Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 87
Er tíðinda að vænta af íslensku flokkakerfi?
hugmyndin verði könnuð til hlítar og hafa tal-
að samstarfi til stuðnings. Flestar Kvenna-
listakonur telja einnig að flokkurinn muni
ekki bjóða fram sérlista í næstu þingkosning-
um, enda benda skoðanakannanir ekki til
þess að hann eigi mikla möguleika.
í Alþýðubandalaginu eru skoðanir einnig
skiptar. Af þingmönnum hefur einungis Bryn-
dís Hlöðversdóttir lýst yfir afdráttarlausum
stuðningi við sameiginlegt framboð, en einnig
Jóhann Ársælsson varaþingmaður á Vestur-
landi og formaður framkvæmdastjórnar
flokksins. Athygli mína hefur vakið að Svav-
ar Gestsson, sem lengi var einn valdamesti
maður flokksins, hefur þagað eða tjáð sig
heldur jákvætt um mögulegt samstarf. Svavar
er mjög reyndur stjórnmálamaður sem ætlar
sér væntanlega að vera lengi enn í stjórnmál-
um, en er ekki á útleið eins og þeir Ragnar
Arnalds og líklega Hjörleifur Guttormsson.
Svavar ætlar ekki að loka sig inni í andstöðu
við eitthvað sem liggur í loftinu. Formaður
flokksins Margrét Frímannsdóttir hefur lýst
stuðningi við kosningasamstarf svo fremi að
samstaða náist um málefni. Síðastliðinn vetur
átti hún frumkvæði að sameiginlegri nefnd A-
flokka, Kvennalista og Þjóðvaka sem undir-
búa skal samræðu flokkanna um málefna-
grundvöll væntanlegs samstarfs. Sú nefnd
stóð á s.l. vori fyrir sameiginlegri ráðstefnu
flokkanna um framtíð velferðar- og mennta-
kerfis, en starfar nú að undirbúningi sam-
eiginlegra stefnumála flokkanna. Alþýðu-
bandalagið heldur síðan landsfund í nóvem-
ber þar sem samstarf flokkanna og hin
sameiginlegu stefnumál verða eitt meginum-
ræðuefnið.
Víða um land, svo sem í Reykjanesbæ,
Kópavogi, Akranesi, Stykkishólmi, Borgar-
nesi og á Akureyri, eru vísbendingar um
sterkan vilja forystumanna að minnsta kosti
A-flokkanna til sameiginlegs framboðs í
komandi sveitarstjórnarkosningum. Slíkt
samstarf er þó mjög háð staðbundnum að-
stæðum og einstökum pólitískum forystu-
mönnum. Umræður um þau mál eru hins veg-
ar með allt öðru og sjálfsagðara yfirbragði en
verið hefur í þeim sveitarstjórnarkosningum
sem ég hef fylgst með. Sama sjálfsagða yi'ir-
bragð er á umræðum sem fram fara um sam-
starf A-flokkanna í útgáfumálum þá daga
sem þessi grein (í lok júlímánaðar 1997) er
rituð.
Loks má nefna að A-flokkarnir í Reykja-
vík voru með fjölsóttan sameiginlegan hátíð-
arfund á baráttudegi verkalýðsins 1. maí síð-
astliðinn. Þar var mikill sáttatónn í ræðum að-
alræðumanna, þeirra gömlu flokksbræðra
Jóns Baldvins Hannibalssonar og Svavars
Gestssonar.
Einnig skiptir miklu máli sú staðreynd að
núverandi ríkisstjórn er mjög traust í sessi.
Verði svo áfram er líklegt að Sjálfstæðisflokk-
ur og Framsóknarflokkur haldi sínu samstarfi
áfram fram á næstu öld og möguleikar ann-
arra flokka á ríkisstjórnarþátttöku og ráð-
herradómi yrðu litlir.
Af framansögðu má sjá að það er meira að
gerast og gerjast að þessu leyti innan flokk-
anna sjálfra og í forystu þeirra en nokkru
sinni fyrr. Andrúmsloft allt milli þeirra er
jákvæðara, það skynja íslenskir kjósendur og
styðja þróunina fyrir sitt leyti með afstöðu
sinni í skoðanakönnunum eins og fram hel'ur
komið.
Mynd 4. Margrét
Frímannsdóttir,
formaður Alþýðu-
bandalagsins,
ávarpar flokksstjórn
Alþýðuflokksins í
byrjun árs 1997.
Til hliðar sitja
Sighvatur Björgvins-
son, formaður
Alþýðuflokksins,
Magnús Norðdal,
formaður fram-
kvæmdastjórnar
flokksins, og Sigrún
Benediktsdóttir,
gjaldkeri flokksins.
85