Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 20
Þorgrímur Gestsson
Einar Benedikts-
son skáld keypti
skikana af
Sturlubræðrum
á öðrum ára-
tugnum, og
líkur benda til
þess að hann
hafi ætlað að
hagnast á því að
selja þar bygg-
ingarlóðir eftir
að járnbrautar-
teinar hefðu ver-
ið lagðir inn til
bæjarins
Rétt fyrir aldamót fengu Sturla Jónsson
kaupmaður og Friðrik bróðir hans, faðir
Sturlu Friðrikssonar líffræðings, á erfðafestu
nokkra skika frá Fúlutjarnarbæjunum og eitt-
hvað upp með Fúlalæk. Þeir ræktuðu þarna
nokkra túnbletti. Einar Benediktsson skáld
keypti skikana af Sturlubræðrum á öðrum
áratugnum, og líkur benda til þess að hann
hafi ætlað að hagnast á því að selja þar bygg-
ingarlóðir eftir að járnbrautarteinar hefðu
verið lagðir inn til bæjarins um það bil þar
sem Suðurlandsbraut og Laugavegur eru nú.
Járnbrautin var aldrei lögð og skáldið tapaði
skikunum eftir langvinn málaferli við Reykja-
víkurbæ sem lauk ekki fyrr en um 1930. Tún-
ið hið næsta Laugarnesvegi tilheyrði hins veg-
ar Tungu, sem áður er nefnd. Þar bjó Helgi
nokkur Jónsson um hríð, til ársins 1913, en
Dýraverndunarfélag íslands átti Tungu lengi
eftir það og hafði þar gæslu fyrir hesta ferða-
manna um langt árabil.
andi á þessari mynd, en Bjarg Páls Erlingsson-
ar og Erlings sonar hans er skáhallt fyrir ofan
þær. Sporöskjulagaði bletturinn er trjágarður
Sigríðar Sigurðardóttur, konu Erlings. Víði-
hlíð Carls Olsens er fremst á myndinni. í efri
hluta myndarinnar, vinstra megin, er Teiga-
hverfið að rísa. Efst til hægri er Kirkjusandur,
þar sem Bretar reistu vinnubúðir og fangelsi á
stríðsárunum. Húsaraðirnar efst á myndinni
standa við Laugarnesveg og Hrísateig.
Á yngri ljósmyndinni (mynd 2) sem við
virðum fyrir okkur sjáum við gömlu sund-
laugarnar í Reykjavík með suðausturhornið
út í Sundlaugaveg. Ef vel er að gáð sjáum við
Laugalæk renna í gegnum túnið, þar sem bfla-
stæði nýju sundlauganna, Laugardalslaugar,
er nú. Hann rann undir sólbaðsskýlið og
hlykkjaðist síðan um túnin og féll til sjávar
milli Ytri- og Innri-Kirkjusands.
18