Ný saga - 01.01.1997, Page 85

Ný saga - 01.01.1997, Page 85
Er tíðinda að vænta af íslensku flokkakerfi? kosningabandalags Alþýðuflokks, Birtingar, flokksfélags úr Alþýðubandalagi, félaga úr Borgaraflokki o.fl. Framboðið fékk fleiri at- kvæði en hinir minnihlutaflokkarnir, um 15% atkvæða, en Sjálfstæðisflokkurinn vann mik- inn sigur í þessum kosningum og fékk um 60%. Þegar leið að næstu borgarstjórnarkosn- ingum veturinn 1993-94 komu sömu kröfur fram og mættu aftur andstöðu borgarmálafor- ystu allra minnihlutaflokkanna í Reykjavík, nema Nýs vettvangs og Alþýðuflokks. Þrátt fyrir andstöðu þeirra var nú innan allra flokk- anna meiri áhugi á sameiginlegu framboði en nokkru sinni fyrr. Þegar hér var komið sögu gerðist það í árs- byrjun 1994 að ungur Reykvíkingur og liðs- maður Nýs vettvangs, Hrannar Arnarson, lét gera fyrir sig skoðanakönnun um stuðning borgarbúa við sameiginlegan lista minni- hlutaflokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur. Niðurstaðan kom flestum í opna skjöldu, en hún sýndi að sameiginlegur listi átti raunhæfa möguleika á að sigra Sjálfstæðisflokkinn. Fleiri samhljóða skoðanakannanir fylgdu í kjölfarið - og þá loks breyttist afstaða borgar- málaforystu Alþýðubandalags, Framsóknar- flokks og Kvennalista. Ég leyfi mér að full- yrða að án þessara skoðanakannana hefði ekki verið hægt að sannfæra þetta fólk um nauðsyn sameiginlegs lista. Ekki hefði orðið af framboði Reykjavíkurlistans og Markús Örn Antonsson væri nú borgarstjóri í Reykja- vík. Það má einnig nefna að skoðanakannanir höfðu mikil áhrif í síðustu forsetakosningum. Núverandi forseti íslands herra Ólafur Ragnar Grímsson hefði lfklega ekki farið í framboð nema af því að almenningur kallaði eftir því í skoðanakönnunum. Og að minnsta kosti þrír kandídatar hættu við framboð vegna óhagstæðra skoðanakannana. Reykjavíkurlistinn var myndaður og sigr- aði í borgarstjórnarkosningunum 1994 undir forystu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Sá sigur hefði ekki unnist nema vegna þess að allir minnihlutaflokkarnir voru með og stóðu heils hugar að baki listanum og borgarstjóra- efni hans. Skoðanakannanir sem gerðar voru fyrir Reykjavíkurlistann í kosningabaráttunni sýndu að hlutur Ingibjargar skipti mjög miklu, og óvíst hver úrslit hefðu orðið án hennar eða viðlíka öflugs borgarstjóraefnis. Stjórn Reykjavíkurlistans á borginni hefur verið skynsamleg og áfallalaus. í stefnu hans til þessa hafa ekki einungis birst hefðbundnar áherslur vinstrimanna, heldur ekki síður breytt afstaða til markaðsbúskapar og opin- bers rekstrar. Glundroðakenningar Sjálfstæð- ismanna eru löngu hættar að heyrast, borgar- stjórinn Ingibjörg Sólrún nýtur óskoraðs trausts í öllum flokkum sem standa að fram- boðinu (og 65% landsmanna samkvæmt nýrri Mynd 2. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kynnir stefnuskrá Reykjavíkurlistans fyrir borgarstjórnar- kosningarnar 1994. skoðanakönnun) og í svo nefndu Samráði flokkanna sem nú starfar að undirbúningi borgarstjórnarkosninganna 1998 eru allir ákveðnir í að standa saman og ná niðurstöðu urn uppröðun á lista og mótun hclstu stefnu- mála. Velgengni Reykjavíkurlistans til þessa er mikill stuðningur við þá hugmynd að stefna beri að samstarfi jafnaðarmanna fyrir næstu þingkosningar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.