Ný saga - 01.01.2001, Side 52

Ný saga - 01.01.2001, Side 52
Halldór Grönvold Lög nr. 53/1921 um hvíldartíma háseta á íslenskum botnvörpuskipum 1. gr. Þegar botnvörpuskip, sem skrásett eru hjer á landi, er í höfn við fermingu eða affermingu, fer um vinnu háseta eft- ir því, sem venja hefur verið, nema annars sje getið í ráðn- ingarsamningi háseta. 2. gr. Þá er skip er að veiðum með botnvörpu, skal jafnan skifta sólarhringum í 4 vökur. Skulu ... hlutar háseta skyldir að vinna í einu, ... hluti þeirra eiga hvíld, og skal skifta vökt- unum, að hver háseti hafi að minsta kosti 6 klst. óslitna hvíld í sólarhring hverjum. Fyrirfram gerðir samningar um lengri vinnutíma í senn er fyrir er mælt í þessari grein eru ógildir, en ekki skal það talið brot á ákvæðum hennar, þó háseti, eftir eigin ósk í ein- stök skifti, vinni lengur í senn en þar er um mælt. 3. gr. Engin af fyrirmælum 1. og 2. gr. gilda, þá er skip er í sjávar- háska eða líf skipshafnar í hættu. 4. gr. Skipstjóri ber ábyrgð á því, að fyrirmælum þessara laga sje fylgt. 5. gr. Brot gegn lögum þessum varða sektum, frá 1000-10000 kr. Mál út af slíkum þrotum skulu rekin sem almenn lögreglu- mál. 6. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1922. Stjórnartíðindi 1921 A, bls. 1419. uppi merkjum andstæðinga löggjafar um lág- markshvíld háseta. Sigurður Stefánsson sem fór fremstur í flokki andstæðinganna 1919 var enn á þingi en hafði sig nú h'tið í frammi. Þá var frumvarpið sem lagt var fyrir þingið 1921 í mikilvægum atriðuni frábrugðið fyrra frum- varpinu og gekk skemmra. Loks ber þess að geta að pólitískar hræringar voru miklar og ný bandalög voru að myndast. Það sem hafði lítið breyst voru helstu sjónarmið andstæðra fylkinga og rökin sem notuð voru með og á móti lögbindingu hvíldartíma háseta á botn- vörpuskipum. Frumvarp Jóns Baldvinssonar kvað á um að þegar skip væri ekki í höfn og þó ekki að veiðum, skyldi háseti fá að minnsta kosti 8 klukkustunda hvíld í sólarhring. Þegar skip væri að veiðum skildi hver háseti fá að minnsta kosti 6 stunda óslitna hvíld á sólarhring. í frumvarpinu var ákvæði um að framangreind atriði giltu ekki ef skip væri í sjávarháska eða líf skipshafnar í hættu. Þegar efni frumvarpsins er borið saman við frumvarpið 1919 er einkum tvennl sem vekur athygli. í stað ákvæða um 8 klukkustunda hvíld fyrir háseta er nú talað um 6 stunda óslitna hvíld. I greinargerð með frumvarpinu er þessi breyting skýrð. Þar kemur fram að hér sé um málamiðlun að ræða. Sjómenn telji 6 stunda hvíldina að vísu ekki næga en hún feli engu að síður í sér nokkra bót og ekki geti hún með neinum hætti verið í bága við hags- muni útgerðarmanna eða fullkomin afnot skipanna.42 Þegar Jón Baldvinsson mælti fyrir frumvarpinu við 1. umræðu áréttaði hann sér- staklega þessa breytingu frá fyrra frumvarp- inu og ástæður hennar.43 Eftir stendur að með frumvarpinu var verið að gefa eftir þar sem mestu skipti og stuðningsmenn frumvarpsins árið 1919 höfðu hafnað á sínum tíma. Þá má benda á að með neyðarrétlinum sem komin var inn í frumvarpið var verið að mæta gagnrýni á það hversu fortakslaust fyrra frumvarpið var. Samkvæmt frumvarpi Jóns var búið að setja inn útlislun á því vinnuskipulagi sem hvíldartíminn skyldi byggja á. Þar með var fallið burt það ákvæði úr fyrra frumvarpi að nánari útfærsla á skipulagi vinnunnar um borð væri á höndum samtaka háseta og útgerðar og sam- komulagi þeirra gefið lögmæti með reglu- gerð. Ekki koni fram í umræðunni á þingi hverju þetta sætti. Líklegt er að ekki hafi ver- ið talið vænlegt til árangurs að setja málið í hendur hagsmunaaðila frekar en að höfundur frumvarpsins væri andsnúinn þeirri hugsun að gefa hagsmunaaðilum ákveðið lögmæti og hlutverk við útfærslu og framkvæmd laganna. í umræðunni á þingi kom það að mestu í hlut Jóns Baldvinssonar að mæla fyrir lrum- varpinu og eiga orðastað við andstæðingana. Einnig verður að nefna Magnús Kristjánsson, þingmann Akureyringa, sem þá var jafnframt forstjóri Landsverslunar og einn af helstu for- ystumönnum Framsóknarflokksins. Stuðn- ingur Magnúsar og hans félaga skipti sköpum fyrir framgang frumvarpsins. Af andstæðing- 50
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.