Ný saga - 01.01.2001, Síða 66
Ragna Garðarsdóttir
Sársaukinn var
of mikill, skað-
inn of stór og
sektartilfinning-
in þrúgandi
seig. Þessi goðsagnakennda útfærsla var eink-
um sett fram í fjölmiðlum og í fyrstu kvik-
myndunum og sjónvarpsþáttunum sem gerðir
voru skömmu eftir stríð. Á vettvangi sagn-
fræðinnar í Þýskalandi skipuðu þeir sér sem
kenndu sig við formgerðarhyggju eða ætlun-
arhyggju aftur á móti á sinn hvorn pólinn. Þá
greindi einna helst á um hvort Hitler hafi frá
upphafi haft yfir að ráða áætlun um sérhvert
stig ofsóknanna, eða hvort eitt hafi leitt af
öðru og samspil stofnana, hag- og samfélags-
kerfis hafi komið því til leiðar að ofsóknirnar
ágerðust stig af stigi. Þeir sem fylltu hóp
formgerðasinna héldu á lofti þessum síðar-
nefndu kenningum um ófyrirsjáanlegar verk-
anir í flóknu samfélags- og hagkerfi, en þeir
töldu þó flestir að Hitler hal'i verið forsprakk-
inn, og þá einhvers konar „primus motor“
sem kom öllu af stað. Ætlunarsinnar urðu
hins vegar varir við markmiðsbundna pólitík
nasista og skipulag þeirra yfirgripsmiklu og
ömurlegu ofsókna sem blöstu við í lok seinni
heimsstyrjaldarinnar. I hvorugu tilfellinu var
fært í tal hvort alþýða manna í Þýskalandi
hafi verið ábyrg með einhverjum hætti. Eftir
að þessar tvær stefnur höfðu runnið sitt skeið,
varð nálgunin mun flóknari og í sömu andrá
siðferðilega erfiðari viðfangs. Það einkenndi
orðræðuna hverju sinni að ávalll voru til stað-
ar reglur um hvað væri til umræðu og hvað
ekki. Smám saman voru sífellt fleiri hlutir
færðir í tal, eða gerðir sýnilegir á vettvangi
umræðunnar. í sömu andrá var Þjóðverjum
gert að breyta minningunni og bæta á sig
sektarbyrði eftir því sem fleiri harmleikir
voru dregnir fram í sviðsljósið.
Að leysa fortíðarhnúta
I verki sínu, Dcis Rcitsel der Vergcmgenheit, í
þýskri þýðingu, setur heimspekingurinn Paul
Ricoeur fram kenningar um hvernig greiða
megi úr flækjum sem skapast af óleystum for-
tíðarvandamálum samfélaga. Hann telur for-
tíðarvanda oft skapast og valda sárindum
þegar hlutaðeigendur hafa átt óhægt með að
kljást við afleiðingar hans á sínum tíma. Sárs-
aukinn var of mikill, skaðinn of stór og sekt-
artilfinningin þrúgandi. Það fellur því oftast
nær í hlut seinni tíma kynslóða að leysa úr
slíkum fortíðarhnútum. Þegar þá er komið
sögu eru þeir orðnir margfaldir og koma oft-
ar en ekki fyrir sjónir sem óleysanlegir.
Ricoeur telur úrvinnslu samfélagsvitundar-
innar þurfa að fara fram með hliðsjón af
sögulegum staðreyndum og í samræmi við
það þarf hin óhjákvæmilega gleymska að fara
fram með gagnrýnum og virkurn hætli.16
Ricoeur tekur mið af mikilvægi gleymsk-
unnar fyrir eflirkontendur svo þeir geti notið
óhefts sköpunarkrafts við mótun sinnar sér-
tæku menningarvitundar, en gerir jafnframt
ráð fyrir að slík vitund sé óhjákvæmilegur
hluti af fortíðinni og gleymskan geti verið
vítaverð og mismunað einhverjum þeim hóp-
um sem eiga hlutdeild í viðkomandi fortíðar-
vandamáli. Þeir samfélagshópar sem hafa
þolað mismunun af þessu tagi geta skiljanlega
brugðist við með öfgafullri kröfu um að þvert
á móti verði að varðveita öll spor og að sjálfs-
nrynd komandi kynslóða standi og falli á for-
sendum þess.17 Að sjálfsmynd slíkra hópa
hefur þegar verið vegið og því ekki að undra
að gildi minnisins hljóti öfgakennt vægi í huga
þeirra eða talsmanna þeirra.
í umræðum sem spunnust af þessari kenn-
ingu Ricoeurs, í heimspekinámskeiði sem ég
sótti við Technische Universitát í Berlín, kom
fram að óánægja seinni tíma kynslóða fælist
einkum í því að þeir álitu fortíðarúrvinnsluna
þegar vera vel á veg komna. Þær væru í fram-
haldi af því í stakk búnar til að velta fyrir sér
og endurskoða merkingu atburðanna, sem
fram til þessa hefur ekki mátt vekja máls á.
Með aukinni fjarlægð í tíma hefur andrúms-
loft hlutleysis færst yfir umræðuvettvanginn
og ætti að gera mögulegt að minnast atburð-
anna í sinni óþægilegustu rnynd. Eldri sagn-
fræðingar á sviði rannsókna á nasistatímabil-
inu, sem fylgst hafa með þeim óteljandi við-
horfsbreytingum sem átt hafa sér stað í um-
ræðunni undanfarna áratugi, telja margir
hverjir að annars konar sögusýn á atburðina
sé að fæðast. Slíkar væntingar er m.a. að finna
í máli Ulrichs Herberts.
Herbert telur breytinguna felast í því að
menn hafi snúið sér að nákvæmum rannsókn-
um á samfélagslegum kringumstæðum fjölda-
morðanna. Hann telur að lítið hafi verið
rannsakað hvernig ofsóknirnar komu sam-
64