Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 44

Ný saga - 01.01.2001, Qupperneq 44
Halldór Grönvold Af frásögninni má ráða að algengt var að hásetum var haldið að vinnu með litlum eða engum hléum svo sólarhring- um skipti yrðum háseta á botnvörpuskipum á þessum tíma: Það fer ekki tvennum sögum af því, að vök- urnar og stritið á botnvörpungunum eigi ekki til neins að jafna á seinni tímum og jafnvel ekki í sögu íslenzkra atvinnuhátta ... Mikið er rætt um þennan þrældóm og harð- neskju yfirmanna og reiðara, en það þýðir lítið að mögla, menn eiga þá á hættu að vera reknir í land og því vilja menn ógjarn- an verða fyrir atvinnunnar vegna.4 I Verkmannablaði 1913, sem Verkamannafélag- ið Dagsbrún gaf út, birtist frásögn eftir háseta á einum botnvörpungnum þar sem hann lýsti starfsskilyrðum um borð. Af frásögninni má ráða að algengt var að hásetum var haldið að vinnu með lillum eða engum hléum svo sólar- hringum skipti. Jafnframt kemur fram að eldri og reyndari skipstjórar væru farnir að átta sig á að slíkar vökur og taumlaus þræl- dómur væru ekki til hagsbóta fyrir útgerðina. Aðrar hliðstæðar frásagnir af illum aðbúnaði háseta á botnvörpungunum birtust annað veifið í verkalýðsblöðum á næstu misserum. Þar kom fram að það væri ekki síst skortur á samtakamætti og óttinn við atvinnumissi sem neyddi menn til að sætta sig við harðræðið.5 Fram til 1922 giltu engin lög eða formlegar reglur um vinnutíma og hvíldartíma háseta á botnvörpuskipum. Alþjóðlegir straumar í þeirri umræðu sem varð um vinnutilhögun og langar vökur háseta á botnvörpuskipum var oft vísað til alþjóðlegrar baráttu verka- lýðshreyfingarinnar fyrir styttingu vinnutíma og þróunar í þeim efnum. Bent var á að stytt- ing vinnutíma væri eitt helsta baráttumál verkalýðshreyfingarinnar um heim allan og sama gilti um baráttu verkalýðsfélaganna hér á landi. I þessu sambandi er vert að hafa í huga að forystumenn verkalýðshreyfingar- innar höfðu margir dvalið erlendis og fyrst kynnst starfsemi og baráttumálum verkalýðs- félaga þar. Þá sóttu þeir gjarnan hugmyndir og rök til erlendrar verkalýðshreyfingar, eink- um á hinum Norðurlöndunum og í Bretlandi. Alþjóðleg sýn forystumannanna birtist einnig í þeim blöðum sem verkalýðsfélögin fóru að gefa út á þessum tíma. I Verkmannablaði var vinnutímamálum og baráttunni fyrir styttingu vinnutímans gerð skil í fjölmörgum greinum, þar sem ekki síst var leitað fanga í reynslu verkalýðshreyfingarinnar í öðrum löndum og sagt frá samningum og löggjöf sem náðst hefði á þessu sviði. Þessar upplýsingar voru einnig notaðar með beinum hætti í kjarabar- állunni.6 Dæmi um þetta er þegar verkamenn við hafnargerð í Reykjavík áttu í kjaradeilu við atvinnurekanda sinn árið 1913. í dreifi- bréfi sem þeir gáfu út við það tækifæri sagði: „Utlendingur sá sem hafnarvinnunni stýrir ætlar að kúga íslenska verkamenn til að sam- þykkja 12 tíma vinnudag, en landar hans, af verkamannaflokki, berjast fyrir allir, að lög- leiða 8-stunda vinnudag."7 Þegar mælt var fyrir frumvarpi um hvíldartíma háseta á botn- vörpuskipum á Alþingi 1919 vitnaði flutn- ingsmaður sérstaklega til reglna sem settar höfðu verið víða erlendis um vinnutíma og hvíldartíma.8 Hásetafélag Reykjavíkur Þann 23. október 1915 var Hásetafélag Reykja- víkur stofnað, en þá höfðu sjómenn í Reykja- vík ekki haft með sér sérstakt félag síðan Báru- félagið leið undir lok. Stofnun Hásetafélags- ins átti sér nokkurn aðdraganda. Þannig hófst umræða um nauðsyn samtaka fyrir sjómenn á síðum Verkmannablaðs strax á árinu 1913. Sú umræða hélt áfram með hléum næstu misseri, eða fram að stofnun félagsins.9 Meirihluti fé- lagsmanna var hásetar á botnvörpuskipum.10 Ljóst er að umræðan um aðbúnað háseta á botnvörpungum var ásamt öðrum kjaramál- um sjómanna hvatinn að stofnun félagsins. Um aðdraganda stofnunarinnar var fjallað í blöðum verkalýðsfélaganna: Undanfarin ár hefur oft verið á það minnzt, að nauðsynlegt væri fyrir sjómenn að mynda með sér samtök, sem hafa hags- muni stéttarinnar sem aðalverkefni, bæði hvað snertir laun og hlut háseta við veið- arnar og að hinu leytinu aðbúnað og vinnu- tilhögun á sjónum. Hin gífurlega vinna og hinar óheyrilegu vökur við vinnu á togur- unum vekja menn til hugsunar um nauðsyn þess að standa saman um rétt sinn til betri kjara en sjómenn eiga nú við að búa.11 Nýja félaginu voru sett lög og skömmu síðar aukalög, þar sem kröfur sjómanna á hendur atvinnurekendum voru settar fram. Þar var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.