Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 87

Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 87
Er tíðinda að vænta af íslensku flokkakerfi? hugmyndin verði könnuð til hlítar og hafa tal- að samstarfi til stuðnings. Flestar Kvenna- listakonur telja einnig að flokkurinn muni ekki bjóða fram sérlista í næstu þingkosning- um, enda benda skoðanakannanir ekki til þess að hann eigi mikla möguleika. í Alþýðubandalaginu eru skoðanir einnig skiptar. Af þingmönnum hefur einungis Bryn- dís Hlöðversdóttir lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við sameiginlegt framboð, en einnig Jóhann Ársælsson varaþingmaður á Vestur- landi og formaður framkvæmdastjórnar flokksins. Athygli mína hefur vakið að Svav- ar Gestsson, sem lengi var einn valdamesti maður flokksins, hefur þagað eða tjáð sig heldur jákvætt um mögulegt samstarf. Svavar er mjög reyndur stjórnmálamaður sem ætlar sér væntanlega að vera lengi enn í stjórnmál- um, en er ekki á útleið eins og þeir Ragnar Arnalds og líklega Hjörleifur Guttormsson. Svavar ætlar ekki að loka sig inni í andstöðu við eitthvað sem liggur í loftinu. Formaður flokksins Margrét Frímannsdóttir hefur lýst stuðningi við kosningasamstarf svo fremi að samstaða náist um málefni. Síðastliðinn vetur átti hún frumkvæði að sameiginlegri nefnd A- flokka, Kvennalista og Þjóðvaka sem undir- búa skal samræðu flokkanna um málefna- grundvöll væntanlegs samstarfs. Sú nefnd stóð á s.l. vori fyrir sameiginlegri ráðstefnu flokkanna um framtíð velferðar- og mennta- kerfis, en starfar nú að undirbúningi sam- eiginlegra stefnumála flokkanna. Alþýðu- bandalagið heldur síðan landsfund í nóvem- ber þar sem samstarf flokkanna og hin sameiginlegu stefnumál verða eitt meginum- ræðuefnið. Víða um land, svo sem í Reykjanesbæ, Kópavogi, Akranesi, Stykkishólmi, Borgar- nesi og á Akureyri, eru vísbendingar um sterkan vilja forystumanna að minnsta kosti A-flokkanna til sameiginlegs framboðs í komandi sveitarstjórnarkosningum. Slíkt samstarf er þó mjög háð staðbundnum að- stæðum og einstökum pólitískum forystu- mönnum. Umræður um þau mál eru hins veg- ar með allt öðru og sjálfsagðara yfirbragði en verið hefur í þeim sveitarstjórnarkosningum sem ég hef fylgst með. Sama sjálfsagða yi'ir- bragð er á umræðum sem fram fara um sam- starf A-flokkanna í útgáfumálum þá daga sem þessi grein (í lok júlímánaðar 1997) er rituð. Loks má nefna að A-flokkarnir í Reykja- vík voru með fjölsóttan sameiginlegan hátíð- arfund á baráttudegi verkalýðsins 1. maí síð- astliðinn. Þar var mikill sáttatónn í ræðum að- alræðumanna, þeirra gömlu flokksbræðra Jóns Baldvins Hannibalssonar og Svavars Gestssonar. Einnig skiptir miklu máli sú staðreynd að núverandi ríkisstjórn er mjög traust í sessi. Verði svo áfram er líklegt að Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur haldi sínu samstarfi áfram fram á næstu öld og möguleikar ann- arra flokka á ríkisstjórnarþátttöku og ráð- herradómi yrðu litlir. Af framansögðu má sjá að það er meira að gerast og gerjast að þessu leyti innan flokk- anna sjálfra og í forystu þeirra en nokkru sinni fyrr. Andrúmsloft allt milli þeirra er jákvæðara, það skynja íslenskir kjósendur og styðja þróunina fyrir sitt leyti með afstöðu sinni í skoðanakönnunum eins og fram hel'ur komið. Mynd 4. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, ávarpar flokksstjórn Alþýðuflokksins í byrjun árs 1997. Til hliðar sitja Sighvatur Björgvins- son, formaður Alþýðuflokksins, Magnús Norðdal, formaður fram- kvæmdastjórnar flokksins, og Sigrún Benediktsdóttir, gjaldkeri flokksins. 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.