hátt.
Fegurð kvenna skipti þá eins og nú tölu-
verðu máli. Hallur Þjóðólfsson hefur væntan-
lega fallið fyrir fegurð Álofar og fengið leyfi
Einars til að ræna henni. Án samþykkis Ein-
ars var það óframkvæmanlegt. Að ræna konu
sem naut húsaskjóls og verndar goða var svo
mikil óvirðing við hann að hætta á drápi sem
hefndaraðgerð var yfirvofandi. Samkvæmt
sögunni er Hvamm-Sturla fullur fyrirlitningar
á þessu framferði Einars og segir það illa gert
að „veita vandræðismönnum á leið fram ok
leggja þar við virðing sína.“ Sturlu saga er aft-
ur á móti óvenju þögul þegar greint er frá
dáðum Sveins Sturlusonar, sonar Hvamm-
Sturlu. Sagt er frá brottnámi Valgerðar í fáum
orðum og þagað þunnu hljóði yfir hinum
„miklu ósátlum“ sem fylgdu í kjölfarið.
Pólitískar og efnahagslegar orsakir kvenna-
ránanna koma berlega fram í frásögnunum af
Ásbirni Guðmundarsyni og konu Högna, og
af Sturlu Sighvatssyni og brottnámi Jóreiðar.
Þegar Jóreiður hafnaði bónorði Ingimundar
Jónssonar nam Sturla hana á brott. Eftir að
Jóreiður var komin að Sauðafelli tók Sturla
að sér hlutverk hjónabandsmiðlara og reyndi
að splæsa hana og Ingimund saman. Sturla
vildi með þessu tryggja vini og fylgdarmanni
auðæfi ekkjunnar Jóreiðar, samtímis sem
gifting þeirra dró fé undan andstæðingum
Sturlu, liðsmönnum Þórðar Sturlusonar. Jó-
reiður varð síðar tengdamóðir Sturlu Þórðar-
sonar og er ekki ósennilegt að gifting hans og