Ný saga - 01.01.2001, Page 68

Ný saga - 01.01.2001, Page 68
Ragna Garðarsdóttir Myndir 8 og 9. Minnisvarðar sem reistir hafa verið til að minna á hei- förina miklu gegn gyðingum. Efri myndin er frá hinum illræmdu búðum i Buchen- wald en sú neðri er frá Dachau. tekur ekki einu sinni af skarið um hvort hann hallist fremur að orðræðu Jiirgens Habermas eða Ernsts Noltes, sem tókust á í sagnfræð- ingadeilunni.22 Maier viðheldur óræðninni fram til loka verksins, og fer það fyrir brjóst- ið á Berghahn að fá ekki úr því skorið í hvaða fylkingu hann skipi sér.23 Maier hefur margt gott til málanna að leggja með nálgun sinni á breytilegum for- sendum fyrir viðtöku samfélagsins á útrým- ingu gyðinga, þótt margir séu eflaust tilbúnir til að bendla hann við „póstmóderníska létt- úð“ fyrir bragðið. Berghahn tekur fram að sagnfræðingnum Richard J. Evans, sem gaf út bók á svipuðum tíma24, sé mikið í mun um að greina nálgun sína frá þeirri sem Maiers beit- ir, og að hann telji þvert á hugmyndir Maiers að til sé sannleiki í þessu máli. Evans ofbýður framsetning Maiers á mælskufræði, útúrsnún- ingum og margröddun „sannleikans“ og stimpl- ar póstmódernismann sem siðlausan fyrir þá sök.25 Póstmódernískar nálgunarleiðir er erfitt að skilgreina, þótt ekki fari á milli mála þegar þeim er beitt. Það sem skiptir máli í þessu samhengi er það einkenni eitt, livað sem við kjósum að kalla það, að gætt hefur tilhneigingar til að hafna því að hægt sé að stjórna umræðum með hugtökum eins og „sannleika". Þessi stutta lýsing á framsetning- armáta Maiers og viðtökunum sýnir svo ekki verður um villst að enn og aftur snúast átökin um það hver hafi aðgang að sannleikanum og hver ekki. Það sem endurspeglast í mörgum nýlegum nálgunum á ofsóknir nasistatímabilsins á sviði sagnfræðinnar, og fer fyrir brjóstið á Evans, er að gengið er að því sem gefnu að engin lausn sé fyrir hendi. Það verði aldrei útkljáð hversu hjálpsamur almenningur hafi verið við útrým- ingu á gyðingum og öðrum þegnum sam- félagsins, né heldur hverju Hitler hafi sjálfur komið til leiðar og hvaða áhrif stofnanir og stjórnmálakerfi hafi haft á framvinduna. Ef slík viðhorf ná yfirhöndinni myndast svigrúm fyrir sífellt fleiri raddir og virðast mér reynd- ar vera blikur á lofti um að slíkt sé um þessar mundir að eiga sér stað og skapi í sjálfu sér þann óróa sem er í samfélagslegri og sagn- fræðilegri umræðu um afleiðingar nasista- tímabilsins. Merking þessara atburða og vægi vandans hefur og mun taka frekari breyting- um með nýjum kynslóðum. Tilvísanir 1 Manfred Stoffers og Alphons Silbermann, Auschwitz: Nie davon gehört? Erinnern und Vergessen in Deutsch- iand (Berlin, 2000). Silbermann er einn þeirra gyöinga sem lifðu af helförina, og hefur róið öllum árum að því að halda minningunni um fórnarlömbin á lofti. Hann lést í mars árið 2000. Hann er þekktur á þýskri grundu og virt- ur fyrir fræðistörf sín og framlög til þessara rannsókna. Sjá t.d. Alphons Silbermann, Sind wir Antisemiten? Ausmafl und Wirktmg eines sozialen Vorurteils in der Bundesrepublik Deutschland (Köln, 1982) og Verwandl- ungen: Eine Autobiogruphie (Berlin, 1989). Stoffers vinn- ur könnun sína á gleymsku og minni gagnvart útrýmingu gyðinga meira og minna á forsendum Silbermanns um að meira beri á gleymsku en minni í þessum málum. Vanga- veltur hins fyrrnefnda eru meö félagsfræðilegu sniði og aðferðafræðin einnig, og byggir á viðtalskönnun á minni Þjóðverja. Sjá um viðtöku á verki Stoffers og Silber- manns í Þýskalandi á Netinu. Jan-Holger Kirsch, http://hsozkult.geschichte.hu-berlin.de/rezensio/bu- echcr/2000/kiia0200.htm. - Stefan Kanke, http://www.qn- alitative-sozialforschung.de/Juni20.htm Berliner Mor- genpost 2000. - http://www.berliner-morgenpost.de/cgi- bin/e?u=/archiv2000/000217/lokalanzeiger sw/slorv- .11888.html 2 Sjá upplýsingar um minnismerkið á Netinu, „Senatsver- waltung fiir Wissenschaft, Forschung und Kultur in Berl- in: Informationen zum Mahnmal fúr die ermordeten Juden Europas", http://www.berlin.de/old/deutsch/poli- tik/senwfk/kiilt/mahnmal/entwuerfe. 3 Hér mætti vissulega ræða þá réttmætu gagnrýni að aðrir hópar eins og t.d. sígaunar hafi ekki síður verið hart leiknir á nasistatímabilinu og örlaga þeirra beri að minn- ast af sama krafti. Gagnrýni Reinharts Kosellecks á minnismerkið tók til þessa og eru þau rök að mínu mati einna sterkust. Sjá einnig Jeffrey Herf, „Legacies of Divided Memory for German Debates about the Holocaust in the 1990s‘‘, German Politics and Society. Vol. 17. Nr. 3. (Hausl, 1999), bls. 28. Burlséð frá því hvort nasistar ætluöu sér að útrýma gyðingum frá upphafi eða hvort einhver þróun hafi leitt til þess, hlýt ég að taka mið af því að þelta yfirgnæfandi einkenni á „nasisma“ situr eftir í hugum eftirkomenda. Sjá samantekt Christophers R. Brownings á þessum deilum, og í framhaldi af því vangaveltur um hvernig beri að skilja orðræðu nasista. Hann telur t.d. vera óljóst hvort „Madagaskar“ hafi ein- faldlega verið hugsað sem samastaður fyrir gyðinga þar sem þeir gætu tórað fjarri öllum þeim sem nasistar skil- greindu sem „menn“ eða hvort það hafi þjónað sem tákn fyrir endastöð sem lögð var að jöfnu við vísan dauða gyð- inga. Christopher R. Browning, Nazi Poilicy, Jewish Workers, German Killers (Cambridge, 2000), bls. 17. 4 Herf, „Legacies of Divided Memory“, bls. 30. 5 Christhard Hoffmann minnist á þennan ótta við að ná- lægðin við það sem „raunverulega“ gerðist sé að tapast. Hann leggur þó ekki út af því hvaða þýðingu sá ótti geti haft fyrir umræðuna. Sjá, „The Dilemmas of Commem- oration: lntroduction", German Politics uiul Society, Vol. 17. Nr. 3. (Haust, 1999), bls. 3-4. 6 Þessa hugmynd hef ég frá heimspekingnum Paul Ricoeur, en hann telur fortíðarhnúta geta verið svo sára og erfiða 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.