Birtingur - 01.01.1957, Síða 39

Birtingur - 01.01.1957, Síða 39
það líka. Þriðja víddin t.d., sem greinileg er í náttúrunni, verður svipur hjá sjón í myndinni, sem þannig verður með allt öðrum hætti. Við breytingar á f jarvíddinni bætast allar þær breytingar vegna tjáningar, er samtíðarmenn okkar hafa gert í ríkum mæli, stundum í þeim tilgangi að undirstrika það sem raunverulega er hlutlægt, en oftar til þess að nálgast abstraktsjón án þess að yfirgefa hlutlægnina með öllu. Þeir málarar, sem ranglega eru nefndir „hálf-hlutlægir“ ganga oft mjög langt í meðferð sinni á náttúrlegum hlutum. Þeir taka sum atriði, sem eru mjög sérkennileg og slíta þau úr eðlilegu samræmi, er gerir þau strax þekkjanleg. Þeir sýna þannig vötn án strandar (Manessier), speglanir í rúðu án rúðunnar (Tal Coat), græna díla án trjánna (Bazaine) og fara auk þess með f jarvíddir á ýmsan hátt eins og þeim sýnist. Slík málverk eru fákunnugum óskiljanleg sem hlutlæg. Þrátt fyrir það eru þau ekki abstrakt og æfðir skoðendur hætta að láta blekkja sig. Þar sem þekkjanleg hlutlægni hefur nú verið yfirgefin af miklum meirihluta hæfra málara, er lítt þekkjanleg hlutlægni iðkuð af listamönnum, sem oft eru raunverulega hæfir. Verk þeirra koma þó oft upp um óánægju hið innra, sem þeir varast að viðurkenna fyrir öðrum eða þá sjálfum sér. Allt bendir til þess, að tvennt togist á um þá, abstraktsjónin, sem heillar þá í mesta máta og fígurasjónin, sem þeim finnst saknæmt að yfirgefa- En málverk þessara vandræðasömu manna hafa þó frá fleiru að segja. Þar kemur í Ijós vöntun á innri hrifningu, krafti, öryggi, baráttuhug, í fáum orðum sagt öllu því, er mest ber á í fegurstu verkum sögunnar. Slíkt finnst ekki nema hjá þeim, sem fegurðarskyn hafa. Fágun, bragðvísi og stundum hæfni hylja að litlu leyti lélega greind. Giotto, Griinewald og Tintoretto hikuðu ekki við slík verkefni. Okkar „hálf-hlutlægu“ menn tefla ekki á tvær hættur. Þetta er auðséð á verkum þeirra. Abstrakt-listin. Á það er ekki nægileg áherzla lögð, að abstraktmálarar hafa aldrei bundið sér þann erfiða bagga að skapa að öllu leyti nýja plastík, sem í málverki er sama sem ný rökvísi og nýtt tjáningarform. Fyrir þeim beztu er þetta ekki eins auðvelt og að misnota á sama hátt og þeir ,,hálf-hlutlægu“ hina óglöggu útskýringu rúmsins í sumum málverkum Cézannes, einfalda myndgerð Miros eða aðferðirnar, sem Klee fann upp. Á tímum forgöngumanna abstraktlistarinnar gat verið ástæða til að ímynda sér, að abstraktmálverk yrði til sem útkoma af frádráttardæmi og að hlutlægt málverk hlutlægnin væri = Abstrakt málverk. Fjölmörg fyrstu málverkin sem kölluð voru abstrakt, voru gerð eftir þessari formúlu. Nú þarf að gera meiri kröfur. Abstrakt málverk verður að vera án stuðnings hlutlægninnar, ef það vill vera til. Það verður að vaxa úr eigin jarðvegi eða hverfa til hlutlægninnar. Ef það byggir ekki á gjörólíkum sjónarmiðum og hlutlægt málverk, verður það ekki fært um að sýna inn í nýja veröld vits og tilfinninga, getur ekki vakið nýjan myndskáldskap og verður þar af leiðandi ekki annað en blekking. Hér munu þeir grípa fram í, sem láta sér hið óljósa vel líka. Þessir smápúkar eru 27
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.