Ný saga - 01.01.1997, Side 20

Ný saga - 01.01.1997, Side 20
Þorgrímur Gestsson Einar Benedikts- son skáld keypti skikana af Sturlubræðrum á öðrum ára- tugnum, og líkur benda til þess að hann hafi ætlað að hagnast á því að selja þar bygg- ingarlóðir eftir að járnbrautar- teinar hefðu ver- ið lagðir inn til bæjarins Rétt fyrir aldamót fengu Sturla Jónsson kaupmaður og Friðrik bróðir hans, faðir Sturlu Friðrikssonar líffræðings, á erfðafestu nokkra skika frá Fúlutjarnarbæjunum og eitt- hvað upp með Fúlalæk. Þeir ræktuðu þarna nokkra túnbletti. Einar Benediktsson skáld keypti skikana af Sturlubræðrum á öðrum áratugnum, og líkur benda til þess að hann hafi ætlað að hagnast á því að selja þar bygg- ingarlóðir eftir að járnbrautarteinar hefðu verið lagðir inn til bæjarins um það bil þar sem Suðurlandsbraut og Laugavegur eru nú. Járnbrautin var aldrei lögð og skáldið tapaði skikunum eftir langvinn málaferli við Reykja- víkurbæ sem lauk ekki fyrr en um 1930. Tún- ið hið næsta Laugarnesvegi tilheyrði hins veg- ar Tungu, sem áður er nefnd. Þar bjó Helgi nokkur Jónsson um hríð, til ársins 1913, en Dýraverndunarfélag íslands átti Tungu lengi eftir það og hafði þar gæslu fyrir hesta ferða- manna um langt árabil. andi á þessari mynd, en Bjarg Páls Erlingsson- ar og Erlings sonar hans er skáhallt fyrir ofan þær. Sporöskjulagaði bletturinn er trjágarður Sigríðar Sigurðardóttur, konu Erlings. Víði- hlíð Carls Olsens er fremst á myndinni. í efri hluta myndarinnar, vinstra megin, er Teiga- hverfið að rísa. Efst til hægri er Kirkjusandur, þar sem Bretar reistu vinnubúðir og fangelsi á stríðsárunum. Húsaraðirnar efst á myndinni standa við Laugarnesveg og Hrísateig. Á yngri ljósmyndinni (mynd 2) sem við virðum fyrir okkur sjáum við gömlu sund- laugarnar í Reykjavík með suðausturhornið út í Sundlaugaveg. Ef vel er að gáð sjáum við Laugalæk renna í gegnum túnið, þar sem bfla- stæði nýju sundlauganna, Laugardalslaugar, er nú. Hann rann undir sólbaðsskýlið og hlykkjaðist síðan um túnin og féll til sjávar milli Ytri- og Innri-Kirkjusands. 18
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.