Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 101
hafa örugglega sömu sögu að segja, þvílíkt
var úrvalið. En ég náði að fylgjast með rann-
sóknum ungra fræðimanna og ætli hin erindin
sem ég hlýddi á flokkist þá ekki sem rann-
sóknir aldraðra fræðimanna!
Allir sem að þinginu komu vönduðu til
verka. Starfsmenn og stjórnendur þingsins
stóðu sig einstaklega vel, en ég þykist vita að
þeir séu nú hvíldinni fegnir og vilji flest ann-
að gera en huga að næsta þingi. Ég held enda
að svona stórt þingi eigi aðeins að halda á
þetta fimm til sjö ára fresti, en inn á milli
mætti gjarnan hafa minni og sérhæfðari þing.
Getur ekki verið að á síðustu árum hafi sagn-
fræðingum fjölgað meira en tækifærunum til
að kynna rannsóknir sem þeir eru að vinna að?
Fyrst mér býðst þetta tækifæri langar mig
aðeins til að kvarta yfir einu sem tengist sögu-
þinginu, ekki beint, heldur fyrirlestrum og
framkomu áheyrenda yfirleitt. Mér fannst
stundum koma fyrir að þeim sem spurðu
spurninga að loknu erindi væri mest í mun að
láta líta svo út að þeir væru nú mjög fróðir um
efni þess, fróðari en fyrirlesarinn. Mér fannst
þetta sérstaklega áberandi að loknu einu er-
indinu á söguþinginu þegar tveir þinggestir
sögðu lítið vit í því sem fram hafði komið og
töldu sig færa rök að því í ansi löngu máli.
Menn þurfa að sýna háttvísi og virðingu og
standast þá freistingu að láta móðan mása,
væntanlega í þeirri von, sem sjaldnast er á
rökum reist, að áheyrendur dáist að viskunni.
Ég er ekki að segja að menn eigi að láta hjá
líða að gagnrýna, en það er hægt að gera á
marga vegu, að minnsta kosti betur en þarna
var gert.
Guðrún Ingólfsdóttir,
bókmenntafræðingur:
Al' Söguþinginu að dæma sýsla sagnfræöingar
við hitt og þetta, flest af því tagi að mætti kall-
ast afar fróðlegt en sannarlega misskemmti-
legt. Breiddina í efni þingsins ber ef til vill
ekki síst að þakka að þar kom saman fólk úr
ólíkum fræðigreinum, þó sagnfræðingar væru
vissulega í meirihluta eins og vera ber. Þarna
var til dæmis ákaflega skemmtilegur bók-
menntafræðingur, svo maður dragi taum
stéttar sinnar. Einkar ánægjulegt var einnig
99