Ný saga - 01.01.1997, Page 13

Ný saga - 01.01.1997, Page 13
í læri hjá Komintem Nielsen komu til Tsypnavolok hafði tæpur helmingur fiskimanna á staðnum þegar geng- ið í félagsútgerðina. Verkefni þremenning- anna virðist fyrst og fremst hafa verið að að- stoða flokksdeildina við að ljúka „kollektívís- eringunni”. Ekki kemur fram með hvaða hætti þetta var gert, en af skrifum yfirmanna Norðurlandadeildarinnar má ráða að verkinu hafi verið lokið um haustið. í skýrslum sínum um sumarvinnuna gerðu Stein, Eng og Niel- sen einkum grein fyrir margvíslegum vanda vélbátaútgerðarinnar í Tsypnavolok og komu með tillögur til úrbóta. Fróðlegri eru þó klögumál sem gengu á milli þeirra og ollu því að endingu að Norðurlandadeildin á Vestur- háskólanum þurfti að fella úrskurð. Póroddur lá undir ámæli frá Norðmönnunum tveimur en þeir sökuðu hann um að hafa gert fimm pólitískar villur um sumarið. Villurnar voru þessar: „1/ Félagi Stein var andvígur ákvörðun flokksins um að fél. Tarjagín, formaður flokksdeildarinnar, Eng, Stein, Nielsen og einn norskur sjómaður færu saman í róður á bát frá félagsútgerðinni."42 Eetta hafði flokks- deildin ákveðið þar sem bátarnir höfðu kom- ið inn snemma en mikið var til af góðri beitu. Daginn eftir hafði Póroddur bætt gráu ofan á svart með því að gagnrýna ákvörðun flokks- deildarinnar á fundi. Flann virðist ekki hafa viljað ögra fiskimönnunum, en það var ein- mitt það sem flokksdeildin vildi. „2/ Þegar verið var að reka áróður fyrir skuldabréfakaupum til styrktar iðnvæðing- unni gerði fél. Stein stórkostleg pólitísk mis- tök og algjörlega ósamboðin flokksfélaga, sem hlýtur að vinna að markmiðum skulda- bréfasölunnar.“ Þóroddur hafði neitað að kaupa skuldabréf fyrir tíu rúblur á þeim for- sendum að hann væri þegar búinn að kaupa svo mikið sem honum bæri.43 „3/ Fél. Stein neitaði að skuldbinda sig til kaupa á varnarskuldabréfum þó að fiski- mennirnir og jafnvel konur og börn hafi sett nöfn sín á undirskriftalista varnarlánsins sem látnir voru ganga á dansleik í plássinu.**44 Þetta var sömuleiðis gróf pólitísk villa sem Eng og Nielsen þótti sýna betur en annað að Þórodd skorti pólitískan þroska. „4/ Fél. Stein æsti fiskimennina upp í að neita að taka við frosinni beitu, og það jafnvel þó að félagsútgerðin hafi afsalað sér rétti til að hafna beitu upp á sitt eindæmi." Loks hafði Þóroddur lýst sig andvígan því að starfsmenn félagsútgerðarinnar væru heiðraðir eða sneyptir opinberlega með því að verka þeirra væri getið á rauðri og svartri töflu, eftir atvikum. Slíkt fyrirkomulag taldi Mynd 13. Norskt þorp á Kólaskaga. Norskir landnemar settust að viö ströndina á 19. öld. Þar voru enn norsk þorp á fjórða áratugnum, en afkomendur innflytjendanna voru fluttir burt í upphafi seinni heimsstyrjaldar og dreifðust þeir sem komust af um Sovétríkin. Mynd 14. Brynjólfur Bjarnason. 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.