Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 25
landnám
Pannig vinna fræðimennirnir óhjákvæmilega
líka, einkum núna eftir að heimildarýnin hef-
ur breytt rituðum frásögnum úr upplýsingum
í einberar vísbendingar. Og satt að segja gef-
ur það sögu landnámsins sérstakan sjarma að
þá gerast atburðir sem eru svo gagngerir -
flutningur fólks úr byggðu landi í óbyggt,
breyting lands úr óbyggð í byggð - að við get-
um sett okkur fyrir sjónir útlínur þeirra án
þess að hafa mjög miklum upplýsingum úr að
moða.
Þeir lesendur, sem ekki sjá sjarmann í
þessu, geta hlaupið yfir afganginn af grein-
inni, því að hún er öll á getgátustiginu, um-
ræða um það sem með meiri eða minni líkum
kunni að hafa gerst. Möguleikarnir í slíkum
getgátufræðum eru auðvitað ótæmandi og að
ýmsu leyti smekksatriði hvað menn telja lík-
legt eða ólíklegt. Þó er það svo að á hverjum
tíma fljóta vissar hugmyndir ofan á í sagn-
fræði landnámsaldar, ekki sem viðtekin sann-
indi heldur sem viðurkenndir möguleikar, til
dæmis nothæfir án mikilla fyrirvara við
kennslu eða í yfirlitsritum. Tilgangur þessarar
greinar er að rekja vissa mögulega þræði í
sögu landnámsaldar og leggja í dóm lesenda
hvort einhverjir þeirra eigi erindi í hóp þeirra
hugmynda sem við tökum að jafnaði mið af
sem viðurkenndum möguleikum.5
Landnám og búfé
Sveitabúskapur á íslandi hlýtur að hafa átt
sér eitthvert upphaf, og óhjákvæmilega með
því móti að bændafólk hafi gert út landnáms-
leiðangra yfir hafið, tekið með sér stofn að
^ * búfé og allt annað sem þurfti til að koma sér
fyrir í auðu landi - eða svo strjálbyggðu að
ekki dygði að treysta verulega á tengsl við
byggðina sem fyrir væri.
Mér er skapi næst að skilgreina hið eigin-
lega landnám sem innflutning þess fólks sem
flutti með sér búféð, það er stofninn að bú-
peningi síðari alda. Yfirleitt er gert ráð fyrir
Mynd 2.
Þótt „Ingólfur Arnar
bur“ og annað
stórmenni
Landnámabókar
sé að verulegu leyti
sannsögulegar
persónur er eitt-
hvað bogið við
tímasetningu þeirra.
Kannski hafa
upphafsmenn
höfðingjaætta alls
ekki tilheyrt fyrstu
kynslóðum land-
nema, heldur komið
siðar og hafist til
valda yfir frum-
byggjunum.
23