Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 41

Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 41
„Vinnan göfgar...“ iáá® verkun er skráð í vinnuskýrslur 1807, frá júní til septemberloka, og er þar tekið fram hvort menn séu að vakta fiskinn, þurrka hann eða taka á móti honum.26 Aðeins er einu sinni minnst á fiskverkun árið 1808. Ekki er afla- leysi um að kenna því það sumar var fiskafli góður.27 Engin skýring finnst því á þessu. Þetta sumar voru einnig nokkrir fangar send- ir til Keflavíkur að sækja fisk og er það lengsta ferð sem fangar fara.28 Annars mið- aðist vinna þeirra við Reykjavík, Seltjarnar- nes og einstaka sinnum Hafnarfjörð. Ýmis- legt annað smálegt tilheyrði útræðinu eins og viðhald og viðgerðir á bátum og veiðarfær- um.29 I stórum dráttum var þetta sú vinna sem fangar stunduðu helst úti við á sumrin. En það er ýmislegt annað og smálegra sem ekki er síður athyglisvert. Meðal annars er áber- andi hversu oft lyf voru sótt og eru þær ferðir skráðar í skýrslurnar. Árið 1807 fer sex og hálfur dagur í að sækja lyf frá september og fram í nóvember. Árið eftir eru sjö dagar skráðir í slíkar ferðir, en þeir dreifast á lengri tíma, frá janúar og fram í mars og svo aftur í maí og júní.30 Virðist þá fangi vera sendur úl í Nesstofu þar sem lyfsalinn bjó. Ekkert bend- ir til annars en að viðkomandi fangi hafi farið einn því enginn tilgangur var í því að senda einhvern með honum sem gat sótt lyfin sjálf- ur. Ekki er ólíklegt að fangar hafi verið send- ir fyrir bæjarbúa í leiðinni, en um það eru engar heimildir. Einstaka sinnum virðast fangar einnig vera í vinnu hjá lyfsalanum og er það þá skráð á „Apotheket“.31 Fjöldi lyfja- ferða þarf hins vegar ekki að koma á óvart því langtímum saman eru þó nokkuð margir fangar veikir og rúmliggjandi. Það segir svo aftur sitt um aðbúnað og mataræði. Til er lyfjareikningur frá árinu 1808 og eru þar skráðar 38 færslur, en það ár sátu 26 fangar inni. Þar koma fram nöfn sjúklinga og hvaða lyf þeim hafa verið gefin og má sjá að nær all- ir fangarnir hafa að minnsta kosti einu sinni veikst það alvarlega að ástæða þótti til að gefa lyf.32 Fangarnir voru látnir vinna ýmislegt fleira yfir vor- og sumartímann. Póstkassinn var iluttur reglulega til Hafnarfjarðar, að öllum líkindum á skipsfjöl. Allt upp í 11 fangar eru skráðir í þessa flutninga árið 1807, sex fangar 1808 og tveir fangar 1809.33 Ómögulegt er að segja nokkuð um hvers vegna svo margir sinntu þessu verkefni, en kannski var hér ein- ungis um einn dag að ræða á ári eða farið var nokkra daga í röð. Greiðslan kom úr jarða- Mynd 8. Allir vinnufærir fangar fengu eitthvað að starfa yfir sumar- mánuöina í mógreftri og annarri útivinnu. Þá skyldu karifangar stunda sjóróðra. Áberandi er hversu oft lyf voru sótt í Nesstofu þar sem lyfsalinn bjó. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.