Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 65

Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 65
Guði til þægðar eða höfðingjum í hag? skjóli voldugs höfðingja en ekki síðra að vita sig undir vernd dýrlinga sem við fótskör al- mættisins vöktu yfir eign sinni og hjúum daga og nætur.46 Loks skal nefnd sú kenning sem nýlega hefur komið fram að höfðingjar og stórbænd- ur hafi gefið kirkjum sínum heimaland allt í þeim tilgangi að stofna staði sem héldust síð- an óskertir og mynduðu kjarnann í héraðsríki þeirra.47 Niðurstaðan er sú að efnahagsleg rök eru ekki einhlít til að skýra hvers vegna íslenskir bændur fóru að tilmælum Gissurar biskups ís- leifssonar á alþingi 1097. Fjárfest í himnaríki Hér að framan hefur verið dregið í efa að ver- aldlegir hagsmunir höfðingja hafi ráðið ferð- inni við setningu tíundarlaganna. En hvaða fortölum beitti þá Gissur biskup til að fá landsmenn á sitt band? í Gulaþingslögum er vitnað í eftirfarandi orð Magnúsar Erlings- sonar konungs (1163/4-84): En vér höfum svo mælt við biskup vorn að hann skal oss þjónustu veita en vér skulum hana svo öðlast að vér skulum gera tíund alla og fulla bæði af ávexti öllum og viður- eldi, fiski og öllum réttum föngum.48 Ef til vill hafa slík sanngirnissjónarmið ver- ið ofarlega í huga manna á Þingvöllum 1097. En Gissur biskup gat boðið betur. í Eyr- byggja sögu (49. kafla) er frá því greint að kennimenn hafi gefið það fyrirheit „að maður skyldi jafnmörgum mönnum eiga heimilt rúm í himnaríki sem standa mætti í kirkju þeirri, er hann léti gera“.4') Þessi frásögn þykir ekki mjög trúverðug heimild, en þegar svipuð hugsun birlist í lagaboði frá hendi konungs er ástæða til að taka hana alvarlega. Árið 1267 gaf Magnús konungur lagabætir Hákonarson út réttarbót þar sem sagði meðal annars: Forn rök eru til þess og guðleg skipan og heilagra manna setningar votta bæði þeirra er í öndverðu heims voru og svo þeirra er eftir þá komu að hver kristinn maður á réttlega að gera tíund sína af öllum réttum afla þeim sem guð lér manninum þessa heims til þess að hann skal kaupa þar með hinn tíunda hlut í himinríki er maðurinn var í fyrstunni til skapaður og síðar í frá spærður með fjandans áeggjan og er sá sæll er það gerir með góðvilja en sá vesall er því neitar.50 Hér er sem ómi frá orðum heilags Sesars frá Arles (d. 543), biskups í Búrgundahéraði, sem sagði að eilíf sáluhjálp manna væri kom- in undir skilvísri greiðslu tíundar.51 Hafi Giss- ur biskup og kennimenn hans kveðið svo fast að orði var mikils að vænta af trúgjörnu fólki. Á 14. öld tók að brydda á því að landeigend- ur reyndu að koma tíundargreiðslunni yfir á leiguliða sína til að bæta sér upp það sem tap- aðist vegna lækkandi landskuldar.52 Var þá svo komið fyrir bændum að vildarjörðin í himnaríki freistaði þeirra ekki lengur? r , & 'f: Tilvísanir 1 íslendinga sögur I. Guðni Jónsson bjó til prentunar (Reykjavík, 1953), bls. 15 (íslendingabók). 2 Sbr. inngang Jóns Sigurðssonar í íslenzku fornbréfa- safni I (Kaupmannahöfn, 1857-1876), bls. 71-73, 120. 3 Sbr. Jón Jóhannesson, íslendinga saga 1 (Reykjavík, 1956), bls. 202. - Björn l’orsteinsson og Bergsteinn Jóns- son, íslandssaga til okkar daga (Reykjavík, 1991), bls. 65. - Magnús Stefánsson, „Tiend. Island", Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder 18 (Kaupmannahöfn, 1983), d. 287. 4 Corpus luris Canonici II. Ritstj. Aemilius Friedberg (Leipzig, 1881), d. 561, cap. xiv. Um guðlegan uppruna tí- undar, sjá 3. Mós. 27: 30-34 og 4. Mós. 18: 25-30, sbr. 5. Mós. 14: 28-29 og 26:12. 5 Jón Pjetursson, íslenzkur kirkjurjettur (Reykjavík, 1863), bls. 169. 6 Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Árnason sáu um útgáfuna (Reykjavík, 1992), bls. 37. - Norges gamle love V. Útg. Gustav Storm og Ebbc Hertzberg (Christiania, 1895), bls. 33 (kristinréttur Árna biskups). Mynd 8. Magnús konungur lagabætir. Högg- mynd í dómkirkjunni í Stavanger. 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.