Ný saga - 01.01.1997, Blaðsíða 85
Er tíðinda að vænta af íslensku flokkakerfi?
kosningabandalags Alþýðuflokks, Birtingar,
flokksfélags úr Alþýðubandalagi, félaga úr
Borgaraflokki o.fl. Framboðið fékk fleiri at-
kvæði en hinir minnihlutaflokkarnir, um 15%
atkvæða, en Sjálfstæðisflokkurinn vann mik-
inn sigur í þessum kosningum og fékk um
60%.
Þegar leið að næstu borgarstjórnarkosn-
ingum veturinn 1993-94 komu sömu kröfur
fram og mættu aftur andstöðu borgarmálafor-
ystu allra minnihlutaflokkanna í Reykjavík,
nema Nýs vettvangs og Alþýðuflokks. Þrátt
fyrir andstöðu þeirra var nú innan allra flokk-
anna meiri áhugi á sameiginlegu framboði en
nokkru sinni fyrr.
Þegar hér var komið sögu gerðist það í árs-
byrjun 1994 að ungur Reykvíkingur og liðs-
maður Nýs vettvangs, Hrannar Arnarson, lét
gera fyrir sig skoðanakönnun um stuðning
borgarbúa við sameiginlegan lista minni-
hlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur.
Niðurstaðan kom flestum í opna skjöldu, en
hún sýndi að sameiginlegur listi átti raunhæfa
möguleika á að sigra Sjálfstæðisflokkinn.
Fleiri samhljóða skoðanakannanir fylgdu í
kjölfarið - og þá loks breyttist afstaða borgar-
málaforystu Alþýðubandalags, Framsóknar-
flokks og Kvennalista. Ég leyfi mér að full-
yrða að án þessara skoðanakannana hefði
ekki verið hægt að sannfæra þetta fólk um
nauðsyn sameiginlegs lista. Ekki hefði orðið
af framboði Reykjavíkurlistans og Markús
Örn Antonsson væri nú borgarstjóri í Reykja-
vík.
Það má einnig nefna að skoðanakannanir
höfðu mikil áhrif í síðustu forsetakosningum.
Núverandi forseti íslands herra Ólafur
Ragnar Grímsson hefði lfklega ekki farið í
framboð nema af því að almenningur kallaði
eftir því í skoðanakönnunum. Og að minnsta
kosti þrír kandídatar hættu við framboð
vegna óhagstæðra skoðanakannana.
Reykjavíkurlistinn var myndaður og sigr-
aði í borgarstjórnarkosningunum 1994 undir
forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sá
sigur hefði ekki unnist nema vegna þess að
allir minnihlutaflokkarnir voru með og stóðu
heils hugar að baki listanum og borgarstjóra-
efni hans. Skoðanakannanir sem gerðar voru
fyrir Reykjavíkurlistann í kosningabaráttunni
sýndu að hlutur Ingibjargar skipti mjög
miklu, og óvíst hver úrslit hefðu orðið án
hennar eða viðlíka öflugs borgarstjóraefnis.
Stjórn Reykjavíkurlistans á borginni hefur
verið skynsamleg og áfallalaus. í stefnu hans
til þessa hafa ekki einungis birst hefðbundnar
áherslur vinstrimanna, heldur ekki síður
breytt afstaða til markaðsbúskapar og opin-
bers rekstrar. Glundroðakenningar Sjálfstæð-
ismanna eru löngu hættar að heyrast, borgar-
stjórinn Ingibjörg Sólrún nýtur óskoraðs
trausts í öllum flokkum sem standa að fram-
boðinu (og 65% landsmanna samkvæmt nýrri
Mynd 2. Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir
kynnir stefnuskrá
Reykjavíkurlistans
fyrir borgarstjórnar-
kosningarnar 1994.
skoðanakönnun) og í svo nefndu Samráði
flokkanna sem nú starfar að undirbúningi
borgarstjórnarkosninganna 1998 eru allir
ákveðnir í að standa saman og ná niðurstöðu
urn uppröðun á lista og mótun hclstu stefnu-
mála.
Velgengni Reykjavíkurlistans til þessa er
mikill stuðningur við þá hugmynd að stefna
beri að samstarfi jafnaðarmanna fyrir næstu
þingkosningar.